Fótbolti

Schweinsteiger tekur við fyrirliðabandinu hjá Þjóðverjum

Schweinsteiger með HM-bikarinn.
Schweinsteiger með HM-bikarinn. vísir/getty
Joachim Löw, landsliðsþjálfari Þýskalands, er búinn að útnefna nýjan fyrirliða þar sem Philipp Lahm er hættur að spila með þýska landsliðinu.

Hinn reyndi miðjumaður, Bastian Schweinsteiger, hefur tekið við bandinu af Lahm.

"Bastian er mikill leiðtogi og hefur alltaf tekið sína ábyrgð í landsliðinu alvarlega. Bæði innan sem utan vallar," sagði Löw.

"Ég hef mikla trú á honum og það gera aðrir starfsmenn liðsins. Hann sameinar hópinn. Schweinsteiger er alltaf til staðar þegar við þurfum á honum að halda. Hann verður frábær fyrirliði."

Fyrirliðinn er orðinn þrítugur og hefur leikið yfir 100 landsleiki en hann spilaði sinn fyrsta landsleik fyrir tíu árum síðan.

Hann missir af vináttulandsleiknum gegn Argentínu vegna meiðsla og Manuel Neuer mun leysa hann af sem fyrirliði í þeim leik.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×