Opið bréf til Ármanns Kr. Ólafssonar, bæjarstjóra í Kópavogi Fjóla Þorvaldsdóttir skrifar 25. apríl 2014 15:00 Kæri Ármann Ég gladdist mjög þegar ég las grein þína í nýútkomnu málgagni flokks þíns Vogar. Þú segir þar m.a. „Á vegum bæjarins er nú verið að vinna tillögur sem hafa það að markmiði að fjölga fagmenntuðu fólki í leikskólum bæjarins. Það verður ekki gert nema með því að bæta starfsumhverfi á leikskólunum. Við munum því næsta kjörtímabil tryggja það að kjör á leikskólum í Kópavogi standist allan samanburð við önnur sveitafélög og auka svigrúm til faglegs undirbúnings og eftirfylgni í leikskólunum. Markmið til lengri tíma er að fjölga leikskólakennurum.“ Mig langar bara til þess að minna þig á að ef þú í alvöru hefur þessi markmið þá eru samningar leikskólakennara lausir frá 30. apríl nk. svo nú er lag að vinna markvisst að því að bæta laun og starfskjör leikskólakennara. Þú segist ætla að leggja þitt á vogarskálarnar til þess að gera starf leikskólakennara eftirsóknarvert svo verð ég ekki bara að treysta því að þú sem bæjarstjóri næststærsta sveitarfélagsins í landinu ýtir duglega við samninganefnd sveitarfélaganna. Leik- og grunnskólar í Kópavogi eru góðir skólar, það sýna niðurstöður kannanna vel. Flokkur þinn hefur það að markmiði að tryggja skólunum góða umgjörð, það er vel, en að mínu mati liggja gæði skólastarfsins ekki hvað síst í vel menntuðum kennurum. Kennurum sem eru sérfræðingar á sínu sviði og eiga að fá laun í samræmi við menntun sína. Þessa dagana eru grunnskólakennarar að greiða atkvæði um tímabundna vinnustöðvun til þess að leggja áherslu á launaleiðréttingar sínar. Ég trúi því varla að flokkur þinn með þessi góðu markmið ætli að láta það viðgangast að grunnskólakennarar þurfi að beita verkfallsvopni sínu til þess að fá sanngjarnar leiðréttingar á kjörum sínum. Já, nei það þýðir ekkert að segja íbúum Kópavogs það að börnin þeirra þurfi að vera án menntunnar í einhverja daga í maí vegna þess að samningsumboðið er hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga. Kópavogsbær á sýna fulltrúa í stjórn sambandsins og því í góðri aðstöðu. Þú vitnar í grein þinni í Vogum í margumtalaða Pisa rannsókn og hefur því kynnt þér hana vel. Þú veist því að kennarar hér á landi eru með lægstu laun í Evrópu og í engu samræmi við menntunarkröfur þær sem gerðar eru til starfsins. Innlendar launakannanir sýna einnig að kennarar eru hálfdrættingar í launum miðað við sérfræðinga á almennum vinnumarkaði. Það eru því öll rök sem styðja við það að hækka þurfi kennara verulega í launum. Það er mikið fagnaðarefni að framhaldsskólakennarar hafa samþykkt gerðan kjarasamning. Ég vona að þú Ármann sért sammála mér um það að það á ekki að borga kennurum minni laun fyrir að kenna minna fólki. Nám og kennsla er jafn dýrmæt á hvaða skólastigi sem hún er. Með sumarkveðju, Fjóla Þorvaldsdóttir, sérkennslustjóri í Kópavogi og varaformaður Félags leikskólakennara Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2016 Skoðun Mest lesið Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Viðreisn vill evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ég vil breytingar Kristín Soffía Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Traust verður að endurspeglast í framkvæmd Sandra B. Franks skrifar Skoðun Það er leikur að læra fyrir suma Aðalheiður M. Steindórsdóttir skrifar Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Ég vil breytingar Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn vill evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki í frístundastarfi Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Niðurrif er fljótlegra en uppbygging Gunnþóra Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh skrifar Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson skrifar Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason skrifar Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Sjá meira
Kæri Ármann Ég gladdist mjög þegar ég las grein þína í nýútkomnu málgagni flokks þíns Vogar. Þú segir þar m.a. „Á vegum bæjarins er nú verið að vinna tillögur sem hafa það að markmiði að fjölga fagmenntuðu fólki í leikskólum bæjarins. Það verður ekki gert nema með því að bæta starfsumhverfi á leikskólunum. Við munum því næsta kjörtímabil tryggja það að kjör á leikskólum í Kópavogi standist allan samanburð við önnur sveitafélög og auka svigrúm til faglegs undirbúnings og eftirfylgni í leikskólunum. Markmið til lengri tíma er að fjölga leikskólakennurum.“ Mig langar bara til þess að minna þig á að ef þú í alvöru hefur þessi markmið þá eru samningar leikskólakennara lausir frá 30. apríl nk. svo nú er lag að vinna markvisst að því að bæta laun og starfskjör leikskólakennara. Þú segist ætla að leggja þitt á vogarskálarnar til þess að gera starf leikskólakennara eftirsóknarvert svo verð ég ekki bara að treysta því að þú sem bæjarstjóri næststærsta sveitarfélagsins í landinu ýtir duglega við samninganefnd sveitarfélaganna. Leik- og grunnskólar í Kópavogi eru góðir skólar, það sýna niðurstöður kannanna vel. Flokkur þinn hefur það að markmiði að tryggja skólunum góða umgjörð, það er vel, en að mínu mati liggja gæði skólastarfsins ekki hvað síst í vel menntuðum kennurum. Kennurum sem eru sérfræðingar á sínu sviði og eiga að fá laun í samræmi við menntun sína. Þessa dagana eru grunnskólakennarar að greiða atkvæði um tímabundna vinnustöðvun til þess að leggja áherslu á launaleiðréttingar sínar. Ég trúi því varla að flokkur þinn með þessi góðu markmið ætli að láta það viðgangast að grunnskólakennarar þurfi að beita verkfallsvopni sínu til þess að fá sanngjarnar leiðréttingar á kjörum sínum. Já, nei það þýðir ekkert að segja íbúum Kópavogs það að börnin þeirra þurfi að vera án menntunnar í einhverja daga í maí vegna þess að samningsumboðið er hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga. Kópavogsbær á sýna fulltrúa í stjórn sambandsins og því í góðri aðstöðu. Þú vitnar í grein þinni í Vogum í margumtalaða Pisa rannsókn og hefur því kynnt þér hana vel. Þú veist því að kennarar hér á landi eru með lægstu laun í Evrópu og í engu samræmi við menntunarkröfur þær sem gerðar eru til starfsins. Innlendar launakannanir sýna einnig að kennarar eru hálfdrættingar í launum miðað við sérfræðinga á almennum vinnumarkaði. Það eru því öll rök sem styðja við það að hækka þurfi kennara verulega í launum. Það er mikið fagnaðarefni að framhaldsskólakennarar hafa samþykkt gerðan kjarasamning. Ég vona að þú Ármann sért sammála mér um það að það á ekki að borga kennurum minni laun fyrir að kenna minna fólki. Nám og kennsla er jafn dýrmæt á hvaða skólastigi sem hún er. Með sumarkveðju, Fjóla Þorvaldsdóttir, sérkennslustjóri í Kópavogi og varaformaður Félags leikskólakennara
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar