Innlent

Bindur vonir við starfshóp um myglusvepp

Aðalsteinn Kjartansson skrifar
Elín er í sambandi við fólk sem berst nú við myglusvepp á heimili sínu.
Elín er í sambandi við fólk sem berst nú við myglusvepp á heimili sínu. Vísir / Daníel
Elín Hirst, þingkona Sjálfstæðisflokksins, vill vita hvernig vinnu starfshóps um myglusvepps miðar. Sigurður Ingi Jóhannson, umhverfis- og auðlindaráðherra, skipaði starfshópinn í voru. Elín segir stöðu þeirra fasteignaeigenda sem lenda í því að myglusveppur kemur upp í húsnæði þeirra ekki góða.

„Ég bind miklar vonir við þennan starfshóp,“ segir Elín sem er í sambandi við einstaklinga sem glýma við þennan skaðvald. Hún segir að staða þeirra sem þurfa að flytja út af heimilum sínum vegna myglusvepps vera erfiða. „Þetta er svarthol,“ segir hún og bendir á að fá úrræði séu til staðar fyrir þá sem ekki hafa efni á að láta hreinsa burt myglusveppinn.

Myglusveppur getur haft verulegar heilsufarslegar afleyðingar og eru til nokkur dæmi þess að fólk hafi ekki getað búið í húsum sínum eftir að myglusveppur hefur komið upp. Myglusveppur er þó alls ekki bundinn við heimili en greint hefur verið frá því að sveppur hafi komið upp í velferðarráðuneytinu og á Landspítalanum.

„Þetta hefur gasalegar afleiðingar á heilsufar,“ segir Elín sem segist hafa þá tilfinningu að meira sé um myglusvepp nú en fyrir fasteignabóluna þar sem íbúðir voru byggðar hratt og í sumum tilfellum ekki nógu vel. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×