Körfubolti

Valskonur missa tvö stig til Snæfells

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Hildur Sigurðardóttir í Snæfelli fer hér framhjá "Hólmaranum" Maríu Björnsdóttur í leik Snæfells og Vals fyrr í vetur.
Hildur Sigurðardóttir í Snæfelli fer hér framhjá "Hólmaranum" Maríu Björnsdóttur í leik Snæfells og Vals fyrr í vetur. Mynd/Ernir
Aga- og úrskurðarnefnd KKÍ hefur úrskurðað Snæfelli 20-0 sigur í leik á móti Val í Dominos-deild kvenna í körfubolta í fyrsta leik ársins 2013 en þetta kemur fram í frétt á heimasíðu sambandsins. Snæfell hefur þar með tíu stiga forskot og betri innbyrðisstöðu á móti Val í baráttunni um heimavallarrétt í úrslitakeppninni.

Snæfell kærði úrslit í leik gegn Val þar sem liðið taldi Valur hefði telft fram ólöglegum leikmanni í leik gegn sér þann 5. janúar sem Valur vann 81-64. Snæfell var dæmdur sigur af nefndinni 20-0.

Þetta var í annað árið í röð sem svona mál kemur upp á milli þessara liða því Valur kærði Snæfell í fyrra og vann þann leik einnig 20-0.

Jaleesa Butler lék leikinn með Val í upphafi janúar án þess að vera komin með keppnisleyfi frá KKÍ en hún var með 18 stig, 19 fráköst og 3 varin skot í leiknum.

Snæfell er ennfremur fjórum stigum á eftir toppliði Keflavíkur en liðin eiga eftir að mætast tvisvar sinnum í deildinni í vetur auk þess sem að þau mætast í undanúrslit bikarsins um næstu helgi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×