Fótbolti

Allir tóku þátt í æfingunni í dag

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Emil að leika sér að Hollendingunum.
Emil að leika sér að Hollendingunum. vísir/valli
Allir leikmenn íslenska landsliðsins eru leikfærir fyrir leikinn gegn Tékklandi á sunnudag en allir tóku þátt í æfingu í hádeginu í dag.

Æfingin var sú síðasta í Brussel í Belgíu en landsliðshópurinn heldur yfir til Tékklands nú síðdegis. Fyrsta æfingin hér í Plzen verður svo tekin í fyrramálið en fulltrúar Vísis, sem komu yfir til Tékklans í morgun, verða vitanlega á staðnum.

Emil Hallfreðsson hefur ekki getað æft með landsliðinu af fullum krafti í vikunni vegna bakmeiðsla og hann kom ekkert við sögu er Ísland tapaði fyrir Belgíu, 3-1, í vináttulandsleik á miðvikudagskvöldið.

Sölvi Geir Ottesen hefur einnig verið að glíma við meiðsli í baki og þá er Kári Árnason með brotið bein í tá. Báðir hafa þó æft síðustu daga og verða leikfærir á sunnudag.

Leikurinn í Plzen verður á milli toppliðanna í A-riðli en bæði lið eru með fullt hús stiga eftir níu umferðir.


Tengdar fréttir

Þessir söngvar verða sungnir í stúkunni í Plzen

Ísland og Tékkland mætast í toppslag riðilsins í undankeppni EM á sunnudaginn kemur og það verður nóg af íslenskum stuðningsmönnum í stúkunni enda seldust upp 600 miðar sem KSÍ fékk á leikinn.

Miklu betri þegar það telur

Íslenska knattspyrnulandsliðið hefur náð sínum besta árangri í keppnisleikjum frá upphafi eftir að Lars Lagerbäck tók við en gengið í vináttulandsleikjunum er ekki nærri því eins gott. Nýta vináttuleikina vel.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×