Mengun á Austfjörðum: Fólk þarf að vera meðvitað Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 11. september 2014 12:26 Vísir/Egill Styrkur brennisteinstvíildis á Reyðarfirði er um tíu sinnum lægri í dag en hann var í hádeginu í gær. Fólk á Austfjörðum þarf þó áfram að vera meðvitað um mengun í lofti og vera tilbúið að koma sér úr aðstæðum finni það fyrir einkennum. Þetta segir Guðfinnur Sigurvinsson upplýsingafulltrúi Umhverfisstofnunar.Börnum var ráðlagt að halda sig innandyra á Austfjörðum í gær og sömuleiðis þeir sem ekki ganga fullkomlega heilir til skógar. Þá var fólki ráðlagt frá því að stunda líkamsrækt utandyra. Magn SO2 í lofti mældist 2600 µg/m3 á Reyðarfirði í gær en í morgun var magnið um 250 µg/m3. Styrkur í hreinu andrúmslofti er áætlaður u.þ.b. 1 µg/m3 Guðfinnur, sem sat fund með sérfræðingum Umhverfisstofnunar í morgun, segir mengun enn til staðar og fólk þurfi að vera meðvitað um hana. Magn SO2 á Egilsstöðum mældist 155 µg/m3 í morgun. Guðfinnur leggur áherslu á að þótt mælt gildi í gær hafi verið á Reyðarfirði þá nái ráðleggingar Umhverfisstofnunar til nærliggjandi svæða líka. Það sé einfaldlega þannig að mælirinn sé á Reyðarfirði og þaðan komi því upplýsingarnar um mengun. Nú sé hins vegar einnig mælir á Egilsstöðum sem hjálpi til. „Verið er að vinna í því að flytja mæli frá Mývatni til Akureyrar og svo er í skoðun að fá fleiri færanlega mæla til að geta tekið stöðuna á fleiri stöðum,“ segir Guðfinnur.Hraunið rennur í Jökulsá á Fjöllum.Vísir/Egill AðalsteinssonSvara spurningum landsmanna Til stendur að opna undirsíðu á vef Umhverfisstofnunar í dag þar sem almenningi gefst kostur á að fá svör við spurningum sem upp koma í tengslum við mengunina. „Við verðum vör við að fólk hafi samband með alls kyns spurningar sem við getum ekki svarað í gegnum tilkynningar frá Almannavörnum,“ segir Guðfinnur. Á nýju síðunni verða allar helstu upplýsingar um hvernig eigi að bregðast við, hver einkenni séu og fleira í þeim dúrnum. Þá verði þar liðurinn spurt og svarað þar sem algengar spurningar landsmanna verða teknar saman. Reiknað er með því að opna undirsíðuna síðar í dag en þangað til er landsmönnum bent á að spyrja spurninga á Fésbókarsíðu Umhverfisstofnunar. Þá er hægt að senda póst á gos@ust.is. Bárðarbunga Tengdar fréttir Bráð lífshætta stafar af gasinu í kringum eldstöðina Á fundi vísindamannaráðs í morgun kom fram að ekkert dragi úr gosinu í Holuhrauni. 11. september 2014 12:16 Sagan geymir afar öflug þeytigos Sig Bárðarbunguöskjunnar um rúmlega 20 metra á stuttum tíma, og fjöldi stórra jarðskjálfta, veldur jarðvísindamönnum miklum áhyggjum. Það er ekki að ástæðulausu segir Ari Trausti Guðmundsson jarðeðlisfræðingur sem þekkir sögu eldstöðvakerfisins út í hörgul. 11. september 2014 09:36 Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Fleiri fréttir Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Sjá meira
Styrkur brennisteinstvíildis á Reyðarfirði er um tíu sinnum lægri í dag en hann var í hádeginu í gær. Fólk á Austfjörðum þarf þó áfram að vera meðvitað um mengun í lofti og vera tilbúið að koma sér úr aðstæðum finni það fyrir einkennum. Þetta segir Guðfinnur Sigurvinsson upplýsingafulltrúi Umhverfisstofnunar.Börnum var ráðlagt að halda sig innandyra á Austfjörðum í gær og sömuleiðis þeir sem ekki ganga fullkomlega heilir til skógar. Þá var fólki ráðlagt frá því að stunda líkamsrækt utandyra. Magn SO2 í lofti mældist 2600 µg/m3 á Reyðarfirði í gær en í morgun var magnið um 250 µg/m3. Styrkur í hreinu andrúmslofti er áætlaður u.þ.b. 1 µg/m3 Guðfinnur, sem sat fund með sérfræðingum Umhverfisstofnunar í morgun, segir mengun enn til staðar og fólk þurfi að vera meðvitað um hana. Magn SO2 á Egilsstöðum mældist 155 µg/m3 í morgun. Guðfinnur leggur áherslu á að þótt mælt gildi í gær hafi verið á Reyðarfirði þá nái ráðleggingar Umhverfisstofnunar til nærliggjandi svæða líka. Það sé einfaldlega þannig að mælirinn sé á Reyðarfirði og þaðan komi því upplýsingarnar um mengun. Nú sé hins vegar einnig mælir á Egilsstöðum sem hjálpi til. „Verið er að vinna í því að flytja mæli frá Mývatni til Akureyrar og svo er í skoðun að fá fleiri færanlega mæla til að geta tekið stöðuna á fleiri stöðum,“ segir Guðfinnur.Hraunið rennur í Jökulsá á Fjöllum.Vísir/Egill AðalsteinssonSvara spurningum landsmanna Til stendur að opna undirsíðu á vef Umhverfisstofnunar í dag þar sem almenningi gefst kostur á að fá svör við spurningum sem upp koma í tengslum við mengunina. „Við verðum vör við að fólk hafi samband með alls kyns spurningar sem við getum ekki svarað í gegnum tilkynningar frá Almannavörnum,“ segir Guðfinnur. Á nýju síðunni verða allar helstu upplýsingar um hvernig eigi að bregðast við, hver einkenni séu og fleira í þeim dúrnum. Þá verði þar liðurinn spurt og svarað þar sem algengar spurningar landsmanna verða teknar saman. Reiknað er með því að opna undirsíðuna síðar í dag en þangað til er landsmönnum bent á að spyrja spurninga á Fésbókarsíðu Umhverfisstofnunar. Þá er hægt að senda póst á gos@ust.is.
Bárðarbunga Tengdar fréttir Bráð lífshætta stafar af gasinu í kringum eldstöðina Á fundi vísindamannaráðs í morgun kom fram að ekkert dragi úr gosinu í Holuhrauni. 11. september 2014 12:16 Sagan geymir afar öflug þeytigos Sig Bárðarbunguöskjunnar um rúmlega 20 metra á stuttum tíma, og fjöldi stórra jarðskjálfta, veldur jarðvísindamönnum miklum áhyggjum. Það er ekki að ástæðulausu segir Ari Trausti Guðmundsson jarðeðlisfræðingur sem þekkir sögu eldstöðvakerfisins út í hörgul. 11. september 2014 09:36 Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Fleiri fréttir Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Sjá meira
Bráð lífshætta stafar af gasinu í kringum eldstöðina Á fundi vísindamannaráðs í morgun kom fram að ekkert dragi úr gosinu í Holuhrauni. 11. september 2014 12:16
Sagan geymir afar öflug þeytigos Sig Bárðarbunguöskjunnar um rúmlega 20 metra á stuttum tíma, og fjöldi stórra jarðskjálfta, veldur jarðvísindamönnum miklum áhyggjum. Það er ekki að ástæðulausu segir Ari Trausti Guðmundsson jarðeðlisfræðingur sem þekkir sögu eldstöðvakerfisins út í hörgul. 11. september 2014 09:36