Hversu mikilvæg er mentun? Ragnar Hansson skrifar 25. apríl 2014 16:00 „Ef þú dæmir físk einungis eftir hæfni hans að klifra tré, þá mun hann alla ævi halda að hann sé heimskur.“ Fyrirsögnin á þessari grein er spurning sem svarar sér sjálf: Já, menntun er mikilvæg - og já, ég veit hvernig „menntun“ er skrifað. En spurningin er kannski frekar: Hvernig er mikilvægið mælt? Nýafstöðnu PISA prófin (sem allir eru líklega fullsaddir á að ræða) sýna okkur margar áhugaverðar niðurstöður, bæði góðar og slæmar. Og þá auðvitað í samanburði við aðrar þjóðir, því til þess er mælingarleikurinn gerður. Þær jákvæðustu eru hversu vel líðan nemenda okkar mælist. En á móti koma sláandi niðurstöður um læsi þeirra. Finnar skora lang hæst Norðurlandanna, sem er ansi magnað þar sem þeir hafa farið algerlega á móti algengum „reddingum“ þegar kemur að skólastarfi: Þar eru engar samræmdar námsskrár og engin samræmd próf. Í raun eru próf þar í algeru lágmarki. Hefði ég þreytt PISA próf þegar ég var unglingur væri ég án efa í hópi þeirra sem teljast ekki geta lesið sér til gagns. Og ekki bara vegna þess að ég var reglulega á fylllerí með þeim 40% unglinga sem sem drukku á þessum tíma. Í dag er þessi prósenta unglingadrykkju komin niður í 3%, en lestrarvandinn er sá sami. Og í dag á ég sjálfur dreng á 13. aldursári sem er í mikilli hættu á að vera hluti af þeim þriðjungi drengja okkar sem teljast ekki geta lesið sér til gagns. En hann getur lesið sér til gamans. Eins og ugla á koffíntrippi spænir hann í sig þær bækur sem hann sjálfur hefur áhuga á. Áhugi er einmitt lykilorðið hérna, því ekki eru þetta metnaðar- og áhugalaus börn. Þvert á móti þá er þau uppfull af áhuga, ástríðu og krafti, sem því miður spanderast of mikið utan skólastofunnar á alla þá menningu og ómenningu sem flæðir inn í landið í gegnum sæstrengi og gervihnetti. Þó að foreldrar hafi oft réttmætar áhyggjur af skjátíma barna sinna, þá hafa börn sjaldan eða aldrei komist í jafn mikla snertingu við texta og fræðsluefni og einmitt sú kynslóð sem er að alast upp núna, enda flæðir þetta fyrir augum þeirra alla daga eins og tölvukóðar úr The Matrix. Þetta er hópur sem er svo sólgin í menningu að þau halda sér heima öll kvöld og neyta hennar í stað þess að drekka vín og reykja sígarettur eins og mín kynslóð gerði. Ég þori næstum því að hengja mig upp á það að ef þeir nemendur sem teljast ekki geta lesið sér til gagns samkvæmt PISA prófunum myndu þreyta prófin á ensku, þá flygu þeir í gegn! Eitt það sterkasta í Finnska menntakerfinu er sú jákvæða mynd sem menntun hefur og kennaranám er vinsælasta nám ungs fólk þar. Jafnvel vinsælla en læknis- og lögfræðinám. Þetta er ekki bara vegna þess að kennaranám þeirra er í heimsklassa og að þeir borga mannsæmandi laun, heldur hafa kennarar þar frelsi til að hafa áhrif á eigin námsefni og prófanir. Og það er svo mikilvægt, því kennarar hefja starf sitt í þeirri von að miðla þekkingu og ástríðu. Og í Finnlandi hafa þeir frelsið til að gera það. Sveigjanleiki, frelsi og fjölbreytni eru þau lykilorð sem ég set alla mína trú á. Kennarar þurfa sveigjanleika vegna þess að hver nemandi er einstakur og það gildir ekki sama fyrir alla. Sveigjanleiki til að koma til móts við þá sem dragast aftur úr, jafn og við þá sem taka fram úr. Ef kennarar eiga ekkert í eigin kennsluefni og kennsluaðferðum þá hverfur sú ástríða fyrir starfinu sem er þeim svo nauðsynleg til að þess einmitt að vekja áhuga hjá nemendunum. Eins ættu nemendur að eiga í námsefni sínu sjálfir, því annars þykir þeim efnið einfaldlega ekki koma sér við. Þetta eru Finnar með á hreinu. Þú æfir ekki upp keppnislið til þess eins að sigra medalíu bara á vissum mótum. Ekkert frekar en þú kennir nemendum til þess eins að standa sig vel í vissum prófum. En ef þú leggur réttan grunn að menntuninni og hvetur nemendur til þáttöku með metnaði og ástríðu, þá munu próf þeirra líka koma vel út, því innistæðan er fyrir hendi. Menntun er ekki keppnisíþrótt. Mikilvægi þess að kunna að skrifa orð eins og menntun rétt felst ekki í því að koma vel út í samanburði við aðra. Mikilvægin snýr að nemendunum sjálfum, því hún er grunnurinn af því að þeir geti gert það sem vilja við líf sitt: Það sem þeir hafa áhuga á að gera. Og það er mikilvægt.„Ef börn geta ekki lært eins og við kennum ættum við ef til vill frekar að kenna eins og þau læra.“ Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2016 Skoðun Mest lesið Ólöglegir ópíóðar: Skaðaminnkandi þjónusta bráðnauðsynleg Ósk Sigurðardóttir Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun ‘Vók’ er djók Alexandra Briem Skoðun Komir þú á Grænlands grund Gunnar Pálsson Skoðun Því miður hefur lítið breyst Áslaug Hulda Jónsdóttir Skoðun Hlustum á náttúruna Svandís Svavarsdóttir Skoðun Skjólveggur af körlum og ungum mönnum Ólafur Elínarson Skoðun Tæknin hjálpar lesblindum Guðmundur S. Johnsen Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir Skoðun Framtíðin er rafmögnuð Jóhanna Hlín Auðunsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Komir þú á Grænlands grund Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Ólöglegir ópíóðar: Skaðaminnkandi þjónusta bráðnauðsynleg Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hlustum á náttúruna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Skattheimta sem markmið í sjálfu sér Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tæknin hjálpar lesblindum Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Tryggja þarf aðkomu sjómanna að fiskveiðiráðgjöfinni Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar Skoðun Skjólveggur af körlum og ungum mönnum Ólafur Elínarson skrifar Skoðun Menntamál eru ekki afgangsstærð Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun ‘Vók’ er djók Alexandra Briem skrifar Skoðun Er friður tálsýn eða verkefni? Inga Daníelsdóttir skrifar Skoðun Kattahald Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Framtíðin er rafmögnuð Jóhanna Hlín Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í blokkinni Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Ég hataði rafíþróttir! Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Því miður hefur lítið breyst Áslaug Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Versta sem Ísland gæti gert Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru græn svæði í útrýmingarhættu í Reykjavík? Sigrún Ásta Einarsdóttir skrifar Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar Skoðun „...ég lærði líka að nota gagnrýna hugsun“ Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Risastór niðurskurður ríkistjórnarinnar er áfall fyrir foreldra og börn í landinu Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Látið okkur í friði Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Gefðu fimmu! Ágúst Arnar Þráinsson skrifar Skoðun Allar hendur á dekk! Oddný G. Harðardóttir skrifar Skoðun Engin sátt án sannmælis Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Að finna rétt veiðigjald... Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Hvað viltu að samskiptin á vinnustaðnum kosti? Carmen Maja Valencia skrifar Skoðun Stórt inngrip í rekstur íþróttafélaga! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Sjá meira
„Ef þú dæmir físk einungis eftir hæfni hans að klifra tré, þá mun hann alla ævi halda að hann sé heimskur.“ Fyrirsögnin á þessari grein er spurning sem svarar sér sjálf: Já, menntun er mikilvæg - og já, ég veit hvernig „menntun“ er skrifað. En spurningin er kannski frekar: Hvernig er mikilvægið mælt? Nýafstöðnu PISA prófin (sem allir eru líklega fullsaddir á að ræða) sýna okkur margar áhugaverðar niðurstöður, bæði góðar og slæmar. Og þá auðvitað í samanburði við aðrar þjóðir, því til þess er mælingarleikurinn gerður. Þær jákvæðustu eru hversu vel líðan nemenda okkar mælist. En á móti koma sláandi niðurstöður um læsi þeirra. Finnar skora lang hæst Norðurlandanna, sem er ansi magnað þar sem þeir hafa farið algerlega á móti algengum „reddingum“ þegar kemur að skólastarfi: Þar eru engar samræmdar námsskrár og engin samræmd próf. Í raun eru próf þar í algeru lágmarki. Hefði ég þreytt PISA próf þegar ég var unglingur væri ég án efa í hópi þeirra sem teljast ekki geta lesið sér til gagns. Og ekki bara vegna þess að ég var reglulega á fylllerí með þeim 40% unglinga sem sem drukku á þessum tíma. Í dag er þessi prósenta unglingadrykkju komin niður í 3%, en lestrarvandinn er sá sami. Og í dag á ég sjálfur dreng á 13. aldursári sem er í mikilli hættu á að vera hluti af þeim þriðjungi drengja okkar sem teljast ekki geta lesið sér til gagns. En hann getur lesið sér til gamans. Eins og ugla á koffíntrippi spænir hann í sig þær bækur sem hann sjálfur hefur áhuga á. Áhugi er einmitt lykilorðið hérna, því ekki eru þetta metnaðar- og áhugalaus börn. Þvert á móti þá er þau uppfull af áhuga, ástríðu og krafti, sem því miður spanderast of mikið utan skólastofunnar á alla þá menningu og ómenningu sem flæðir inn í landið í gegnum sæstrengi og gervihnetti. Þó að foreldrar hafi oft réttmætar áhyggjur af skjátíma barna sinna, þá hafa börn sjaldan eða aldrei komist í jafn mikla snertingu við texta og fræðsluefni og einmitt sú kynslóð sem er að alast upp núna, enda flæðir þetta fyrir augum þeirra alla daga eins og tölvukóðar úr The Matrix. Þetta er hópur sem er svo sólgin í menningu að þau halda sér heima öll kvöld og neyta hennar í stað þess að drekka vín og reykja sígarettur eins og mín kynslóð gerði. Ég þori næstum því að hengja mig upp á það að ef þeir nemendur sem teljast ekki geta lesið sér til gagns samkvæmt PISA prófunum myndu þreyta prófin á ensku, þá flygu þeir í gegn! Eitt það sterkasta í Finnska menntakerfinu er sú jákvæða mynd sem menntun hefur og kennaranám er vinsælasta nám ungs fólk þar. Jafnvel vinsælla en læknis- og lögfræðinám. Þetta er ekki bara vegna þess að kennaranám þeirra er í heimsklassa og að þeir borga mannsæmandi laun, heldur hafa kennarar þar frelsi til að hafa áhrif á eigin námsefni og prófanir. Og það er svo mikilvægt, því kennarar hefja starf sitt í þeirri von að miðla þekkingu og ástríðu. Og í Finnlandi hafa þeir frelsið til að gera það. Sveigjanleiki, frelsi og fjölbreytni eru þau lykilorð sem ég set alla mína trú á. Kennarar þurfa sveigjanleika vegna þess að hver nemandi er einstakur og það gildir ekki sama fyrir alla. Sveigjanleiki til að koma til móts við þá sem dragast aftur úr, jafn og við þá sem taka fram úr. Ef kennarar eiga ekkert í eigin kennsluefni og kennsluaðferðum þá hverfur sú ástríða fyrir starfinu sem er þeim svo nauðsynleg til að þess einmitt að vekja áhuga hjá nemendunum. Eins ættu nemendur að eiga í námsefni sínu sjálfir, því annars þykir þeim efnið einfaldlega ekki koma sér við. Þetta eru Finnar með á hreinu. Þú æfir ekki upp keppnislið til þess eins að sigra medalíu bara á vissum mótum. Ekkert frekar en þú kennir nemendum til þess eins að standa sig vel í vissum prófum. En ef þú leggur réttan grunn að menntuninni og hvetur nemendur til þáttöku með metnaði og ástríðu, þá munu próf þeirra líka koma vel út, því innistæðan er fyrir hendi. Menntun er ekki keppnisíþrótt. Mikilvægi þess að kunna að skrifa orð eins og menntun rétt felst ekki í því að koma vel út í samanburði við aðra. Mikilvægin snýr að nemendunum sjálfum, því hún er grunnurinn af því að þeir geti gert það sem vilja við líf sitt: Það sem þeir hafa áhuga á að gera. Og það er mikilvægt.„Ef börn geta ekki lært eins og við kennum ættum við ef til vill frekar að kenna eins og þau læra.“
Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun
Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar
Skoðun Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar
Skoðun Risastór niðurskurður ríkistjórnarinnar er áfall fyrir foreldra og börn í landinu Sigurður Sigurðsson skrifar
Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun