Bill Gates, stofnandi tölvurisans Microsoft, er efstur á árlegum lista tímaritsins Forbes yfir ríkustu menn í heimi. Gates endurheimtir efsta sætið af Carlos Slim, framkvæmdastjóra samskiptafyrirtækjanna Telmex og América Móvil, sem trónað hafði á toppinum fjögur ár í röð.
Eigur Gates eru metnar á 76 milljarða Bandaríkjadala, sem gerir um það bil átta og hálfa billjón íslenskra króna. Um 450 milljörðum króna munar á honum og Slim.
Í þriðja sæti á eftir þeim kumpánum kemur Spánverjinn Amancio Ortega sem helst er þekktur fyrir fatarisann Zara og í fjórða sæti er bandaríski fjárfestirinn Warren Buffet.
Enginn auðgaðist meira á milli ára en Mark Zuckerberg, stofnandi Facebook, sem bætti við sig tæplega einni og hálfri billjón króna frá því í fyrra. Zuckerberg situr nú í 21. sæti listans.
Athygli vekur að í fyrsta sinn fundust nú milljarðamæringar í dölum talið í Alsír, Litháen, Úganda og Tansaníu. Þó er langflesta að finna í Bandaríkjunum. Þar eru 492 einstaklingar sem eru taldir eiga meira en milljarð dala milli handanna. Næstflestir eru í Kína, 152 talsins.
Gates endurheimtir efsta sætið
Bjarki Ármannsson skrifar

Mest lesið

Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara
Viðskipti innlent


Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“
Viðskipti innlent

Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi
Viðskipti innlent



Rapyd sé íslenskt fyrirtæki með kennitölu frá 1983
Viðskipti innlent

Ráku framkvæmdastjórann og komust svo að rafmyntagreftrinum
Viðskipti innlent

Niðurstöður álagningar birtar á fimmtudag
Viðskipti innlent
