Atvinnumenn í tölvuleikjum Mikael Torfason skrifar 5. júlí 2013 09:00 Úr herbergjum unglinganna á Íslandi heyrast oft háværar samræður á ensku ef unglingurinn er að spila tölvuleik. Þetta er ný menning og mörgum þykir hún óhugnanleg. Í því samhengi er rætt um tölvuleikjafíkn og foreldrar oft áhyggjufullir. Það er erfitt að ala upp ungling í nútímasamfélagi hvað þá ef hann dvelur tímunum saman í gerviveröld tölvuleikjanna. En nýir siðir ungs fólks hafa alltaf valdið áhyggjum hinna sem eldri eru. Þannig var það með tónlistina, vídeógláp og aðrar nýjungar. Við erum oft alltof svartsýn á framtíð unga fólksins okkar og einblínum um of á hið neikvæða. Í Fréttablaðinu í gær sögðum við frá íslenskum atvinnumanni í tölvuleikjaspilun. Það er búið að kaupa hann til Sviss og þótt þessi frétt sé nýlunda í íslenskum fjölmiðlum eru tíðindin ekkert ósvipuð því en þegar sagðar eru fréttir af unglingum sem keyptir eru til að spila fótbolta eða handbolta í Svíþjóð. Sjálfur segir ungi atvinnumaðurinn, Jökull Jóhannsson, að þetta sé eins og hver önnur vinna en hann æfir þessa íþrótt, að spila tölvuleik, í átta tíma á dag. Bestu atvinnumennirnir í deild Jökuls, sem kennir sig við leikinn Starcraft, þéna eina til tvær milljónir á mánuði. Það er því til nokkurs að vinna. Tölvuleikir tilheyra afþreyingariðnaði og síðustu ár hefur velta iðnaðarins orðið tvöfalt meiri en velta tónlistariðnaðarins. Fyrsti söludagur nýs leiks slær oft út miðasölu á stærstu bíómyndir hvers árs á opnunarhelgi. Tölvuleikir velta líka meiru en tímaritaútgáfa í heiminum og slaga vel yfir helming veltu kvikmyndaiðnaðarins. Eitt af framsæknari fyrirtækjunum hér á landi er tölvuleikjaframleiðandinn CCP sem gefur út Eve Online og fleiri leiki. Fjöldi manns starfar hjá fyrirtækinu sem er með skrifstofur víða um heim. Hrunið hafði lítil áhrif á tölvuleikjaiðnaðinn nema þá til batnaðar því það losnaði um hæfileikafólk sem kastaði sér út í ævintýri á nýjum slóðum. Við sögðum frá nokkrum ungum mönnum í síðustu viku sem hafa skapað nýjan leik sem kemur út á næstunni og heitir Aaru‘s Awakening. Samtals hafa þessir ungu menn eytt níu milljónum í beinhörðum peningum til að koma leiknum á koppinn en raunverðið hleypur á yfir hundrað milljónum ef vinnuframlag þeirra er tekið með í reikninginn. Þetta er frumkvöðlastarf og mikil áhætta en miðað við umfjöllun í erlendum tölvuleikjamiðlum bendir allt til þess að veðmálið gæti gengið upp. Íslenskur tölvuleikjaiðnaður veltir yfir tíu milljörðum króna á ári og þó eigum við nóg inni. Ekkert bendir til þess að eftirspurn eftir afþreyingu í formi tölvuleikja eigi eftir að minnka. Þvert á móti fjölgar þeim sem spila leiki og þetta fólk eldist og vill fjölbreyttari afþreyingarleiki. Við eigum að taka öllum svona breytingum fagnandi og passa okkur að gera ekki lítið úr furðulegu samræðunum sem við heyrum úr herbergjum unglinganna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mikael Torfason Tengdar fréttir Vinnur við að keppa í vinsælum tölvuleik Íslenskur atvinnumaður í tölvuleikjaspilun hefur náð gríðargóðum árangri og er genginn til liðs við svissneskt atvinnumannalið. Bestu atvinnumennirnir þéna eina til tvær milljónir á mánuði. Hann segir atvinnumennsku eins og hverja aðra vinnu. 4. júlí 2013 07:30 Mest lesið Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Skoðun Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mikilvægi málumhverfis í leikskólum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hver á nektarmynd af þér? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Spörum við áfram aurinn og hendum krónunni? Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic skrifar Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Samvera er heilsuefling Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Skuldaskellir, nýr jólasveinn sveitarfélaga? Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fullveldi á okkar forsendum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Gagnaver – reynsla frá Danmörku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Ofbeldi barna og verkferlar Kennarasambandsins Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir skrifar Skoðun Fræðsla, forvarnir og lög gegn stafrænu ofbeldi Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Sjá meira
Úr herbergjum unglinganna á Íslandi heyrast oft háværar samræður á ensku ef unglingurinn er að spila tölvuleik. Þetta er ný menning og mörgum þykir hún óhugnanleg. Í því samhengi er rætt um tölvuleikjafíkn og foreldrar oft áhyggjufullir. Það er erfitt að ala upp ungling í nútímasamfélagi hvað þá ef hann dvelur tímunum saman í gerviveröld tölvuleikjanna. En nýir siðir ungs fólks hafa alltaf valdið áhyggjum hinna sem eldri eru. Þannig var það með tónlistina, vídeógláp og aðrar nýjungar. Við erum oft alltof svartsýn á framtíð unga fólksins okkar og einblínum um of á hið neikvæða. Í Fréttablaðinu í gær sögðum við frá íslenskum atvinnumanni í tölvuleikjaspilun. Það er búið að kaupa hann til Sviss og þótt þessi frétt sé nýlunda í íslenskum fjölmiðlum eru tíðindin ekkert ósvipuð því en þegar sagðar eru fréttir af unglingum sem keyptir eru til að spila fótbolta eða handbolta í Svíþjóð. Sjálfur segir ungi atvinnumaðurinn, Jökull Jóhannsson, að þetta sé eins og hver önnur vinna en hann æfir þessa íþrótt, að spila tölvuleik, í átta tíma á dag. Bestu atvinnumennirnir í deild Jökuls, sem kennir sig við leikinn Starcraft, þéna eina til tvær milljónir á mánuði. Það er því til nokkurs að vinna. Tölvuleikir tilheyra afþreyingariðnaði og síðustu ár hefur velta iðnaðarins orðið tvöfalt meiri en velta tónlistariðnaðarins. Fyrsti söludagur nýs leiks slær oft út miðasölu á stærstu bíómyndir hvers árs á opnunarhelgi. Tölvuleikir velta líka meiru en tímaritaútgáfa í heiminum og slaga vel yfir helming veltu kvikmyndaiðnaðarins. Eitt af framsæknari fyrirtækjunum hér á landi er tölvuleikjaframleiðandinn CCP sem gefur út Eve Online og fleiri leiki. Fjöldi manns starfar hjá fyrirtækinu sem er með skrifstofur víða um heim. Hrunið hafði lítil áhrif á tölvuleikjaiðnaðinn nema þá til batnaðar því það losnaði um hæfileikafólk sem kastaði sér út í ævintýri á nýjum slóðum. Við sögðum frá nokkrum ungum mönnum í síðustu viku sem hafa skapað nýjan leik sem kemur út á næstunni og heitir Aaru‘s Awakening. Samtals hafa þessir ungu menn eytt níu milljónum í beinhörðum peningum til að koma leiknum á koppinn en raunverðið hleypur á yfir hundrað milljónum ef vinnuframlag þeirra er tekið með í reikninginn. Þetta er frumkvöðlastarf og mikil áhætta en miðað við umfjöllun í erlendum tölvuleikjamiðlum bendir allt til þess að veðmálið gæti gengið upp. Íslenskur tölvuleikjaiðnaður veltir yfir tíu milljörðum króna á ári og þó eigum við nóg inni. Ekkert bendir til þess að eftirspurn eftir afþreyingu í formi tölvuleikja eigi eftir að minnka. Þvert á móti fjölgar þeim sem spila leiki og þetta fólk eldist og vill fjölbreyttari afþreyingarleiki. Við eigum að taka öllum svona breytingum fagnandi og passa okkur að gera ekki lítið úr furðulegu samræðunum sem við heyrum úr herbergjum unglinganna.
Vinnur við að keppa í vinsælum tölvuleik Íslenskur atvinnumaður í tölvuleikjaspilun hefur náð gríðargóðum árangri og er genginn til liðs við svissneskt atvinnumannalið. Bestu atvinnumennirnir þéna eina til tvær milljónir á mánuði. Hann segir atvinnumennsku eins og hverja aðra vinnu. 4. júlí 2013 07:30
Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar
Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar
Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun