Vinnur nær örugga sýklavörn úr skrápum hákarla 3. júní 2013 07:34 Sprotafyrirtæki í Flórída hefur tekist að búa til nær örugga sýklavörn úr efni sem unnið er úr skrápum hákarla. Sprotafyrirtækið notar efnið til að búa til örþunna slikju, sem er aðeins 1/10 úr hársbreidd, og sett er á hluti eins og lækningatæki á skurðstofum eða lyklaborð á tölvum svo dæmi séu tekin. Slikjan drepur á bilinu 90% til 99,5% af öllum þekktum sýklum sem setjast á hana, en hlutfallið fer eftir tegundum þeirra. Fyrirtækið, Sharklet Technologies, var stofnað árið 2007 og setti þessa vöru sína á markað í fyrra. Árssalan nam strax um einni milljón dollara eða 120 milljónum króna en búist er við að hún aukist verulega í ár og næstu ár að því er segir í frétt á CNNMoney. Upphaf þessa sprotafyrirtækis má rekja til ársins 2000 þegar bandaríski flotinn bað háskólann í Flórída að finna náttúrulega vörn við hrúðurkörlum á skrokkum skipa flotans. Prófessorinn Anthony Brennan sem fékk verkefnið tók eftir í rannsóknum sínum að hrúðurkarlar eru algengir á húð hvala en óþekktir á skrápum hákarla. Við nánari greiningu kom í ljós að skrápurinn drepur ekki bara hrúðurkarla og þörunga heldur nær alla sýkla sem reyna að komast í gegnum hann. Háskólinn í Flórída vildi að Brennan setti á fót fyrirtæki sem nýtti þessar rannsóknir hans til hagsbóta fyrir skólann en það vildi Brennan ekki. Sagðist fremur vilja vinna áfram sem fræðimaður en standa í viðskiptum. Brennan fékk síðan gamlan vin sinn til að stofna fyrrgreint sprotafyrirtæki. Mest lesið Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Viðskipti innlent Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Viðskipti innlent Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Viðskipti erlent Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Viðskipti innlent Áfram hagkvæmara að kaupa fasteign en hlutabréf Viðskipti innlent Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Viðskipti innlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Viðskipti innlent Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Viðskipti erlent ESB sektar Apple og Meta um rúma hundrað milljarða Viðskipti erlent Fleiri fréttir ESB sektar Apple og Meta um rúma hundrað milljarða Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Spá minni hagvexti um nær allan heim vegna tolla Bandaríkjastjórnar Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Hlutabréfaverð í Asíu hækkar Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Færri fara til Bandaríkjanna en fækkunin hvað mest frá Íslandi Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Prada kaupir Versace á 183 milljarða króna Evrópusambandið frestar tollahækkunum Kauphallir rétta úr kútnum Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Trump-tollar tóku gildi í nótt Bjartara yfir við opnun markaða Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Leggja til 25 prósent tolla á valdar bandarískar vörur Trump hótar Kínverjum 50 prósenta viðbótartolli Áfram lækkanir við opnun markaða í Evrópu Enn meiri lækkanir í Asíu við opnun markaða Jaguar Land Rover stöðvar sendingar vegna tollahækkana Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Verðfall á Wall Street Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Lækkanir í Asíu halda áfram Sjá meira
Sprotafyrirtæki í Flórída hefur tekist að búa til nær örugga sýklavörn úr efni sem unnið er úr skrápum hákarla. Sprotafyrirtækið notar efnið til að búa til örþunna slikju, sem er aðeins 1/10 úr hársbreidd, og sett er á hluti eins og lækningatæki á skurðstofum eða lyklaborð á tölvum svo dæmi séu tekin. Slikjan drepur á bilinu 90% til 99,5% af öllum þekktum sýklum sem setjast á hana, en hlutfallið fer eftir tegundum þeirra. Fyrirtækið, Sharklet Technologies, var stofnað árið 2007 og setti þessa vöru sína á markað í fyrra. Árssalan nam strax um einni milljón dollara eða 120 milljónum króna en búist er við að hún aukist verulega í ár og næstu ár að því er segir í frétt á CNNMoney. Upphaf þessa sprotafyrirtækis má rekja til ársins 2000 þegar bandaríski flotinn bað háskólann í Flórída að finna náttúrulega vörn við hrúðurkörlum á skrokkum skipa flotans. Prófessorinn Anthony Brennan sem fékk verkefnið tók eftir í rannsóknum sínum að hrúðurkarlar eru algengir á húð hvala en óþekktir á skrápum hákarla. Við nánari greiningu kom í ljós að skrápurinn drepur ekki bara hrúðurkarla og þörunga heldur nær alla sýkla sem reyna að komast í gegnum hann. Háskólinn í Flórída vildi að Brennan setti á fót fyrirtæki sem nýtti þessar rannsóknir hans til hagsbóta fyrir skólann en það vildi Brennan ekki. Sagðist fremur vilja vinna áfram sem fræðimaður en standa í viðskiptum. Brennan fékk síðan gamlan vin sinn til að stofna fyrrgreint sprotafyrirtæki.
Mest lesið Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Viðskipti innlent Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Viðskipti innlent Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Viðskipti erlent Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Viðskipti innlent Áfram hagkvæmara að kaupa fasteign en hlutabréf Viðskipti innlent Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Viðskipti innlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Viðskipti innlent Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Viðskipti erlent ESB sektar Apple og Meta um rúma hundrað milljarða Viðskipti erlent Fleiri fréttir ESB sektar Apple og Meta um rúma hundrað milljarða Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Spá minni hagvexti um nær allan heim vegna tolla Bandaríkjastjórnar Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Hlutabréfaverð í Asíu hækkar Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Færri fara til Bandaríkjanna en fækkunin hvað mest frá Íslandi Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Prada kaupir Versace á 183 milljarða króna Evrópusambandið frestar tollahækkunum Kauphallir rétta úr kútnum Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Trump-tollar tóku gildi í nótt Bjartara yfir við opnun markaða Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Leggja til 25 prósent tolla á valdar bandarískar vörur Trump hótar Kínverjum 50 prósenta viðbótartolli Áfram lækkanir við opnun markaða í Evrópu Enn meiri lækkanir í Asíu við opnun markaða Jaguar Land Rover stöðvar sendingar vegna tollahækkana Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Verðfall á Wall Street Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Lækkanir í Asíu halda áfram Sjá meira