Daníel varð Íslandsmeistari með liðinu í sumar og verið á mála hjá félaginu alla sína tíð. Hann á að baki meira en 200 leiki í meistaraflokki og hefur skorað í þeim 10 mörk. Hann spilaði alla 22 leiki liðsins í sumar en Stjarnan tapaði ekki leik allt tímabilið.
Hann er 28 ára gamall en lék sinn fyrsta deildarleik í meistaraflokki sumarið 2004, er Stjarnan lék í 1. deild karla.
Það gleður okkur að tilkynna að Daníel Laxdal hefur skrifað undir til þriggja ára #InnMeðBoltann #fotbolti #skeidin pic.twitter.com/92PqH4vqWH
— Stjarnan FC (@FCStjarnan) November 6, 2014