Á súkkulaði treystum vér! Freyja Steingrímsdóttir skrifar 10. apríl 2013 06:00 Ekki eru allir sammála um hvað gera þurfi í gjaldmiðilsmálum hérna á Íslandi. Flestir flokkar virðast þó stefna að því að endurskoða þau og íhuga jafnvel að kasta krónunni og taka upp utanaðkomandi gjaldmiðil. Sumir vilja skoða að taka upp Bandaríkjadalinn eða tengja krónuna við hann. Aðrir nefna að taka upp kanadísku lúnuna og enn aðrir horfa öfundaraugum til gjaldmiðla nágrannaþjóða okkar – Svíþjóðar, Noregs og Danmerkur. Þetta hefur gengið svo langt að nú tel ég fulla ástæðu til þess að spyrja: Hvers vegna ekki að taka upp Disney-dollarann? Já, ég held að gjaldmiðillinn sem notaður er í Disney-landi í Bandaríkjunum yrði jafnvel heppilegri gjaldmiðill en íslenska krónan. Það nota fleiri Disney dollarann daglega en íslensku krónuna og hann felur í sér meiri stöðugleika! Hvern langar ekki í gjaldmiðil sem skartar Mikka mús og setur traust sitt á súkkulaði? Ég bara spyr. Margir gera sér ekki alveg grein fyrir því hversu hjákátlegt það er að 300.000 manna þjóð notist við eigin gjaldmiðil. Trúverðugleiki krónunnar er enginn. Það er ekkert að krónunni – við þurfum bara stöðuga hagstjórn! Segja sumir. Því miður sýnir sagan okkur annað. Ef skoðað er hvernig íslensku krónunni hefur vegnað gagnvart þeirri dönsku frá aðskilnaði þeirra árið 1920 fær maður sjokk. Þá var ein íslensk króna jafngild einni danskri. Í dag þarf 2.200 upphaflegar íslenskar krónur til að kaupa eina danska (því tvö núll voru tekin aftan af íslensku krónunni á 9. áratugnum). Þótt ég elski súkkulaði og fyndist ægilega skemmtilegt að taka upp Disney-dollarann, þá er það ekki raunhæfur möguleiki. Það er ekki heldur raunhæfur möguleiki að taka upp Bandaríkjadalinn, kanadísku lúnuna – eða halda í íslensku krónuna. Eini raunhæfi möguleikinn er upptaka evrunnar. Sama þó að á evrusvæðinu hafi ekki verið eintómt gaman og kandífloss síðustu ár, frekar en á öðrum efnahagssvæðum. Að fá að búa við gjaldgengan, stöðugan gjaldmiðil er ein allra mikilvægasta búbót sem virðulegt löggjafarþing okkar gæti komið í kring á næstu árum. Ég vildi að evran þætti meira sexí, því hún er ansi hörð í horn að taka miðað við hremmingar síðustu ára. Já, hún hefur sætt áföllum, en þegar evran var tekin í notkun fyrir aðeins rúmum áratug síðan var hún töluvert lægri í verði en Bandaríkjadollarinn og helmingi lægri en pundið. Hún hefur styrkst gagnvart þessum gjaldmiðlum síðan og nú þarf um 1,3 dali til að kaupa eina evru. Auk þess er meirihluti inn- og útflutnings okkar til Evrópusambandsríkja. Það er bara heilbrigð skynsemi að taka upp þann gjaldmiðil sem við stundum stærstan hluta utanríkisviðskipta okkar í. Samfylkingin er með skýra stefnu þegar kemur að gjaldmiðilsmálum. Þó við bjóðum ekki upp á ótakmarkaðar birgðir af súkkulaði þá er okkur kappsmál að flytja stöðugleikann inn með því að ganga í Evrópusambandið og taka upp evru. Það er eitt stærsta hagsmunamál heimila, fyrirtækja og ungs fólks til framtíðar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2013 Skoðun Íslenska krónan Mest lesið Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir Skoðun Halldór 4.10.2025 Halldór 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir Skoðun Að búa til aðalsmenn Kolbrún Baldursdóttir Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Mannauðurinn á vinnustaðnum þarf góða innivist til að dafna Ásta Logadóttir skrifar Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Árborg - spennandi kostur fyrir öll Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Tökum á glæpahópum af meiri þunga Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Betri mönnun er lykillinn Skúli Helgason,Sabine Leskopf skrifar Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson skrifar Skoðun Getur Ísland staðið fremst í heilsutækni? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir skrifar Sjá meira
Ekki eru allir sammála um hvað gera þurfi í gjaldmiðilsmálum hérna á Íslandi. Flestir flokkar virðast þó stefna að því að endurskoða þau og íhuga jafnvel að kasta krónunni og taka upp utanaðkomandi gjaldmiðil. Sumir vilja skoða að taka upp Bandaríkjadalinn eða tengja krónuna við hann. Aðrir nefna að taka upp kanadísku lúnuna og enn aðrir horfa öfundaraugum til gjaldmiðla nágrannaþjóða okkar – Svíþjóðar, Noregs og Danmerkur. Þetta hefur gengið svo langt að nú tel ég fulla ástæðu til þess að spyrja: Hvers vegna ekki að taka upp Disney-dollarann? Já, ég held að gjaldmiðillinn sem notaður er í Disney-landi í Bandaríkjunum yrði jafnvel heppilegri gjaldmiðill en íslenska krónan. Það nota fleiri Disney dollarann daglega en íslensku krónuna og hann felur í sér meiri stöðugleika! Hvern langar ekki í gjaldmiðil sem skartar Mikka mús og setur traust sitt á súkkulaði? Ég bara spyr. Margir gera sér ekki alveg grein fyrir því hversu hjákátlegt það er að 300.000 manna þjóð notist við eigin gjaldmiðil. Trúverðugleiki krónunnar er enginn. Það er ekkert að krónunni – við þurfum bara stöðuga hagstjórn! Segja sumir. Því miður sýnir sagan okkur annað. Ef skoðað er hvernig íslensku krónunni hefur vegnað gagnvart þeirri dönsku frá aðskilnaði þeirra árið 1920 fær maður sjokk. Þá var ein íslensk króna jafngild einni danskri. Í dag þarf 2.200 upphaflegar íslenskar krónur til að kaupa eina danska (því tvö núll voru tekin aftan af íslensku krónunni á 9. áratugnum). Þótt ég elski súkkulaði og fyndist ægilega skemmtilegt að taka upp Disney-dollarann, þá er það ekki raunhæfur möguleiki. Það er ekki heldur raunhæfur möguleiki að taka upp Bandaríkjadalinn, kanadísku lúnuna – eða halda í íslensku krónuna. Eini raunhæfi möguleikinn er upptaka evrunnar. Sama þó að á evrusvæðinu hafi ekki verið eintómt gaman og kandífloss síðustu ár, frekar en á öðrum efnahagssvæðum. Að fá að búa við gjaldgengan, stöðugan gjaldmiðil er ein allra mikilvægasta búbót sem virðulegt löggjafarþing okkar gæti komið í kring á næstu árum. Ég vildi að evran þætti meira sexí, því hún er ansi hörð í horn að taka miðað við hremmingar síðustu ára. Já, hún hefur sætt áföllum, en þegar evran var tekin í notkun fyrir aðeins rúmum áratug síðan var hún töluvert lægri í verði en Bandaríkjadollarinn og helmingi lægri en pundið. Hún hefur styrkst gagnvart þessum gjaldmiðlum síðan og nú þarf um 1,3 dali til að kaupa eina evru. Auk þess er meirihluti inn- og útflutnings okkar til Evrópusambandsríkja. Það er bara heilbrigð skynsemi að taka upp þann gjaldmiðil sem við stundum stærstan hluta utanríkisviðskipta okkar í. Samfylkingin er með skýra stefnu þegar kemur að gjaldmiðilsmálum. Þó við bjóðum ekki upp á ótakmarkaðar birgðir af súkkulaði þá er okkur kappsmál að flytja stöðugleikann inn með því að ganga í Evrópusambandið og taka upp evru. Það er eitt stærsta hagsmunamál heimila, fyrirtækja og ungs fólks til framtíðar.
Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun
Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar
Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun