Samkvæmt könnun Transparency International á þeim hundrað fyrirtækjum sem vaxið hafa hraðast á nýmarkaðssvæðum er spilling og leyndarhyggja ríkjandi í þeim flestum.
Þrjú af hverjum fjórum þessara hundrað fyrirtækja fengu minna en fimm stig á gegnsæiskvarðanum, þar sem 10 táknar mest gegnsæi.
Kannað var meðal annars hve miklar upplýsingar þessi fyrirtæki veita um eignir sínar og til hvaða ráðstafana þau hafa gripið til að vinna á móti spillingu.
Í ljós kom að 60 prósent þeirra veita engar upplýsingar um pólitísk framlög til þeirra.
Verst er ástandið í Kína, þar sem útkoman var tvö stig af 10, en best var hún á Indlandi þar sem meðalútkoman var 5,4. Brasilía, Rússland og Suður-Afríka koma þar á milli, en þessi fimm lönd eru stærstu nýmarkaðssvæði heims.
Útkoma einstakra fyrirtækja var ekki alltaf í samræmi við meðaltal landsins. Þannig kom flugfélagið Emirates Airlines, sem rekið er í Sameinuðu Arabísku furstadæmunum, mjög vel út og fékk 100 stig þegar spurt var um gegnsæi í fyrirtækjum.
Kínverska fyrirtækið Huawei Technologies fékk hins vegar núll stig, og sama niðurstaðan fékkst hjá tíu öðrum fyrirtækjum.
Spillingin blómstrar í fyrirtækjum á nýmarkaðssvæðum
Guðsteinn Bjarnason skrifar

Mest lesið

Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi
Viðskipti innlent

Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða
Viðskipti innlent


Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks
Viðskipti innlent

Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara
Viðskipti innlent


Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða
Viðskipti innlent

Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri
Viðskipti innlent

Ráðinn markaðsstjóri Bónuss
Viðskipti innlent

„Ég held að þú þurfir ný gleraugu“
Viðskipti innlent