Samdráttur í sölu veldur forstjóra Coca Cola gremju Þorbjörn Þórðarson skrifar 16. júlí 2013 19:15 Slæmt veður dregur úr sölu á Coca Cola og er veðurfar ein af ástæðunum sem fyrirtækið gefur upp fyrir dræmri sölu á öðrum ársfjórðungi. Coca Cola, sem er stærsti gosdrykkjaframleiðandi heims miðað við tekjur, tilkynnti í dag að tekjur hefðu dregist saman um fjögur prósent á öðrum ársfjórðungi þessa árs miðað við sama tímabil í fyrra. Muhtar Kent, forstjóri Coca Cola Company, kvaðst afar ósáttur með afkomuna á fundi með greiningaraðilum í dag, en greint er frá þessu á vef Financial Times. Ástæður fyrir samdrætti í tekjum eru sagðar slæmt veðurfar og neikvæðar horfur í efnagslífinu á heimsvísu, eins og minnkandi kaupmáttur. Tekjur drógust saman niður í 2,68 milljarða dollara úr 2,79 milljörðum dollara á sama tíma í fyrra.Færri svala þorstanum í sögulega köldu veðri Coca Cola Company tilgreinir helst lélegar horfur í efnahagsmálum í Evrópu, Asíu og rómönsku ameríku og „sögulega blautt og kalt veðurfar“ á öðrum ársfjórðungi, en margir svala þorstanum í hita með ískaldri kók. Í Evrópu og Indlandi voru flóð í vor og í mörgum ríkjum Bandaríkjanna var snjókoma í apríl, sem þykir óvenjulegt. Þá var júní óvenju vætusamur vestanhafs. Minnkandi kaupmáttur hefur jafnframt dregið úr markaði fyrir gosdrykki og aðra drykkjarvöru án áfengis. Forvitnilegt væri að sjá hvort sala á kóki sé jafn næm fyrir slæmu veðurfari hér á landi, en júní og júlí hafa verið mjög vætusamir, meira að segja á íslenskan mælikvarða og margir Íslendingar hafa ferðast suður á bóginn í leit að einhverju betra.Ágætis rekstur á Vífilfelli Ágætis rekstur er á Vífilfelli, söluaðila Coca Cola á Íslandi, en fyrirtækið var keypt af Cobega, framleiðanda og dreifingaraðila Coca Cola á Spáni í byrjun árs 2011 í tengslum við skuldauppgjör Þorsteins M. Jónssonar. Þorsteinn hafði sjálfur milligöngu um að hið spænska félag kæmi að kaupunum en hann hafði áður verið í viðræðum við kröfuhafa vegna skuldauppgjörsins. Síðasti birti ársreikningur Vífilfells er fyrir árið 2010 samkvæmt ársreikningaskrá en þá hagnaðist fyrirtækið um 1,8 milljarða króna en eigið fé í lok árs var jákvætt um 2,9 milljarða króna. Eftir því sem fréttastofa kemst næst er Þorsteinn enn hjá fyrirtækinu sem ráðgjafi nýrra eigenda. Mest lesið Eldsneytisverð lækkar um tæplega hundrað krónur á nýju ári Neytendur Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Viðskipti innlent Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Viðskipti innlent Lengja opnun, gleðja starfsfólk og spara peninga Neytendur Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Viðskipti erlent Gréta María óvænt hætt hjá Prís Viðskipti innlent Allt að 1500 króna munur á jólabókunum milli verslana Neytendur Breyta nafni Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Viðskipti innlent Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Fjögurra billjóna hagnaður léttir fyrir fjárfesta Stefna Jóni Þorgrími vegna Rauða heftarans Segir engan óhultan ef gervigreindarbólan springur Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Paramount, Comcast og Netflix vilja kaupa Warner Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ PlayStation 5 slær Xbox 360 við Reyna að halda sjaldgæfum málmum frá hernum Jensens Bøfhus lokað Samþykktu stærðarinnar launapakka Musks Græða á tá og fingri á svikum og prettum Fresta reynsluflugi rafmagnsflugvélar Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Sjá meira
Coca Cola, sem er stærsti gosdrykkjaframleiðandi heims miðað við tekjur, tilkynnti í dag að tekjur hefðu dregist saman um fjögur prósent á öðrum ársfjórðungi þessa árs miðað við sama tímabil í fyrra. Muhtar Kent, forstjóri Coca Cola Company, kvaðst afar ósáttur með afkomuna á fundi með greiningaraðilum í dag, en greint er frá þessu á vef Financial Times. Ástæður fyrir samdrætti í tekjum eru sagðar slæmt veðurfar og neikvæðar horfur í efnagslífinu á heimsvísu, eins og minnkandi kaupmáttur. Tekjur drógust saman niður í 2,68 milljarða dollara úr 2,79 milljörðum dollara á sama tíma í fyrra.Færri svala þorstanum í sögulega köldu veðri Coca Cola Company tilgreinir helst lélegar horfur í efnahagsmálum í Evrópu, Asíu og rómönsku ameríku og „sögulega blautt og kalt veðurfar“ á öðrum ársfjórðungi, en margir svala þorstanum í hita með ískaldri kók. Í Evrópu og Indlandi voru flóð í vor og í mörgum ríkjum Bandaríkjanna var snjókoma í apríl, sem þykir óvenjulegt. Þá var júní óvenju vætusamur vestanhafs. Minnkandi kaupmáttur hefur jafnframt dregið úr markaði fyrir gosdrykki og aðra drykkjarvöru án áfengis. Forvitnilegt væri að sjá hvort sala á kóki sé jafn næm fyrir slæmu veðurfari hér á landi, en júní og júlí hafa verið mjög vætusamir, meira að segja á íslenskan mælikvarða og margir Íslendingar hafa ferðast suður á bóginn í leit að einhverju betra.Ágætis rekstur á Vífilfelli Ágætis rekstur er á Vífilfelli, söluaðila Coca Cola á Íslandi, en fyrirtækið var keypt af Cobega, framleiðanda og dreifingaraðila Coca Cola á Spáni í byrjun árs 2011 í tengslum við skuldauppgjör Þorsteins M. Jónssonar. Þorsteinn hafði sjálfur milligöngu um að hið spænska félag kæmi að kaupunum en hann hafði áður verið í viðræðum við kröfuhafa vegna skuldauppgjörsins. Síðasti birti ársreikningur Vífilfells er fyrir árið 2010 samkvæmt ársreikningaskrá en þá hagnaðist fyrirtækið um 1,8 milljarða króna en eigið fé í lok árs var jákvætt um 2,9 milljarða króna. Eftir því sem fréttastofa kemst næst er Þorsteinn enn hjá fyrirtækinu sem ráðgjafi nýrra eigenda.
Mest lesið Eldsneytisverð lækkar um tæplega hundrað krónur á nýju ári Neytendur Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Viðskipti innlent Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Viðskipti innlent Lengja opnun, gleðja starfsfólk og spara peninga Neytendur Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Viðskipti erlent Gréta María óvænt hætt hjá Prís Viðskipti innlent Allt að 1500 króna munur á jólabókunum milli verslana Neytendur Breyta nafni Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Viðskipti innlent Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Fjögurra billjóna hagnaður léttir fyrir fjárfesta Stefna Jóni Þorgrími vegna Rauða heftarans Segir engan óhultan ef gervigreindarbólan springur Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Paramount, Comcast og Netflix vilja kaupa Warner Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ PlayStation 5 slær Xbox 360 við Reyna að halda sjaldgæfum málmum frá hernum Jensens Bøfhus lokað Samþykktu stærðarinnar launapakka Musks Græða á tá og fingri á svikum og prettum Fresta reynsluflugi rafmagnsflugvélar Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Sjá meira