Dómsvald Vegagerðarinnar Guðmundur Hörður Guðmundsson skrifar 24. september 2013 06:00 Nú er unnið að því að leggja Álftanesveg í gegnum Gálgahraun. Vegagerðin hefur fyrirskipað Íslenskum aðalverktökum að ráðast í hraunið þrátt fyrir að fern náttúruverndarsamtök með Hraunavini í broddi fylkingar hafi höfðað mál til að skera úr um hvort framkvæmdin sé lögleg. Deilt er um gildi framkvæmdaleyfis og umhverfismats. Framkvæmdaleyfið var gefið út árið 2009 til eins árs og er því útrunnið. Þá er umhverfismatið orðið meira en ellefu ára gamalt. Tveir úrskurðir hafa gengið um málið á stjórnsýslustigi og hafa þeir snúist um formhlið málsins en ekki efni. Það þótti því nauðsynlegt að leita álits dómstóla á lögmæti framkvæmdarinnar og því var mál þess efnis þingfest í sumar. Í stað þess að sýna vandaða stjórnsýslu og bíða niðurstöðu dómstóla ákváðu forsvarsmenn Vegagerðarinnar að skrifa undir verksamning við Íslenska aðalverktaka tveimur vikum eftir þingfestinguna. Þeir þrýsta á verktakann að hefjast nú þegar handa við að ryðja hraunið. Með því brýtur stofnunin stjórnsýslulög og stjórnarskrárvarin réttindi almennings. Í 70. gr. stjórnarskrárinnar segir að allir eigi rétt á að fá úrlausn um réttindi sín með réttlátri málsmeðferð fyrir dómstólum. Í 12. gr. stjórnsýslulaga er fjallað um svonefnda meðalhófsreglu, en þar segir að stjórnvald skuli aðeins taka íþyngjandi ákvörðun þegar lögmætu markmiði verður ekki náð með öðru og vægara móti. Inntak meðalhófsreglunnar er m.a. að þegar val stendur um fleiri úrræði en eitt til þess að þjóna settu markmiði, skuli velja það úrræði sem minnstri röskun veldur. Í þessu ljósi ber Vegagerðinni að bíða niðurstöðu dómstóla áður en hún hefur óafturkræfar framkvæmdir í Gálgahrauni. Vegamálastjóri hefur engu að síður fullyrt í fjölmiðlum að stofnunin þurfi ekki að bíða niðurstöðu dómstóla og virðist þannig álíta að stofnunin sé þriðja dómstigið í landinu. Vegagerðin heyrir undir innanríkisráðherra. Sami ráðherra er yfirmaður dómsmála og á sem slíkur að gæta þess að almenningur njóti réttaröryggis gagnvart ríkisstofnunum. Því ber ráðherranum að sjá til þess að deilan um vegagerð í Gálgahrauni verði leyst fyrir dómstólum líkt og siðaðra manna er háttur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Hörður Guðmundsson Mest lesið Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Ekki kjósa Stóra stoppið í Ártúnsbrekku Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun 37 milljarðar gefins á silfurfati Gunnlaugur Stefánsson Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson Skoðun Landakot er ekki hjúkrunarheimili Steinunn Þórðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason skrifar Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Sjá meira
Nú er unnið að því að leggja Álftanesveg í gegnum Gálgahraun. Vegagerðin hefur fyrirskipað Íslenskum aðalverktökum að ráðast í hraunið þrátt fyrir að fern náttúruverndarsamtök með Hraunavini í broddi fylkingar hafi höfðað mál til að skera úr um hvort framkvæmdin sé lögleg. Deilt er um gildi framkvæmdaleyfis og umhverfismats. Framkvæmdaleyfið var gefið út árið 2009 til eins árs og er því útrunnið. Þá er umhverfismatið orðið meira en ellefu ára gamalt. Tveir úrskurðir hafa gengið um málið á stjórnsýslustigi og hafa þeir snúist um formhlið málsins en ekki efni. Það þótti því nauðsynlegt að leita álits dómstóla á lögmæti framkvæmdarinnar og því var mál þess efnis þingfest í sumar. Í stað þess að sýna vandaða stjórnsýslu og bíða niðurstöðu dómstóla ákváðu forsvarsmenn Vegagerðarinnar að skrifa undir verksamning við Íslenska aðalverktaka tveimur vikum eftir þingfestinguna. Þeir þrýsta á verktakann að hefjast nú þegar handa við að ryðja hraunið. Með því brýtur stofnunin stjórnsýslulög og stjórnarskrárvarin réttindi almennings. Í 70. gr. stjórnarskrárinnar segir að allir eigi rétt á að fá úrlausn um réttindi sín með réttlátri málsmeðferð fyrir dómstólum. Í 12. gr. stjórnsýslulaga er fjallað um svonefnda meðalhófsreglu, en þar segir að stjórnvald skuli aðeins taka íþyngjandi ákvörðun þegar lögmætu markmiði verður ekki náð með öðru og vægara móti. Inntak meðalhófsreglunnar er m.a. að þegar val stendur um fleiri úrræði en eitt til þess að þjóna settu markmiði, skuli velja það úrræði sem minnstri röskun veldur. Í þessu ljósi ber Vegagerðinni að bíða niðurstöðu dómstóla áður en hún hefur óafturkræfar framkvæmdir í Gálgahrauni. Vegamálastjóri hefur engu að síður fullyrt í fjölmiðlum að stofnunin þurfi ekki að bíða niðurstöðu dómstóla og virðist þannig álíta að stofnunin sé þriðja dómstigið í landinu. Vegagerðin heyrir undir innanríkisráðherra. Sami ráðherra er yfirmaður dómsmála og á sem slíkur að gæta þess að almenningur njóti réttaröryggis gagnvart ríkisstofnunum. Því ber ráðherranum að sjá til þess að deilan um vegagerð í Gálgahrauni verði leyst fyrir dómstólum líkt og siðaðra manna er háttur.
Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar