Zuckerberg heillaði Kínverja með tungumálakunnáttu Samúel Karl Ólason skrifar 23. október 2014 11:25 Vísir/AFP Mark Zuckerberg, stofnandi og framkvæmdastjóri Facebook, heillaði kínverska áhorfendur þegar hann talaði kínversku á hálftímalöngum fundi í Peking í gær. Enn sem komið er eru samfélagsmiðlarnir Facebook og Instagram bannaðir í Kína, en fyrirtækið vinnur nú ötullega að því að fá aðgang að þessari fjölmennu þjóð. Þegar Zuckerberg var spurður út í áætlanir Facebook í Kína, sagðist hann vilja tengja kínversku þjóðina við umheiminn, með Facebook. Á vefnum Cnet.com segir að með þessu sé Zuckerberg að gera það ljóst að hann sé tilbúinn að vinna með yfirvöldum í Kína. Hann var einnig spurður út í af hverju hann væri að læra kínversku og fyrir því gaf hann þrjár ástæður. Eiginkona hans og fjölskylda hennar eru kínversk og þau tala kínversku sín á milli. Þá talar ömma konu hans eingöngu kínversku. Hann sagði að það að læra tungumálið hjálpaði honum að kynna sér menningu kína. Þriðja ástæðan er að kínverska er erfitt tungumál að læra og hann hefur gaman af áskorunum. Post by Mark Zuckerberg. Mest lesið Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Linda tekur við sem framkvæmdastjóri fjármálasviðs Alvotech Atvinnulíf Ellefu fyrirtæki til skoðunar vegna bílastæðagjalda Neytendur Fyrsta flýtiverkið boðið út og skal lokið á fimm mánuðum Viðskipti innlent Kaffi heldur áfram að hækka í verði Neytendur Fleiri bílastæðafyrirtæki til skoðunar hjá Neytendastofu Neytendur Fleiri fréttir Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Mark Zuckerberg, stofnandi og framkvæmdastjóri Facebook, heillaði kínverska áhorfendur þegar hann talaði kínversku á hálftímalöngum fundi í Peking í gær. Enn sem komið er eru samfélagsmiðlarnir Facebook og Instagram bannaðir í Kína, en fyrirtækið vinnur nú ötullega að því að fá aðgang að þessari fjölmennu þjóð. Þegar Zuckerberg var spurður út í áætlanir Facebook í Kína, sagðist hann vilja tengja kínversku þjóðina við umheiminn, með Facebook. Á vefnum Cnet.com segir að með þessu sé Zuckerberg að gera það ljóst að hann sé tilbúinn að vinna með yfirvöldum í Kína. Hann var einnig spurður út í af hverju hann væri að læra kínversku og fyrir því gaf hann þrjár ástæður. Eiginkona hans og fjölskylda hennar eru kínversk og þau tala kínversku sín á milli. Þá talar ömma konu hans eingöngu kínversku. Hann sagði að það að læra tungumálið hjálpaði honum að kynna sér menningu kína. Þriðja ástæðan er að kínverska er erfitt tungumál að læra og hann hefur gaman af áskorunum. Post by Mark Zuckerberg.
Mest lesið Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Linda tekur við sem framkvæmdastjóri fjármálasviðs Alvotech Atvinnulíf Ellefu fyrirtæki til skoðunar vegna bílastæðagjalda Neytendur Fyrsta flýtiverkið boðið út og skal lokið á fimm mánuðum Viðskipti innlent Kaffi heldur áfram að hækka í verði Neytendur Fleiri bílastæðafyrirtæki til skoðunar hjá Neytendastofu Neytendur Fleiri fréttir Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira