Fótbolti

Cavani reiður út í forseta Napoli

Edinson Cavani.
Edinson Cavani.
Úrúgvæinn hjá Napoli, Edinson Cavani, er allt annað en sáttur við þau ummæli forseta félagsins, Aurelio De Laurentiis að hann muni brjóta á honum hausinn ef hann tæki ekki ákvörðun um framtíð sína fyrir 20. júlí er hann kemur úr fríi.

Forsetinn lét þessi ummæli falla í léttum tóni en Cavani er alveg sama. Hann hefur engan húmor fyrir svona ummælum.

"Þetta voru þung ummæli. Ég var ekki hrifinn af þeim og vil fá að ræða við hann maður á mann," sagði Cavani en hann er með úrúgvæska landsliðinu í Álfukeppninni.

Hann er eftirsóttur leikmaður og í sigtinu hjá Real Madrid, Chelsea og Man. City.

Það kostar 63 milljónir evra að kaupa upp samning hans sem er til ársins 2017.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×