Ferguson: Megum ekki vera hræddir við Cristiano Ronaldo Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. mars 2013 10:30 Cristiano Ronaldo. Mynd/Nordic Photos/Getty Sir Alex Ferguson, knattspyrnustjóri Manchester United, þurfti að sjálfsögðu að svara mörgum spurningum um Cristiano Ronaldo, fyrrum leikmann félagsins og núverandi aðalstjörnu Real Madrid. Manchester United mætir Real Madrid á Old Trafford í kvöld í seinni leik liðanna í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Liðin gerðu 1-1 jafntefli í fyrri leiknum og það er því mikil spenna í loftinu fyrir leik kvöldsins sem verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. „Ég hef aðallega áhyggjur af því að hann láti sjá sig," sagði Sir Alex Ferguson í léttum tón aðspurður um mikilvægi Cristiano Ronaldo í leiknum í kvöld. „Við megum ekki vera hræddir við Cristiano Ronaldo. Ef við förum að velta því of mikið fyrir okkur hvað hann getur gert inn á vellinum þá munum við gleyma því sem við ætlum að gera sjálfir í leiknum," sagði Ferguson. Ferguson seldi Cristiano Ronaldo til Real Madrid fyrir 80 milljónir punda árið 2009 og síðan hefur Portúgalinn raðað inn mörkum í búningi Real. „Við hverju býstu þegar þú mætir liði með Cristiano innanborðs? Auðvitað búast menn við vandræðum í leiknum. Við verðum bara að vinna úr þeim eins vel og við getum. Rafael býr vonandi af reynslu sinni frá því í fyrri hálfleik í fyrri leiknum og hann fær aftur sama hlutverk í þessum leik," sagði Ferguson. Ferguson var spurður út hinn brasilíska Ronaldo sem kláraði Manchester United þegar liðin voru í sömu stöðu í Meistaradeildinni í apríl 2003. Ronaldo skoraði þá þrennu á Old Trafford og Real komst áfram þrátt fyrir 3-4 tap. „Sá eldri og feitari var á toppi ferils síns á þeim tíma. Þessi Ronaldo er frábær íþróttamaður. Hann missir aldrei úr leik, ber sig frábærlega, er með mikinn hraða, tvo öfluga fætur og er síðan mjög góður í loftinu. Okkar aðaláhyggjur eru af því sem gerist í kvöld en ekki af því sem gerðist fyrir tíu árum," sagði Ferguson. Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Spænski boltinn Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Postecoglou að taka við Forest Enski boltinn Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti „Saga sem verður sögð síðar“ Fótbolti Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Fótbolti Dagskráin í dag: Strákarnir okkar í París, lærisveinar Heimis og England í Serbíu Sport Fleiri fréttir Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi „Við getum ekkert verið litlir“ Postecoglou að taka við Forest „Saga sem verður sögð síðar“ Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Nuno rekinn frá Forest Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar „Ætlum að keyra inn í þetta“ „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Sjá meira
Sir Alex Ferguson, knattspyrnustjóri Manchester United, þurfti að sjálfsögðu að svara mörgum spurningum um Cristiano Ronaldo, fyrrum leikmann félagsins og núverandi aðalstjörnu Real Madrid. Manchester United mætir Real Madrid á Old Trafford í kvöld í seinni leik liðanna í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Liðin gerðu 1-1 jafntefli í fyrri leiknum og það er því mikil spenna í loftinu fyrir leik kvöldsins sem verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. „Ég hef aðallega áhyggjur af því að hann láti sjá sig," sagði Sir Alex Ferguson í léttum tón aðspurður um mikilvægi Cristiano Ronaldo í leiknum í kvöld. „Við megum ekki vera hræddir við Cristiano Ronaldo. Ef við förum að velta því of mikið fyrir okkur hvað hann getur gert inn á vellinum þá munum við gleyma því sem við ætlum að gera sjálfir í leiknum," sagði Ferguson. Ferguson seldi Cristiano Ronaldo til Real Madrid fyrir 80 milljónir punda árið 2009 og síðan hefur Portúgalinn raðað inn mörkum í búningi Real. „Við hverju býstu þegar þú mætir liði með Cristiano innanborðs? Auðvitað búast menn við vandræðum í leiknum. Við verðum bara að vinna úr þeim eins vel og við getum. Rafael býr vonandi af reynslu sinni frá því í fyrri hálfleik í fyrri leiknum og hann fær aftur sama hlutverk í þessum leik," sagði Ferguson. Ferguson var spurður út hinn brasilíska Ronaldo sem kláraði Manchester United þegar liðin voru í sömu stöðu í Meistaradeildinni í apríl 2003. Ronaldo skoraði þá þrennu á Old Trafford og Real komst áfram þrátt fyrir 3-4 tap. „Sá eldri og feitari var á toppi ferils síns á þeim tíma. Þessi Ronaldo er frábær íþróttamaður. Hann missir aldrei úr leik, ber sig frábærlega, er með mikinn hraða, tvo öfluga fætur og er síðan mjög góður í loftinu. Okkar aðaláhyggjur eru af því sem gerist í kvöld en ekki af því sem gerðist fyrir tíu árum," sagði Ferguson.
Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Spænski boltinn Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Postecoglou að taka við Forest Enski boltinn Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti „Saga sem verður sögð síðar“ Fótbolti Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Fótbolti Dagskráin í dag: Strákarnir okkar í París, lærisveinar Heimis og England í Serbíu Sport Fleiri fréttir Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi „Við getum ekkert verið litlir“ Postecoglou að taka við Forest „Saga sem verður sögð síðar“ Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Nuno rekinn frá Forest Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar „Ætlum að keyra inn í þetta“ „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Sjá meira