Innlent

Vilja að ráðherra athugi hvort rukka megi aðgang að náttúruperlum

Aðalsteinn Kjartansson skrifar
Vísir / Samsett mynd
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, og Svandís Svavarsdóttur, þingkonu flokksins, vilja fela Bjarna Benediktssyni, fjármála- og efnahagsráðherra, að láta kanna réttarstöðu með tilliti til innheimtu aðgangseyris við náttúruvætti. Þær hafa lagt fram þingsályktunartillögu þess efnis.

Niðurstöður úr þessari könnun eiga að liggja fyrir í síðasta lagi 1. mars á næsta ári. Katrín og Svandís gera þá einnig ráð fyrir að þær verði kynntar fyrir almenningi. Þetta er í annað sinn sem tillaga af þessu tagi er lögð fram á þingi en þá kom hún ekki til umræðu.

Ástæða þess að þingkonurnar tvær leggja til þessa skoðun eru deilur um gjaldtöku landeiganda á vinsælum ferðamannastöðum. Má þar meðal annars nefna gjaldtöku við Kerið og Geysi.

„Veruleg óvissa ríkir um heimild landeigenda til gjaldtöku af ferðamönnum sem njóta náttúrunnar eins og ágreiningurinn um lögmæti innheimtu aðgangseyris að Geysi sýnir glöggt,“ segir í greinargerð með tillögunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×