Fótbolti

Santos: Ekki hægt að lýsa Ronaldo með orðum

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Ronaldo hefur farið hamförum í upphafi tímabils.
Ronaldo hefur farið hamförum í upphafi tímabils. Vísir/AFP
Fernando Santos, nýráðinn þjálfari portúgalska landsliðsins í fótbolta, var að vonum sáttur með Cristiano Ronaldo eftir að hann tryggði Portúgal sigur á Danmörku í undankeppni EM 2016 með marki á 5. mínútu uppbótartíma.

„Cristiano er Cristiano. Hann er sigurvegari og það er ekki hægt að lýsa honum með orðum,“ sagði Santos sem stýrði gríska landsliðinu á EM 2012 og HM 2014.

„Við vissum að Danir væru mjög sterkir. Ég held að þeir hafi séð leikinn gegn Frakklandi og ákveðið að breyta út af vananum, spila 4-4-2 í stað 4-3-3 til að reyna að stjórna leiknum.

„Ég þakka Guði fyrir að skyldum ná að vinna leikinn og vonandi verður þetta fyrsti sigurinn af mörgum. Við áttum þetta virkilega skilið - við vorum mjög góðir í fyrri hálfleik og skutum þá í stöngina,“ bætti Santos við, en Portúgalir sitja í þriðja sæti síns riðils, á eftir Danmörku og toppliði Albaníu.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×