Vitni að upphafi eldgossins - sáu jörðina rifna upp Kristján Már Unnarsson skrifar 20. janúar 2013 11:30 Ólafur Gränz lýsir einstakri lífsreynslu á Stöð 2 í kvöld. Hann var ásamt Hjálmari Guðnasyni á göngu austur á Heimaey þegar jörðin rifnaði upp fyrir framan þá. Mynd/Baldur Hrafnkell Jónsson. Vestmannaeyingarnir Hjálmar Guðnason og Ólafur Gränz urðu þann 23. janúar árið 1973 vitni að því þegar gossprungan opnaðist austast á Heimaey og stóðu þeir aðeins um 200 metra frá jarðeldinum. Eftir því sem best er vitað eru þeir einu Íslendingarnir sem séð hafa upphaf eldgoss svo nærri upptökunum. Hjálmar lést fyrir sjö árum en í blaðaviðtali fyrir tíu árum lýstu þeir saman þessari einstöku lífsreynslu sinni. Í þættinum „Um land allt" á Stöð 2 í kvöld, strax að loknum fréttum, lýsir Ólafur upphafi eldgossins í fyrsta sinn í sjónvarpsviðtali og hvernig það bar til að Hjálmar vinur hans hringdi eftir langan vinnudag og bað hann að koma með sér í göngutúr um nóttina. Þeir áttu trillu saman og ætluðu í bryggjulabb og síðan austur að Urðavita. Á leiðinni mættu þeir kunningja sínum, öðrum trillukarli, og spjölluðu við hann nokkra stund. Þessi töf gæti hafa bjargað lífi þeirra því þeir voru komnir á móts við Kirkjubæina þegar gosið hófst skyndilega. „Allt í einu, eins og hendi sé veifað, þá rifnar bara jörðin fyrir framan okkur," segir Ólafur Gränz í viðtalinu. Ef þeir hefðu ekki tafist telur Ólafur að þeir hefðu annaðhvort verið komnir að Urðavita, og þá lent handan sprungunnar, eða hugsanlega staðið klofvega ofan á henni, og þá ekki verið til frásagnar. Lýsing Ólafs á upphafi eldgossins verður sýnd klukkan 18.55 í opinni dagskrá á Stöð 2 en í tilefni þess að 40 ár eru liðin frá Heimaeyjargosinu verða næstu þættir „Um land allt" helgaðir þessum sögulega viðburði. Rætt verður við á annan tug Eyjamanna en þátturinn í kvöld fjallar um upphaf gossins og fyrstu klukkustundir. Meðal annarra viðmælenda í kvöld er Brynja Pétursdóttir, sem bjó á Kirkjubæ, í því íbúðarhúsi sem næst stóð upptökunum og fyrst brann í gosinu. Urðaviti er talinn fyrsta mannvirkið sem eyðilagðist en Ólafur segir vitann hafa sprungið fljótlega eftir að gosið hófst. Einu sinni var... Eldgos og jarðhræringar Um land allt Vestmannaeyjar Heimaeyjargosið 1973 Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Hlaup hafið úr Grímsvötnum Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Erlent Deilan í algjörum hnút Innlent Fleiri fréttir Hræin sem hrannast upp, eldar magnast og bassaleit Heimilisköttum haldið inni og hundaeigendur á varðbergi Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Sjá meira
Vestmannaeyingarnir Hjálmar Guðnason og Ólafur Gränz urðu þann 23. janúar árið 1973 vitni að því þegar gossprungan opnaðist austast á Heimaey og stóðu þeir aðeins um 200 metra frá jarðeldinum. Eftir því sem best er vitað eru þeir einu Íslendingarnir sem séð hafa upphaf eldgoss svo nærri upptökunum. Hjálmar lést fyrir sjö árum en í blaðaviðtali fyrir tíu árum lýstu þeir saman þessari einstöku lífsreynslu sinni. Í þættinum „Um land allt" á Stöð 2 í kvöld, strax að loknum fréttum, lýsir Ólafur upphafi eldgossins í fyrsta sinn í sjónvarpsviðtali og hvernig það bar til að Hjálmar vinur hans hringdi eftir langan vinnudag og bað hann að koma með sér í göngutúr um nóttina. Þeir áttu trillu saman og ætluðu í bryggjulabb og síðan austur að Urðavita. Á leiðinni mættu þeir kunningja sínum, öðrum trillukarli, og spjölluðu við hann nokkra stund. Þessi töf gæti hafa bjargað lífi þeirra því þeir voru komnir á móts við Kirkjubæina þegar gosið hófst skyndilega. „Allt í einu, eins og hendi sé veifað, þá rifnar bara jörðin fyrir framan okkur," segir Ólafur Gränz í viðtalinu. Ef þeir hefðu ekki tafist telur Ólafur að þeir hefðu annaðhvort verið komnir að Urðavita, og þá lent handan sprungunnar, eða hugsanlega staðið klofvega ofan á henni, og þá ekki verið til frásagnar. Lýsing Ólafs á upphafi eldgossins verður sýnd klukkan 18.55 í opinni dagskrá á Stöð 2 en í tilefni þess að 40 ár eru liðin frá Heimaeyjargosinu verða næstu þættir „Um land allt" helgaðir þessum sögulega viðburði. Rætt verður við á annan tug Eyjamanna en þátturinn í kvöld fjallar um upphaf gossins og fyrstu klukkustundir. Meðal annarra viðmælenda í kvöld er Brynja Pétursdóttir, sem bjó á Kirkjubæ, í því íbúðarhúsi sem næst stóð upptökunum og fyrst brann í gosinu. Urðaviti er talinn fyrsta mannvirkið sem eyðilagðist en Ólafur segir vitann hafa sprungið fljótlega eftir að gosið hófst.
Einu sinni var... Eldgos og jarðhræringar Um land allt Vestmannaeyjar Heimaeyjargosið 1973 Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Hlaup hafið úr Grímsvötnum Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Erlent Deilan í algjörum hnút Innlent Fleiri fréttir Hræin sem hrannast upp, eldar magnast og bassaleit Heimilisköttum haldið inni og hundaeigendur á varðbergi Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Sjá meira