68 sekúndur Eva Brá Önnudóttir og María Rut Kristinsdóttir skrifar 12. júní 2013 08:52 Í nýafstaðinni kosningabaráttu stjórnmálaflokkanna til Alþingis var einn umræðuþáttur á RÚV tileinkaður velferðar- og menntamálum. Af rúmlega 87 mínútna löngum þætti töluðu fulltrúar allra flokka samanlagt í 13 mínútur og 40 sekúndur um menntamál, það gera 68 sekúndur á hvert framboð. Á 68 sekúndum getur maður svo sem sagt ýmislegt. Þulið upp uppskrift að súkkulaðiköku, farið með þrjár ferskeytlur og jafnvel náð að lesa kreditlistann í Borgen. Getur einhver komið með lausn á brottfalli í íslensku menntakerfi á 68 sekúndum? Hvergi í löndunum í kringum okkur þekkist jafn hátt brottfall og það sem er hér á landi, en hér er ástandið alvarlegt og viðvarandi. Yfir helmingur framhaldsskólanema á Íslandi lýkur ekki námi á tilsettum tíma. Þessi staðreynd er ekki einungis kostnaðarsöm fyrir samfélagið heldur einnig skýr vísbending um þörfina á að endurskoða menntakerfið í heild sinni.Er einhver tilbúinn að viðurkenna alvarleika fjársveltis menntakerfisins og þær afleiðingar sem það hefur haft í för með sér á 68 sekúndum? Niðurskurður á framhalds- og háskólastigi er löngu kominn yfir þolmörk og hefur bitnað alvarlega á gæðum náms, aðgengi nemenda að námi og jafnframt leitt af sér aukið álag á starfsfólk skólanna. Hér má minnast á eitt atriði, en það er óásættanlegt að skólar þurfi að reiða sig á fjáraukalög við gerð rekstraráætlana framhaldsskóla og lifa þannig við óstöðugt rekstrarumhverfi. Við verðum að tryggja öruggan rekstrargrundvöll skólanna og afmá þannig þá óvissu sem skólastjórnendur hafa þurft að sæta ár hvert. Óvissa í rekstri skóla þýðir einfaldlega óvissa um aðgengi nemenda að skólakerfinu. Það er löngu orðið tímabært að endurskoða reiknilíkön bæði framhalds- og háskólastigsins. Núverandi líkön eru stórgölluð og tryggja ekki að greitt sé með öllum nemendum og leiða til fjársveltis skólanna. Er hægt að halda því fram að 68 sekúndur dugi til að benda á og berjast fyrir því að kjör kennara verði bætt, náms- og starfsráðgjöf efld, tekið verði á bágri stöðu stráka innan menntakerfisins og iðn-, list- og tæknigreinum verði gert jafn hátt undir höfði og bóknámi? Þessar 68 sekúndur myndu hvergi nærri duga okkur til að klára lista yfir þau alvarlegu vandamál sem eru til staðar í menntakerfinu og ætti að vera löngu búið að bregðast við. Hífum upp orðræðuna um menntamál Nám, sama hvernig á það er litið, er fjárfesting. Hvort sem hún er fengin til baka í beinhörðum peningum sem skapast við atvinnu að námi loknu eða í persónulegum verðmætum. Öflugt og skilvirkt menntakerfi er grunnforsenda framþróunar í samfélaginu. Vísindi og rannsóknir stuðla að nýsköpun og auknum hagvexti. Þessa verðmætasköpun má ekki vanmeta. Það er kominn tími til að ráðamenn þjóðarinnar átti sig á þessum staðreyndum og framkvæmi í samræmi við þær. Menntamál verða að fá mikilvægan sess í samfélagsumræðunni en til að það geti gerst þarf umræðuhefðin að breytast. Við hljótum öll að vera sammála um mikilvægi öflugs menntakerfis. Hífum málaflokkinn upp og tryggjum að menntamál standi jafnfætis öðrum málaflokkum. Menntamál eiga ekki að vera afgangsumræðuefni og því hvetjum við nýja ríkisstjórn að setja málaflokkinn í forgang og veita menntamálum verðskuldaðan tíma á komandi kjörtímabili. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein María Rut Kristinsdóttir Mest lesið Óvissuferð Hafnfirðinga í boði Orkuveitu Reykjavíkur Kristín María Thoroddsen Skoðun Venjuleg kona úr Hveragerði Árni Grétar Finnsson,Björg Ásta Þórðardóttir Skoðun Ertu að grínast með þinn lífsstíl? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Sérfræðingarnir Sölvi Tryggvason Skoðun Af góða fólkinu og vonda fólkinu í VR og stóra biðlaunamálinu Arnþór Sigurðsson Skoðun Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna Skoðun Guðrún Hafsteins er leiðtogi Eiður Welding Skoðun Hljóð og mynd fara ekki saman Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ég styð Guðrúnu Hafsteinsdóttur sem formann – en hvers vegna? Karl Guðmundsson Skoðun Alþjóðaflugvöllurinn á Akureyri: Hvar er Icelandair? Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvað eru Innri þróunarmarkmið? Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hagur okkar allra Steinþór Logi Arnarsson skrifar Skoðun Áskoranir næstu áratuga kalla á fjármögnun rannsókna Silja Bára R. Ómarsdóttir skrifar Skoðun Ég styð Guðrúnu Hafsteinsdóttur sem formann – en hvers vegna? Karl Guðmundsson skrifar Skoðun Smíðar eru nauðsyn Einar Sverrisson skrifar Skoðun Nýsköpunarlandið Elías Larsen skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Móse og boðorðin 10 Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Sérfræðingarnir Sölvi Tryggvason skrifar Skoðun Af góða fólkinu og vonda fólkinu í VR og stóra biðlaunamálinu Arnþór Sigurðsson skrifar Skoðun Venjuleg kona úr Hveragerði Árni Grétar Finnsson,Björg Ásta Þórðardóttir skrifar Skoðun Hljóð og mynd fara ekki saman Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu að grínast með þinn lífsstíl? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Guðrún Hafsteins er leiðtogi Eiður Welding skrifar Skoðun Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna skrifar Skoðun Óvissuferð Hafnfirðinga í boði Orkuveitu Reykjavíkur Kristín María Thoroddsen skrifar Skoðun Herleysið er okkar vörn Dr. Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir skrifar Skoðun Raddir, kyn og kassar Linda Björk Markúsardóttir skrifar Skoðun Færni á vinnumarkaði – ný námsleið fyrir fólk með þroskahömlun Helga Gísladóttir skrifar Skoðun Framtíðarfyrirkomulag biðlauna formanns VR Ólafur Reimar Gunnarsson skrifar Skoðun Sannanir í dómsmáli? Rithandarrannsóknir, fyrri grein Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Rödd friðar á móti sterkum her Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðaflugvöllurinn á Akureyri: Hvar er Icelandair? Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Tollflokkun rifins osts: Rangfærslur og staðreyndir Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Framtíð löggæslu fínpússuð í tilraunastofunni Gaza Kristján Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Wybory/Election/Kosningar Mateusz Gabríel K. Róbertsson skrifar Skoðun Hver er betri sem formaður Sjálfstæðisflokksins? Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Hlíðarendi – hverfið mitt Freyr Snorrason skrifar Skoðun Rétturinn til að hafa réttindi Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Chamberlain eða Churchill leiðin? Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Sjá meira
Í nýafstaðinni kosningabaráttu stjórnmálaflokkanna til Alþingis var einn umræðuþáttur á RÚV tileinkaður velferðar- og menntamálum. Af rúmlega 87 mínútna löngum þætti töluðu fulltrúar allra flokka samanlagt í 13 mínútur og 40 sekúndur um menntamál, það gera 68 sekúndur á hvert framboð. Á 68 sekúndum getur maður svo sem sagt ýmislegt. Þulið upp uppskrift að súkkulaðiköku, farið með þrjár ferskeytlur og jafnvel náð að lesa kreditlistann í Borgen. Getur einhver komið með lausn á brottfalli í íslensku menntakerfi á 68 sekúndum? Hvergi í löndunum í kringum okkur þekkist jafn hátt brottfall og það sem er hér á landi, en hér er ástandið alvarlegt og viðvarandi. Yfir helmingur framhaldsskólanema á Íslandi lýkur ekki námi á tilsettum tíma. Þessi staðreynd er ekki einungis kostnaðarsöm fyrir samfélagið heldur einnig skýr vísbending um þörfina á að endurskoða menntakerfið í heild sinni.Er einhver tilbúinn að viðurkenna alvarleika fjársveltis menntakerfisins og þær afleiðingar sem það hefur haft í för með sér á 68 sekúndum? Niðurskurður á framhalds- og háskólastigi er löngu kominn yfir þolmörk og hefur bitnað alvarlega á gæðum náms, aðgengi nemenda að námi og jafnframt leitt af sér aukið álag á starfsfólk skólanna. Hér má minnast á eitt atriði, en það er óásættanlegt að skólar þurfi að reiða sig á fjáraukalög við gerð rekstraráætlana framhaldsskóla og lifa þannig við óstöðugt rekstrarumhverfi. Við verðum að tryggja öruggan rekstrargrundvöll skólanna og afmá þannig þá óvissu sem skólastjórnendur hafa þurft að sæta ár hvert. Óvissa í rekstri skóla þýðir einfaldlega óvissa um aðgengi nemenda að skólakerfinu. Það er löngu orðið tímabært að endurskoða reiknilíkön bæði framhalds- og háskólastigsins. Núverandi líkön eru stórgölluð og tryggja ekki að greitt sé með öllum nemendum og leiða til fjársveltis skólanna. Er hægt að halda því fram að 68 sekúndur dugi til að benda á og berjast fyrir því að kjör kennara verði bætt, náms- og starfsráðgjöf efld, tekið verði á bágri stöðu stráka innan menntakerfisins og iðn-, list- og tæknigreinum verði gert jafn hátt undir höfði og bóknámi? Þessar 68 sekúndur myndu hvergi nærri duga okkur til að klára lista yfir þau alvarlegu vandamál sem eru til staðar í menntakerfinu og ætti að vera löngu búið að bregðast við. Hífum upp orðræðuna um menntamál Nám, sama hvernig á það er litið, er fjárfesting. Hvort sem hún er fengin til baka í beinhörðum peningum sem skapast við atvinnu að námi loknu eða í persónulegum verðmætum. Öflugt og skilvirkt menntakerfi er grunnforsenda framþróunar í samfélaginu. Vísindi og rannsóknir stuðla að nýsköpun og auknum hagvexti. Þessa verðmætasköpun má ekki vanmeta. Það er kominn tími til að ráðamenn þjóðarinnar átti sig á þessum staðreyndum og framkvæmi í samræmi við þær. Menntamál verða að fá mikilvægan sess í samfélagsumræðunni en til að það geti gerst þarf umræðuhefðin að breytast. Við hljótum öll að vera sammála um mikilvægi öflugs menntakerfis. Hífum málaflokkinn upp og tryggjum að menntamál standi jafnfætis öðrum málaflokkum. Menntamál eiga ekki að vera afgangsumræðuefni og því hvetjum við nýja ríkisstjórn að setja málaflokkinn í forgang og veita menntamálum verðskuldaðan tíma á komandi kjörtímabili.
Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna Skoðun
Skoðun Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna skrifar
Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar
Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna Skoðun