Argentínskir spekingar: Við höfum séð það besta frá Messi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. september 2014 11:30 Lionel Messi. Vísir/Getty Lionel Messi skoraði um síðustu helgi sitt 400. mark á atvinnumannaferlinum og þessi tala ætti að hækka verulega enda er argentínski knattspyrnusnillingurinn aðeins 27 ára gamall. Argentínskir knattspyrnuspekingar eru þó margir á því að Messi hafi þegar náð toppi ferilsins en enska blaðið FourFourTwo leitaði til manna sem hafa fylgst vel með Messi í gegnum tíðina. „Ég tel að við höfum séð það besta frá Messi. Árin taka toll af okkur öllum og við sjáum Messi ekki á ofurhraða aftur. Hann hefur þegar spilað hundruð leikja á stóra sviðinu. Ég sé fyrir mér að Messi verði fljótlega meira að skapa fyrir aðra en að skora sjálfur," sagði Hernan Claus sem skrifar um argentínska landsliðið fyrir argentínska blaðið Olè. „Oftast gleymum við því að Messi er manneskja. Við búumst alltaf við því að hann geri hið ómögulega. Það sættir sig enginn við það að hann eigi lélega leiki og þegar það gerist þá tala fjölmiðlarnir um krísuástand. Við njótum þess að sjá hann spila en Messi er nú bara leikmaður sem skorar „bara“ 25 mörk á tímabili," sagði Federico Bassahun, ritstjóri hjá Don Julio tímaritinu.„Við munum aldrei sjá aftur Messi frá 2012. Zidane var ekki alltaf bestur í heimi og það var eins með þá Cruyff og Maradona. Í langan tíma var Messi bestur á vellinum í hverjum leik. Hann hefur barist svo hart við Cristiano Ronaldo og það er farið að taka sinn toll á skrokknum hans. Þrátt fyrir að hann sé bara um 70 prósent af gamla Messi þá er hann engu að síður frábær leikmaður," sagði Fernando Polo, blaðamaður á El Mundo Deportivo. Lionel Messi er með 5 mörk og 7 stoðsendingar í 6 fyrstu leikjum sínum í spænsku úrvalsdeildinni og lagði upp sigurmark Barcelona-liðsins í fyrsta Meistaradeildarleiknum. Messi verður í sviðsljósinu í kvöld þegar Barcelona heimsækir Paris Saint Germain í Meistaradeildinni en leikurinn verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og Stöð 2 Sport HD frá klukkan 18.45 í kvöld en á undan verður farið yfir leiki kvöldsins í upphitunarþætti Meistaradeildarinnar. Meistaradeild Evrópu Spænski boltinn Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Í beinni: Afturelding - Valur | Mosfellingar ætla að jafna Handbolti Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Í beinni: Man. City - Aston Villa | Mikilvægur leikur í Meistaradeildarbaráttunni Enski boltinn Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Körfubolti Leik lokið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi Íslenski boltinn Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Enski boltinn Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Íslenski boltinn Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Man. City - Aston Villa | Mikilvægur leikur í Meistaradeildarbaráttunni United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Sjá meira
Lionel Messi skoraði um síðustu helgi sitt 400. mark á atvinnumannaferlinum og þessi tala ætti að hækka verulega enda er argentínski knattspyrnusnillingurinn aðeins 27 ára gamall. Argentínskir knattspyrnuspekingar eru þó margir á því að Messi hafi þegar náð toppi ferilsins en enska blaðið FourFourTwo leitaði til manna sem hafa fylgst vel með Messi í gegnum tíðina. „Ég tel að við höfum séð það besta frá Messi. Árin taka toll af okkur öllum og við sjáum Messi ekki á ofurhraða aftur. Hann hefur þegar spilað hundruð leikja á stóra sviðinu. Ég sé fyrir mér að Messi verði fljótlega meira að skapa fyrir aðra en að skora sjálfur," sagði Hernan Claus sem skrifar um argentínska landsliðið fyrir argentínska blaðið Olè. „Oftast gleymum við því að Messi er manneskja. Við búumst alltaf við því að hann geri hið ómögulega. Það sættir sig enginn við það að hann eigi lélega leiki og þegar það gerist þá tala fjölmiðlarnir um krísuástand. Við njótum þess að sjá hann spila en Messi er nú bara leikmaður sem skorar „bara“ 25 mörk á tímabili," sagði Federico Bassahun, ritstjóri hjá Don Julio tímaritinu.„Við munum aldrei sjá aftur Messi frá 2012. Zidane var ekki alltaf bestur í heimi og það var eins með þá Cruyff og Maradona. Í langan tíma var Messi bestur á vellinum í hverjum leik. Hann hefur barist svo hart við Cristiano Ronaldo og það er farið að taka sinn toll á skrokknum hans. Þrátt fyrir að hann sé bara um 70 prósent af gamla Messi þá er hann engu að síður frábær leikmaður," sagði Fernando Polo, blaðamaður á El Mundo Deportivo. Lionel Messi er með 5 mörk og 7 stoðsendingar í 6 fyrstu leikjum sínum í spænsku úrvalsdeildinni og lagði upp sigurmark Barcelona-liðsins í fyrsta Meistaradeildarleiknum. Messi verður í sviðsljósinu í kvöld þegar Barcelona heimsækir Paris Saint Germain í Meistaradeildinni en leikurinn verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og Stöð 2 Sport HD frá klukkan 18.45 í kvöld en á undan verður farið yfir leiki kvöldsins í upphitunarþætti Meistaradeildarinnar.
Meistaradeild Evrópu Spænski boltinn Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Í beinni: Afturelding - Valur | Mosfellingar ætla að jafna Handbolti Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Í beinni: Man. City - Aston Villa | Mikilvægur leikur í Meistaradeildarbaráttunni Enski boltinn Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Körfubolti Leik lokið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi Íslenski boltinn Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Enski boltinn Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Íslenski boltinn Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Man. City - Aston Villa | Mikilvægur leikur í Meistaradeildarbaráttunni United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Sjá meira