Fótbolti

Bayern München tapaði fyrstu stigunum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Pep Guardiola.
Pep Guardiola. Mynd/AFP
Bayern München tapaði sínum fyrstu stigum undir stjórn Pep Guardiola í kvöld þegar liðið varð að sætta sig við 1-1 jafntefli á móti Freiburg á útivelli í 4. umferð þýsku úrvalsdeildarinnar í fótbolta. Þessi leikur var færður fram vegna þess að Bayern mætir Chelsea á föstudaginn í árlegum leik milli Evrópumeistara tímabilsins á undan.

Bayern München var búið að vinna þrjá fyrstu leiki sína undir stjórn Guardiola en þetta jafntefli gefur Borussia Dortmund, Bayer 04 Leverkusen og Mainz 05 (öll með fullt hús eftir 3 umferðir) tækifæri til að komast upp fyrir Bayern-liðið um næstu helgi.

Það stefndi þó í sigur Bayern München eftir að Xherdan Shaqiri kom liðinu í 1-0 á 33. mínútu eftir sendingu frá Thomas Müller. Þannig var staðan þar til að Nicolas Höfler jafnaði metin fjórum mínútum fyrir leikslok.

Arjen Robben, Franck Ribéry og Mario Mandžukić byrjuðu allir á bekknum. Arjen Robben kom ekkert inn á í leiknum og sá síðastnefndi kom ekki inn á völlinn fyrr en Freiburg hafði jafnað metin.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×