Körfubolti

Enn heldur Rodman til Norður-Kóreu

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Félagarnir Rodman og Kim Jong Un.
Félagarnir Rodman og Kim Jong Un.
„Ég ætla bara að taka þátt í körfuboltaleik og skemmta mér,“ segir körfuboltakappinn Dennis Rodman. Sá bandaríski ætlar að endurnýja kynni sín við Norður-Kóreu.

Rodman ræddi við fréttamann Reuters í Kína fyrir för sína til Pyongyang. Hann segist ætla að hitta krakka í Norður-Kóreu og kynna þau fyrir íþróttinni. Heimsóknin verður hans þriðja til landsins.

Athygli vekur að heimsóknin kemur í kjöfar aftöku Jang Song Thaek, frænda Kim Jong Un. Rodman og leiðtoga Norður-Kóreu er vel til vina en Rodman segir heimsóknina ekki hafa neitt með aftökuna að gera.

„Ég hef ekkert um það að segja hvað frændi hans eða nokkur annar gerir í Norður-Kóreu.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×