Fótbolti

Meiðsli Rossi ekki jafn slæm og talið var

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Rossi í leiknum um helgina.
Rossi í leiknum um helgina. Nordic Photos / Getty
Giuseppi Rossi er ekki með slitið krossband í hné en þó er enn óvíst hversu lengi sóknarmaðurinn öflugi verður frá keppni.

Rossi er með tognuð liðbönd í hné en hann meiddist í 1-0 sigri Fiorentina á sunnudag en óttast var að hann hefði slitið krossböndin í þriðja sinn á ferlinum. Rossi er markahæsti leikmaður ítölsku úrvalsdeildarinnar.

„Hann mun fara til sérfræðings á næstu dögum og aðeins þá verður hægt að meta hversu alvarleg meiðslin eru og batahorfur,“ sagði í yfirlýsingu sem félagið birti í morgun.

Rossi, sem hefur áður verið á mála hjá Manchester United og Villarreal, hefur skorað fjórtán mörk á tímabilinu. Hann gekkst fyrst undir aðgerð vegna krossbandsslita í október árið 2011 og svo aftur í apríl 2012.

Sumir fjölmiðlar á Ítalíu fullyrða að Rossi verði frá í þrjá mánuði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×