Fótbolti

Kroos: Ég er búinn að ákveða mig

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Toni Kroos.
Toni Kroos. vísir/getty
Toni Kroos, leikmaður Bayern München og þýska landsliðsins í knattspyrnu, er búinn að ákveða með hvaða liði hann spilar á næstu leiktíð.

Hann neitar að segja hvert hann er að fara fyrr en heimsmeistarakeppninni er lokið, en hann hefur verið sterklega orðaður við félagaskipti til Real Madrid.

Greint hefur verið frá því að Real sé búið að kaupa miðjumanninn á 25 milljónir evra frá Bayern en ástæða kaupverðsins er sú að hann á aðeins eitt ár eftir af samningi sínum við Bæjara.

„Ég er búinn að ákveða mig en get ekkert sagt. Ég les hluti. Það er ekki erfitt að finna út úr þessu en það er þó ekkert klappað og klárt,“ segir Kroos við TZ München.

„Ég vil fyrst klára HM og síðan vita allir hvert ég fer. Ég mun segja það sjálfur en þangað til segi ég ekki neitt. Það er aðeins ein vika eftir af HM og eftir það fá allir að vita hvert ég fer,“ segir Toni Kroos.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×