Fótbolti

Guardiola: Ég verð að vinna titla

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Pep Guardiola tók við sem þjálfari Bayern München fyrir síðasta tímabil.
Pep Guardiola tók við sem þjálfari Bayern München fyrir síðasta tímabil. Vísir/Getty
Þrátt fyrir að hafa unnið fjóra titla á sínu fyrsta tímabili sem þjálfari Bayern München segir Pep Gourdiola að hann verði að halda áfram að skila titlum í hús til að halda starfinu.

„Ef ég vinn ekki titla verður annar þjálfari líklega fenginn í minn stað,“ sagði Spánverjinn samkvæmt heimildum Sport1.de.

„Ég er hér til að gera mitt allra besta, eins og ég gerði hjá Barcelona,“ sagði Guardiola, en sex lærisveinar hans hjá Bayern urðu heimsmeistarar í sumar með Þýskalandi. Þjálfarinn segir að þrátt fyrir það séu leikmennirnir ekki mettir af árangri síðustu ára.

„Ég er mjög ánægður fyrir þeirra hönd. Það er mikil viðurkenning fyrir Bayern að sex leikmenn liðsins hafi átt þátt í að tryggja Þjóðverjum heimsmeistaratitilinn.“

Guardiola og lærisveinar hans geta bætt enn einum titlinum í hús þann 13. ágúst þegar Bayern mætir Borussia Dortmund í leik um Þýska ofurbikarinn. Níu dögum síðar mætast liðin svo aftur í fyrsta leik þýsku úrvalsdeildarinnar.


Tengdar fréttir

Bayern orðið Þýskalandsmeistari

Þó svo það sé aðeins mars þá er tímabilinu lokið í Þýskalandi. Bayern München gerði sér lítið fyrir og tryggði sér Þýskalandsmeistaratitilinn í kvöld.

Mandzukic genginn í raðir Atletico Madrid

Króatíski framherjinn skrifaði undir fjögurra ára samning en talið er að spænska félagið greiði tæplega átján milljónir punda fyrir þjónustu hans.

Matthäus gagnrýnir Guardiola

Hart hefur verið sótt að Pep Guardiola, þjálfara Bayern München, eftir 4-0 tap Þýskalandsmeistaranna fyrir Real Madrid í undanúrslitunum Meistaradeildar Evrópu á þriðjudaginn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×