The Boston Globe, eitt mest metna blaðið í Bandaríkjunum, hefur verið selt á verði sem er aðeins lítill hluti af virði þess fyrir tuttugu árum. Frá þessu greinir á BBC.
Fyrirtækið New York Times keypti The Boston Globe árið 1993 á 1,1 milljarð bandaríkjadala en hefur nú ákveðið að selja það John W. Henry, eiganda Boston Red Sox og Liverpool, á 70 milljónir dollara. Í tilkynningu sem birtist í Globe hældi Henry blaðinu. „Margverðlaun blaðamennska The Boston Globe og rík saga þess hefur gert blaðið að einu mest virta fjölmiðlafyrirtæki landsins.“
Blaðið seldist árið 1990 í hálfri milljón eintaka á hverjum degi en missti fjölda lesenda í kjölfar þess að fjölmiðlun færðist á internetið. Lesendahópur þess hefur þó stækkað að undanförnu þökk sé netáskriftum.
Boston Globe selt á einn tíunda af kaupverði
Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar

Mest lesið

„Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart
Viðskipti innlent

Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni
Viðskipti innlent


Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“
Viðskipti innlent

Þórdís til dómsmálaráðuneytisins
Viðskipti innlent

Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO
Viðskipti innlent



Sekta TikTok um tæpa áttatíu milljarða
Viðskipti erlent
