Fótbolti

Balotelli fékk þriggja leikja bann

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Mario Balotelli var ekki rólegur eftir leik og lét dómarann heyra það.
Mario Balotelli var ekki rólegur eftir leik og lét dómarann heyra það. Mynd/AFP
Mario Balotelli, framherji AC Milan í ítalska fótboltanum, missir af næstu þremur leikjum liðsins en hann fékk þrjá leiki í bann fyrir framkomu sína í gærkvöldi.

Balotelli fékk þá rautt spjald eftir að leik lauk þegar AC Milan tapaði 1-2 á heimavelli á móti Napoli.

Balotelli hafði áður skoraði laglegt mark og klikkað á víti í leiknum en hann fékk sitt annað gula spjald eftir að lokaflautið gall. Balotelli var þá að rífast við dómaratríóið.

Balotelli ætti bara að fara í eins leiks bann en hann fékk tvo leiki til viðbótar fyrir mógandi og ógnandi hegðun gagnvart dómarateyminu eftir að hann fékk að líta rauða spjaldið.

Mario Balotelli var þarna að skora í sínum þriðja leik í röð í ítölsku deildinni en AC Milan liðið hefur þrátt fyrir það aðeins náð að vinna einn leik í fyrstu fjórum umferðunum og er sem stendur í 11. sæti deildarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×