Hlutabréf í GoPro lækkuðu vegna tengsla vélar við slys Schumacher Atli Ísleifsson skrifar 15. október 2014 14:18 Michael Schumacher slasaðist lífshættulega í skíðaslysi í frönsku Ölpunum í desember síðastliðinn. Vísir/AFP Hlutabréf í GoPro, framleiðenda myndavélanna vinsælu, lækkuðu mikið á mánudaginn eftir að franskur blaðamaður sagði myndavél sem Michael Schumacher var með á höfðinu þegar hann slasaðist, hafi stuðlað að auknum meiðslum þýska ökuþórsins. Bréfin féllu um allt að sextán prósent á hlutabréfamarkaðnum í New York eftir að Jean-Louis Moncet sagði myndavélina hafa verið hluta vandamálsins og aukið á höfuðmeiðsl Schumacher. „Vandamál Michaels var ekki áreksturinn, heldur höggið af völdum GoPro myndavélarinnar sem hann var með á hjálminum og olli áverka á heila,“ sagði Moncet í útvarpsviðtali við Europe 1 um helgina. Jeff Brown, talsmaður GoPro, segir fyrirtækið nú skoða málið og safna upplýsingum áður en yfirlýsing um málið verði gefin út. Schumacher, sem varð sjö sinnum heimsmeistari í Formúlu 1, slasaðist lífshættulega í skíðaslysi í frönsku Ölpunum í desember síðastliðinn. Hann vaknaði úr dái í júní en fékk að halda aftur heim í síðasta mánuði. Skíðaslys Michael Schumacher Mest lesið Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Viðskipti innlent Gjörbreyttar kröfur og vinna ekki lengur aðeins til að hafa í sig og á Atvinnulíf Laun og barnabætur berast seint Viðskipti innlent Norðlensk framleiðsla sem er að slá í gegn á Íslandi Samstarf „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Viðskipti innlent Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Viðskipti innlent Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Viðskipti innlent Snaps teygir anga sína út á Hlemm Viðskipti innlent Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Viðskipti innlent Hrun í makríl og kolmunna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira
Hlutabréf í GoPro, framleiðenda myndavélanna vinsælu, lækkuðu mikið á mánudaginn eftir að franskur blaðamaður sagði myndavél sem Michael Schumacher var með á höfðinu þegar hann slasaðist, hafi stuðlað að auknum meiðslum þýska ökuþórsins. Bréfin féllu um allt að sextán prósent á hlutabréfamarkaðnum í New York eftir að Jean-Louis Moncet sagði myndavélina hafa verið hluta vandamálsins og aukið á höfuðmeiðsl Schumacher. „Vandamál Michaels var ekki áreksturinn, heldur höggið af völdum GoPro myndavélarinnar sem hann var með á hjálminum og olli áverka á heila,“ sagði Moncet í útvarpsviðtali við Europe 1 um helgina. Jeff Brown, talsmaður GoPro, segir fyrirtækið nú skoða málið og safna upplýsingum áður en yfirlýsing um málið verði gefin út. Schumacher, sem varð sjö sinnum heimsmeistari í Formúlu 1, slasaðist lífshættulega í skíðaslysi í frönsku Ölpunum í desember síðastliðinn. Hann vaknaði úr dái í júní en fékk að halda aftur heim í síðasta mánuði.
Skíðaslys Michael Schumacher Mest lesið Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Viðskipti innlent Gjörbreyttar kröfur og vinna ekki lengur aðeins til að hafa í sig og á Atvinnulíf Laun og barnabætur berast seint Viðskipti innlent Norðlensk framleiðsla sem er að slá í gegn á Íslandi Samstarf „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Viðskipti innlent Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Viðskipti innlent Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Viðskipti innlent Snaps teygir anga sína út á Hlemm Viðskipti innlent Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Viðskipti innlent Hrun í makríl og kolmunna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira