Íslenski boltinn

Arnþór Ari fer í KR eða Breiðablik

Tómas Þór Þórðarson skrifar
vísir/daníel
Arnþór Ari Atlason, sem rifti samningi sínum við Fram eftir að liðið féll úr Pepsi-deildinni í sumar, er búinn að hafna samningstilboði frá FH.

Þetta kemur fram á fótbolti.net, en þar segir Arnþór Ari að hann fari annað hvort í KR eða Breiðablik.

„Ég er að bíða eftir að fá tilboð frá báðum félögunum. Þegar það kemur þá ætti ég að vera tilbúinn að taka ákvörðun,“ segir hann.

Arnþór Ari spilaði undir stjórn Bjarna Guðjónssonar hjá Fram í sumar, en hann verður líklega kynntur sem þjálfari KR á morgun..

Bjarni hafði samband við Arnþór Ara fyrir nokkru síðan, eins og Vísir greindi frá.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×