Fótbolti

Berlusconi búinn að biðja Balotelli afsökunar

Myndin sem Milan sendi frá sér.
Myndin sem Milan sendi frá sér.
Paolo Berlusconi, varaforseti AC Milan, kom sér í mikil vandræði er hann kallaði nýjasta liðsmann AC Milan, Mario Balotelli, "negretto di famiglia", litla niggarann í fjölskyldunni.

Atvikið náðist á myndband og ítalskir hafa vart fjallað um annað síðustu daga. Málið er líka ákaflega óþægilegt fyrir félagið. Sérstaklega þar sem það hefur verið að beita sér gegn kynþáttaníði í boltanum upp á síðkastið.

AC Milan hefur nú sent frá sér mynd sem á að sýna að þeir Berlusconi og Balotelli séu búnir að sættast. Berlusconi á að hafa beðið leikmanninn afsökunar og málið grafið og gleymt.

Balotelli heldur því vonandi áfram að skora mörk fyrir félagið en hann skoraði tvö mörk í fyrsta leik sínum fyrir liðið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×