Tugmilljarða óvæntur afgangur nýttur í skuldaniðurfærsluna Aðalsteinn Kjartansson skrifar 10. nóvember 2014 16:38 Útlit er fyrir fjörtíu milljarða króna afgang af rekstri ríkissjóðs á þessu ári. Það er um það bil fjörtíu sinnum meira en gert var ráð fyrir í fjárlögum ársins. Þessi afgangur verður nýttur í að greiða hraðar inn á skuldaniðurfærsluaðgerðir ríkisstjórnarinnar. „Það hafði verið áætlað að við værum svona um það bil með jöfnuð eða einn milljarð í afgang á þessu ári en það stefnir í að það og er samkvæmt fjáraukalagafrumvarpinu rúmleg fjörtíu milljarða afgangur,“ sagði Bjarni á kynningarfundinum. Fjáraukalagafrumvarpið var lagt fram fyrir helgi og bíður meðferðar. Bjarni tilkynnti á kynningarfundinum að í þinglegri meðferð frumvarpsins verði lögð fram breytingartillaga sem heimili stjórnvöldum að verja tvöfalt meira fé í skuldaniðurfærsluna en áður hafði verið ákveðið. Tilgangurinn er að spara vaxtagjöld. „Það lækkar verulega þá vexti sem renna til bankanna og það nýtist heimilunum og styrkir auk þess stöðu ríkisins, án þess að auknu fjármagni sé varið í aðgerðina,“ sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra við sama tilefni. Bjarni sagði að of margir milljarðar hefðu farið í vexti. „Af heildarfjármagninu sem við höfðum aætlað á ríkisfjármálaáætlun í þetta verkefni voru, að okkar mati, að fara of margir milljarðar í vaxtakostnað,“ sagði hann. Samkvæmt fjáraukalagafrumvarpinu fær ríkissjóður 45,8 milljarðar umfram áætlanir í arðgreiðslur frá viðskiptabönkum sem ríkið á hlut í og frá Seðlabankanum. Arður frá Landsbankanum, sem ríkið á að nær fullu, nemur 19,7 milljörðum króna og arður frá Seðlabankanum 6,5 milljarðar, um tveimur milljörðum umfram áætlanir. Mestu munar þó um 26 milljarða króna tekjufærslu vegna lækkunar á skuldabréfi sem ríkissjóður gaf út til að styrkja eiginfjárstöðu Seðlabankans vegna taps á veð- og daglánum í kjölfar falls bankakerfsins haustið 2008, að því er segir í frumvarpinu. Alþingi Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Um helmingur farþega komst lífs af Erlent Fleiri fréttir Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Sjá meira
Útlit er fyrir fjörtíu milljarða króna afgang af rekstri ríkissjóðs á þessu ári. Það er um það bil fjörtíu sinnum meira en gert var ráð fyrir í fjárlögum ársins. Þessi afgangur verður nýttur í að greiða hraðar inn á skuldaniðurfærsluaðgerðir ríkisstjórnarinnar. „Það hafði verið áætlað að við værum svona um það bil með jöfnuð eða einn milljarð í afgang á þessu ári en það stefnir í að það og er samkvæmt fjáraukalagafrumvarpinu rúmleg fjörtíu milljarða afgangur,“ sagði Bjarni á kynningarfundinum. Fjáraukalagafrumvarpið var lagt fram fyrir helgi og bíður meðferðar. Bjarni tilkynnti á kynningarfundinum að í þinglegri meðferð frumvarpsins verði lögð fram breytingartillaga sem heimili stjórnvöldum að verja tvöfalt meira fé í skuldaniðurfærsluna en áður hafði verið ákveðið. Tilgangurinn er að spara vaxtagjöld. „Það lækkar verulega þá vexti sem renna til bankanna og það nýtist heimilunum og styrkir auk þess stöðu ríkisins, án þess að auknu fjármagni sé varið í aðgerðina,“ sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra við sama tilefni. Bjarni sagði að of margir milljarðar hefðu farið í vexti. „Af heildarfjármagninu sem við höfðum aætlað á ríkisfjármálaáætlun í þetta verkefni voru, að okkar mati, að fara of margir milljarðar í vaxtakostnað,“ sagði hann. Samkvæmt fjáraukalagafrumvarpinu fær ríkissjóður 45,8 milljarðar umfram áætlanir í arðgreiðslur frá viðskiptabönkum sem ríkið á hlut í og frá Seðlabankanum. Arður frá Landsbankanum, sem ríkið á að nær fullu, nemur 19,7 milljörðum króna og arður frá Seðlabankanum 6,5 milljarðar, um tveimur milljörðum umfram áætlanir. Mestu munar þó um 26 milljarða króna tekjufærslu vegna lækkunar á skuldabréfi sem ríkissjóður gaf út til að styrkja eiginfjárstöðu Seðlabankans vegna taps á veð- og daglánum í kjölfar falls bankakerfsins haustið 2008, að því er segir í frumvarpinu.
Alþingi Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Um helmingur farþega komst lífs af Erlent Fleiri fréttir Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Sjá meira