Uppdráttarsýki áfram í Reykjavík? 25. nóvember 2013 09:06 „Prófkjör leiða konur og ungt fólk frekar til áhrifa“, segir í fyrirsögn Fréttablaðsins laugardaginn 23. nóvember síðastliðinn og haft eftir prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, Gunnari Helga Kristinssyni. Þar segir frá rannsókn sem hann hefur í félagi við annan gert á áhrifum prófkjara á Íslandi, m.a. á þátttöku og hlut kvenna í prófkjörum. Við þetta er að athuga að ofannefnd rannsókn leiðir ekki í ljós það sem haldið var fram. Það er alkunn staðreynd, að flokkum gengur misvel í kosningum, og sveiflur í fjölda þingmanna geta verið verulegar. Ástæðan fyrir því að konur fá síður sæti sem fyrirfram eru líkleg til að leiða til þingsætis með prófkjörum en uppstillingu bendir til þess að sveiflur í atkvæðamagni hafi meiri áhrif en framboðsaðferðin. Sú staðreynd að konur fá síður efsta sæti lista með prófkjöri en öðrum aðferðum segir sína sterku sögu. Síðast en ekki síst kemur í ljós að konur eru einungis um 35% þátttakenda í prófkjörum – það eitt og sér ætti að vera áhyggjuefni út frá lýðræðissjónarmiði. Framgangur kvenna og ungs fólks er þó ekki þyngsta áhyggjuefnið þegar kemur að prófkjörum og eðli þeirra. Það sem stingur mest í augu við grein þeirra Gunnars Helga Kristinssonar og Indriða H. Indriðasonar er að þar vantar þrjú rit í heimildaskrá og niðurstöður þriggja rannsókna. Þær voru gerðar eftir fall íslensku bankanna haustið 2008 sem leiddi af sér margvíslegar þrengingar á hinu pólitíska sviði, ekki síður en á hinu efnahagslega sviði. Þessar þrengingar hafa sennilega ekki farið framhjá mörgum Íslendingum, en þeir Gunnar Helgi og Indriði virðast sannarlega í þeim hópi. Rannsóknarskýrsla Alþingis sem kom út 12. apríl 2010, skýrsla Umbótanefndar Samfylkingarinnar sem var lögð fram á flokksstjórnarfundi í maí 2011, og skýrsla Framtíðarnefndar Sjálfstæðisflokksins sem lögð var fyrir landsfund flokksins í nóvember 2011, eru höfuðrit allra þeirra sem vilja fjalla um íslensk stjórnmál síðustu 10-15 ára af einhverju viti. Í þeim öllum kemur fram að prófkjörin voru einn þeirra þátta sem beinlínis leiddu af sér hrun bankakerfisins, því fylgifiskar þeirra - peningar og hagsmunatengsl – ýttu flestum siðferðisgildum og hugsjónum til hliðar. Nýverið hefur einn þaulreyndur prófkjörsmaður birt endurminningar sínar frá atburðum ársins 2012. Gefum Össuri Skarphéðinssyni orðið: „Uppdráttarsýkin í Reykjavík er greinilega smitandi. Samfylkingin kemur beygluð út úr helginni og innan flokks og utan eru menn með óbragð í munninum. Það verður mikið verk fyrir nýjan formann að lækna flokkinn.“ (Ár drekans, bls. 338). Er það svona flokkur sem Samfylkingarfélagar vilja áfram eiga? Ættum við ekki frekar að lækna flokkinn sjálf í stað þess að bíða eftir verkum formanns? Auður Styrkársdóttir Kjartan Valgarðsson Rósa G. Erlingsdóttir Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kjartan Valgarðsson Mest lesið Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson Skoðun Mega bara íslenskir karlmenn nauðga konum á Íslandi? Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvernig gerum við Grundarhverfi enn betra? Ævar Harðarson skrifar Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks skrifar Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson skrifar Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir skrifar Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson skrifar Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma skrifar Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt skrifar Sjá meira
„Prófkjör leiða konur og ungt fólk frekar til áhrifa“, segir í fyrirsögn Fréttablaðsins laugardaginn 23. nóvember síðastliðinn og haft eftir prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, Gunnari Helga Kristinssyni. Þar segir frá rannsókn sem hann hefur í félagi við annan gert á áhrifum prófkjara á Íslandi, m.a. á þátttöku og hlut kvenna í prófkjörum. Við þetta er að athuga að ofannefnd rannsókn leiðir ekki í ljós það sem haldið var fram. Það er alkunn staðreynd, að flokkum gengur misvel í kosningum, og sveiflur í fjölda þingmanna geta verið verulegar. Ástæðan fyrir því að konur fá síður sæti sem fyrirfram eru líkleg til að leiða til þingsætis með prófkjörum en uppstillingu bendir til þess að sveiflur í atkvæðamagni hafi meiri áhrif en framboðsaðferðin. Sú staðreynd að konur fá síður efsta sæti lista með prófkjöri en öðrum aðferðum segir sína sterku sögu. Síðast en ekki síst kemur í ljós að konur eru einungis um 35% þátttakenda í prófkjörum – það eitt og sér ætti að vera áhyggjuefni út frá lýðræðissjónarmiði. Framgangur kvenna og ungs fólks er þó ekki þyngsta áhyggjuefnið þegar kemur að prófkjörum og eðli þeirra. Það sem stingur mest í augu við grein þeirra Gunnars Helga Kristinssonar og Indriða H. Indriðasonar er að þar vantar þrjú rit í heimildaskrá og niðurstöður þriggja rannsókna. Þær voru gerðar eftir fall íslensku bankanna haustið 2008 sem leiddi af sér margvíslegar þrengingar á hinu pólitíska sviði, ekki síður en á hinu efnahagslega sviði. Þessar þrengingar hafa sennilega ekki farið framhjá mörgum Íslendingum, en þeir Gunnar Helgi og Indriði virðast sannarlega í þeim hópi. Rannsóknarskýrsla Alþingis sem kom út 12. apríl 2010, skýrsla Umbótanefndar Samfylkingarinnar sem var lögð fram á flokksstjórnarfundi í maí 2011, og skýrsla Framtíðarnefndar Sjálfstæðisflokksins sem lögð var fyrir landsfund flokksins í nóvember 2011, eru höfuðrit allra þeirra sem vilja fjalla um íslensk stjórnmál síðustu 10-15 ára af einhverju viti. Í þeim öllum kemur fram að prófkjörin voru einn þeirra þátta sem beinlínis leiddu af sér hrun bankakerfisins, því fylgifiskar þeirra - peningar og hagsmunatengsl – ýttu flestum siðferðisgildum og hugsjónum til hliðar. Nýverið hefur einn þaulreyndur prófkjörsmaður birt endurminningar sínar frá atburðum ársins 2012. Gefum Össuri Skarphéðinssyni orðið: „Uppdráttarsýkin í Reykjavík er greinilega smitandi. Samfylkingin kemur beygluð út úr helginni og innan flokks og utan eru menn með óbragð í munninum. Það verður mikið verk fyrir nýjan formann að lækna flokkinn.“ (Ár drekans, bls. 338). Er það svona flokkur sem Samfylkingarfélagar vilja áfram eiga? Ættum við ekki frekar að lækna flokkinn sjálf í stað þess að bíða eftir verkum formanns? Auður Styrkársdóttir Kjartan Valgarðsson Rósa G. Erlingsdóttir
Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar