Er barnið þitt gangandi tímasprengja? Guðni Ágústsson skrifar 28. júní 2013 06:00 Í stórmerkilegu viðtali í sunnudagsblaði Morgunblaðsins vekur Þorgrímur Þráinsson rithöfundur athygli á miklu heilbrigðisvandamáli í samtíð okkar og sennilega risavöxnu í framtíðinni verði ekki brugðist við í tíma. Hann segir: „Sonur minn tólf ára þurfti í vetur að lesa 10 blaðsíður í bók áður en hann fékk að fara í tölvuna. Símar, sjónvarp og tölvur geta verið miklir tímaþjófar og alið á leti sem fer að verða landlæg. Við sjáum á rannsóknum að 23 ára gamalt fólk hreyfir sig jafnlítið og áttræð gamalmenni. Það kæmi mér ekki á óvart að sjá „afvötnunardeildir,“ eftir nokkur ár fyrir þá sem orðnir eru fíklar á facebook, twitter, candy crush, sjónvarpsþætti og svo framvegis. Fjöldi fólks er með frestunaráráttu, er alltaf alveg að fara að breyta til betri vegar en svo er sófinn bara svo rosalega þægilegur. Ég þekki fólk sem hefur aldrei tíma til að hreyfa sig en þekkir allar persónur í öllum sjónvarpsþáttum.“ Svo mörg voru þau orð. Þarna talar maður sem hefur haft það verkefni að berjast gegn reykingum og óreglu með miklum árangri meðal barna og unglinga um leið og hann hefur skrifað metsölubækur. Það er myndarlegt framtak hjá Bónus og Hagkaup að styrkja fyrirlesarastarf Þorgríms þar sem hann hittir nemendur tíundabekkjar grunnskólanna og ræðir við þá um lífið og tilveruna. Þorgrímur segir ennfremur í viðtalinu: „Það segir sig sjálft að börn sem alast upp við erfiða neyslu foreldra, afskiftaleysi eða agaleysi eiga erfiðara með að fóta sig en önnur. Það læra börnin sem fyrir þeim er haft,“ bætir hann við. Ég hygg að þessi vandi sé til staðar í hverri einustu fjölskyldu á Íslandi. Mig langaði bara að vekja athygli lesenda Fréttablaðsins á þessu viðtali við Þorgrím Þráinsson um leið og ég spyr er ekki rétt að spyrna við fæti? Hvernig er það hægt? Það verður ekki gert nema í samstarfi skólanna og heimilanna. Er það ekki rosalegt að börn sitji stóran hluta vökutímans á rassi sínum og leiki við tölvuna eins og hún sé eina viðræðuhæfa veran í veröldinni sem talandi sé við? Er það ásættanlegt að tvítugur einstaklingur hreyfi sig álíka mikið og áttrætt fólk? Hvernig verður sá tvítugi ef hann nær áttræðisaldri? Mjög stór hluti eldri kynslóðarinnar með erfiðisvinnu að baki er það vel á sig kominn að heilbrigðiskerfið hefur ekki þurft að hafa mikinn kostnað af þeirri kynslóð. Hvað kostar þetta hreyfingarlausa fólk heilbrigðiskerfið upp úr fertugu eða fimmtugu um miðja þessa öld? Ég veit að sem betur fer eru undantekningarnar margar og ætla ekki að alhæfa, því væri gott að rannsaka vandamálið, finna út hversu stór hluti ungs fólks glímir við þetta vandamál. Eru það 5%, 10% eða 20%? Alveg sama hversu talan er stór mun margt af þessu fólki fara á mis við eðlilegt líf verði ekkert gert. Tökum mark á varnaðarorðum Þorgríms Þráinssonar og gerum eitthvað strax. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðni Ágústsson Mest lesið Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia Skoðun Skoðun Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Í stórmerkilegu viðtali í sunnudagsblaði Morgunblaðsins vekur Þorgrímur Þráinsson rithöfundur athygli á miklu heilbrigðisvandamáli í samtíð okkar og sennilega risavöxnu í framtíðinni verði ekki brugðist við í tíma. Hann segir: „Sonur minn tólf ára þurfti í vetur að lesa 10 blaðsíður í bók áður en hann fékk að fara í tölvuna. Símar, sjónvarp og tölvur geta verið miklir tímaþjófar og alið á leti sem fer að verða landlæg. Við sjáum á rannsóknum að 23 ára gamalt fólk hreyfir sig jafnlítið og áttræð gamalmenni. Það kæmi mér ekki á óvart að sjá „afvötnunardeildir,“ eftir nokkur ár fyrir þá sem orðnir eru fíklar á facebook, twitter, candy crush, sjónvarpsþætti og svo framvegis. Fjöldi fólks er með frestunaráráttu, er alltaf alveg að fara að breyta til betri vegar en svo er sófinn bara svo rosalega þægilegur. Ég þekki fólk sem hefur aldrei tíma til að hreyfa sig en þekkir allar persónur í öllum sjónvarpsþáttum.“ Svo mörg voru þau orð. Þarna talar maður sem hefur haft það verkefni að berjast gegn reykingum og óreglu með miklum árangri meðal barna og unglinga um leið og hann hefur skrifað metsölubækur. Það er myndarlegt framtak hjá Bónus og Hagkaup að styrkja fyrirlesarastarf Þorgríms þar sem hann hittir nemendur tíundabekkjar grunnskólanna og ræðir við þá um lífið og tilveruna. Þorgrímur segir ennfremur í viðtalinu: „Það segir sig sjálft að börn sem alast upp við erfiða neyslu foreldra, afskiftaleysi eða agaleysi eiga erfiðara með að fóta sig en önnur. Það læra börnin sem fyrir þeim er haft,“ bætir hann við. Ég hygg að þessi vandi sé til staðar í hverri einustu fjölskyldu á Íslandi. Mig langaði bara að vekja athygli lesenda Fréttablaðsins á þessu viðtali við Þorgrím Þráinsson um leið og ég spyr er ekki rétt að spyrna við fæti? Hvernig er það hægt? Það verður ekki gert nema í samstarfi skólanna og heimilanna. Er það ekki rosalegt að börn sitji stóran hluta vökutímans á rassi sínum og leiki við tölvuna eins og hún sé eina viðræðuhæfa veran í veröldinni sem talandi sé við? Er það ásættanlegt að tvítugur einstaklingur hreyfi sig álíka mikið og áttrætt fólk? Hvernig verður sá tvítugi ef hann nær áttræðisaldri? Mjög stór hluti eldri kynslóðarinnar með erfiðisvinnu að baki er það vel á sig kominn að heilbrigðiskerfið hefur ekki þurft að hafa mikinn kostnað af þeirri kynslóð. Hvað kostar þetta hreyfingarlausa fólk heilbrigðiskerfið upp úr fertugu eða fimmtugu um miðja þessa öld? Ég veit að sem betur fer eru undantekningarnar margar og ætla ekki að alhæfa, því væri gott að rannsaka vandamálið, finna út hversu stór hluti ungs fólks glímir við þetta vandamál. Eru það 5%, 10% eða 20%? Alveg sama hversu talan er stór mun margt af þessu fólki fara á mis við eðlilegt líf verði ekkert gert. Tökum mark á varnaðarorðum Þorgríms Þráinssonar og gerum eitthvað strax.
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar