Fótbolti

Sonur Gunnleifs fékk treyjuna hans Gylfa

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Mynd/Instagram
Sonur Gunnleifs Gunnleifssonar, landsliðsmarkvarðar og leikmanns Breiðabliks, fékk að eiga treyju Gylfa Þórs Sigurðssonar eftir leikinn gegn Hollandi í gær.

„Þetta er hamingjusamasta barn í heimi,“ skrifaði mamma hans, Hildur Einarsdóttir, á Instagram-síðuna sína með meðfylgjandi mynd.

Gylfi Þór skoraði bæði mörkin í 2-0 sigri Íslands á Hollandi á Laugardalsvelli í gær en óhætt er að segja að sigurinn sé einn sá merkasti í sögu knattspyrnunnar hér á landi.

Það skyldi því engan undra að hinn ungi Gunnleifur Orri sé jafn glaður og hann virðist vera á myndinni.

Loading

Þetta er hamingjusamasta barn í heimi en hann fékk að eiga treyjuna hans Gylfa eftir leikinn ☺️Takk Gylfi og Takk Ísland !!!!!!

View on Instagram


Tengdar fréttir

Gylfi skellti í sig töflum eftir leikinn

"Það er aldrei slæmt að taka þrjú eða sex stig á móti honum,“ sagði Gylfi Þór Sigurðsson, öðru nafni martröð Robin van Persie.

Ísland vann stórbrotinn sigur á Hollandi

Gylfi Þór Sigurðsson skoraði bæði mörkin í stórglæsilegum 2-0 sigri á stjörnum prýddu liði Hollands. Ísland er með fullt hús stiga að loknum þremur umferðum.

„Gylfi er í heimsklassa“

Landsliðsþjálfarinn Lars Lagerbäck sagði íslenska miðjumanninn einn þann besta sem hann hafi séð.

Strákarnir okkar upp fyrir Dani og Svía

Ísland skilja Dani, Svía, Rússa, Rúmeníu, Skota, Wales, Gana og Serba eftir í rykinu þegar næsti styrkleikalisti FIFA verður birtur.

Gylfi markahæstur í undankeppninni

Gylfi Þór Sigurðsson hefur skorað fjögur mörk í þremur fyrstu leikjum Íslands í undankeppni EM 2016 og er nú markahæsti leikmaður undankeppninnar ásamt tveimur öðrum leikmönnum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×