Fótbolti

Engir áhorfendur á næstu heimaleikjum Lazio í Evrópudeildinni

Eina ferðina enn hafa stuðningsmenn ítalska liðsins Lazio orðið sér til skammar en þeir eiga langa sögu um kynþáttaníð í garð andstæðinga. Þeir eru einnig oftar en ekki með almenn ólæti.

UEFA hefur nú úrskurðað að félagið verði að spila næstu tvo Evrópuleiki sína fyrir luktum dyrum.

Þetta er í annað sinn í vetur sem UEFA þarf að refsa félaginu. Það var sektað um 120 þúsund evrur fyrr í vetur er stuðningsmenn félagsins voru með kynþáttaníð í garð leikmanna Tottenham.

Nú síðast urðu stuðningsmennirnir sér til skammar með hegðun sinni í Evrópudeildarleiknum gegn Mönchengladbach. Kynþáttaníð er ástæða bannsins en þetta er í fjórða sinn í vetur sem stuðningsmenn verða uppvísir að slíku.

Lazio komst áfram í keppninni og mun spila heimaleik sinn gegn Stuttgart fyrir framan tóma stúku.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×