Ég og frændi minn Kristófer Sigurðsson skrifar 10. janúar 2013 06:00 Um daginn heyrði ég af ungum strák í fjölskyldunni. Hann var að klára grunnskólann og fékk strax flotta vinnu. Lyftaramaður í fiskiðju. Fær 200 þúsund kall á mánuði. Nú er ég dyggur lesandi Stefáns Ólafssonar og svipaðra stórmenna og hnýt því strax um ójöfnuð þegar ég sé hann. Ég sé langar leiðir að launin mín eru hærri en þessa unga, duglega manns. Slíkur ójöfnuður stingur í augun. Ég var nefnilega að útskrifast sem læknir. Miðað við að farin sé hefðbundin leið að því marki þýðir það fjögur ár í menntaskóla og síðan sex ár í háskóla. Að því loknu er svo kandídatsár, sem er launuð starfsþjálfun á heilbrigðisstofnunum, og síðan starfsþjálfun í 5-10 ár í þeirri grein læknisfræðinnar sem maður hyggst stunda. Sem stendur er ég búinn með stúdentspróf (4 ár), læknadeild (6 ár) og langt kominn með kandídatsárið mitt. Launin mín eru 330.009 krónur á mánuði. Ég er sáttur við það, því að þegar ég lýk þessu öllu, eftir 7-8 ár, hækka þau í 513.856 kr. á mánuði. Það verða laun mín sem sérfræðilæknir eftir alls 16-18 ár af námi á bakinu eftir grunnskólann. Nærtækasta spurningin er auðvitað þessi: Hvað er það sem gerir mig, eftir 8 ár, svona fjandi merkilegan að ég eigi skilið næstum þreföld laun á við frænda?Tvöföld laun Einhverjir gætu reyndar sagt að þetta skipti engu máli, því að frændi borgar minni skatt (29.680 kr.), en ég mun borga 155.106 krónur í skatt, verandi einn af þessum skítugu hátekjumönnum. Ég mun því enda með 358.750 kr. eftir skatt, en hann 170.320 kr. Ég anda vissulega eilítið léttar eftir þessa útreikninga, ég enda með tvöföld laun á við frænda, ekki þreföld. Hjúkk. Hann fær öðru hverju yfirvinnu í fiskiðjunni og svo eru uppgrip þegar þarf að landa úr bátunum, gjarnan seint á kvöldin. Auk þess tekur hann að sér dyravörslu um helgar. Ég tek að mér lækningar á vöktum allan sólarhringinn, um helgar og á stórhátíðum. Báðir hækkum við kaupið töluvert á þessu, en til að einfalda útreikningana skulum við sleppa þeim sálmum – enda hlutfallslega svipaðir. Það sem ég hef fram yfir frænda í launum frá því að ég útskrifast úr læknadeild og þar til ég klára sérnámið dugar ekki fyrir námslánunum mínum. En við skulum í þykjó hafa það þannig. Til að einfalda. Þá skulum við segja að ég byrji á núlli (I wish) eftir sérnámið. Þá hefur frændi verið að þéna sinn 170.320 á mánuði, en ég núll, í 10 ár (menntaskóli+læknadeild), en við verið jafnir síðan ég kláraði læknadeild. Hann hefur því þénað um tuttugu og hálfri milljón meira en ég (20.438.400). En nú er ég hátekjubísi. Nú verður þetta jafnað. Á níu árum næ ég honum. Níu stutt ár. Þá verðum við 43 ára. Aftur örvænti ég. Eftir 43 ár sigli ég jafnt og þétt fram úr frænda… eins og arðrænandi auðvald. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 16.08.2025 Halldór Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun Fimm ár í feluleik Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir Skoðun Velferð fyrir alla í Garðabæ Sara Dögg Svanhildardóttir Skoðun Byggjum undir velferð með nýjum verkfærum Sara Dögg Svanhildardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Sjá meira
Um daginn heyrði ég af ungum strák í fjölskyldunni. Hann var að klára grunnskólann og fékk strax flotta vinnu. Lyftaramaður í fiskiðju. Fær 200 þúsund kall á mánuði. Nú er ég dyggur lesandi Stefáns Ólafssonar og svipaðra stórmenna og hnýt því strax um ójöfnuð þegar ég sé hann. Ég sé langar leiðir að launin mín eru hærri en þessa unga, duglega manns. Slíkur ójöfnuður stingur í augun. Ég var nefnilega að útskrifast sem læknir. Miðað við að farin sé hefðbundin leið að því marki þýðir það fjögur ár í menntaskóla og síðan sex ár í háskóla. Að því loknu er svo kandídatsár, sem er launuð starfsþjálfun á heilbrigðisstofnunum, og síðan starfsþjálfun í 5-10 ár í þeirri grein læknisfræðinnar sem maður hyggst stunda. Sem stendur er ég búinn með stúdentspróf (4 ár), læknadeild (6 ár) og langt kominn með kandídatsárið mitt. Launin mín eru 330.009 krónur á mánuði. Ég er sáttur við það, því að þegar ég lýk þessu öllu, eftir 7-8 ár, hækka þau í 513.856 kr. á mánuði. Það verða laun mín sem sérfræðilæknir eftir alls 16-18 ár af námi á bakinu eftir grunnskólann. Nærtækasta spurningin er auðvitað þessi: Hvað er það sem gerir mig, eftir 8 ár, svona fjandi merkilegan að ég eigi skilið næstum þreföld laun á við frænda?Tvöföld laun Einhverjir gætu reyndar sagt að þetta skipti engu máli, því að frændi borgar minni skatt (29.680 kr.), en ég mun borga 155.106 krónur í skatt, verandi einn af þessum skítugu hátekjumönnum. Ég mun því enda með 358.750 kr. eftir skatt, en hann 170.320 kr. Ég anda vissulega eilítið léttar eftir þessa útreikninga, ég enda með tvöföld laun á við frænda, ekki þreföld. Hjúkk. Hann fær öðru hverju yfirvinnu í fiskiðjunni og svo eru uppgrip þegar þarf að landa úr bátunum, gjarnan seint á kvöldin. Auk þess tekur hann að sér dyravörslu um helgar. Ég tek að mér lækningar á vöktum allan sólarhringinn, um helgar og á stórhátíðum. Báðir hækkum við kaupið töluvert á þessu, en til að einfalda útreikningana skulum við sleppa þeim sálmum – enda hlutfallslega svipaðir. Það sem ég hef fram yfir frænda í launum frá því að ég útskrifast úr læknadeild og þar til ég klára sérnámið dugar ekki fyrir námslánunum mínum. En við skulum í þykjó hafa það þannig. Til að einfalda. Þá skulum við segja að ég byrji á núlli (I wish) eftir sérnámið. Þá hefur frændi verið að þéna sinn 170.320 á mánuði, en ég núll, í 10 ár (menntaskóli+læknadeild), en við verið jafnir síðan ég kláraði læknadeild. Hann hefur því þénað um tuttugu og hálfri milljón meira en ég (20.438.400). En nú er ég hátekjubísi. Nú verður þetta jafnað. Á níu árum næ ég honum. Níu stutt ár. Þá verðum við 43 ára. Aftur örvænti ég. Eftir 43 ár sigli ég jafnt og þétt fram úr frænda… eins og arðrænandi auðvald.
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun