Uber bannað á Spáni Aðalsteinn Kjartansson skrifar 9. desember 2014 15:32 Mynd tengist frétt ekki beint. Vísir / Getty Images Spænsk stjórnvöld hafa ákveðið að banna starfsemi Uber þar í landi. Vísir sagði frá því í dag að stjórnvöld á Taílandi hefðu tekið samskonar ákvörðun og í gær var sagt frá því að Uber mætti ekki lengur starfa í Nýju Delí á Indlandi. Bandaríska síðan The Verge greinir frá. Hollendingar bönnuðu einnig starfsemi Uber í gær. Dómari í Madríd á Spáni kvað upp úrskurð í dag um að Uber starfaði ekki eftir settum reglum þar sem ökumenn væru ekki skráðir. Samtök leigubílstjóra í borginni skutu málinu til dómstóla en Uber hefur mætt harðri gagnrýni leigubílstjóra víða þar sem fyrirtækið hefur hafið störf. Stjórnvöld á Taílandi tóku ákvörðun á sambærilegum forsendum í dag en þar var líka fundið að greiðslufyrirkomulagi fyrirtækisins, sem fram fer í gegnum app. Indverk stjórnvöld bönnuðu starfsemi Uber í kjölfar þess að bílstjóri á vegum fyrirtækisins var sakaður um að nauðga farþega. Stjórnvöld þar hafa nú lagt bann á leigubílaþjónustur sem hægt er að bóka í gegnum öpp og internetið.Vísir fjallaði í gær um að Uber væri byrjað að undirbúa starfsemi hér á landi. Uber starfar að mörgu leiti á svipaðan hátt og hefðbundnar leigubílaþjónustur. Fyrirtækið bíður hinsvegar upp á mismunandi möguleika, þar á meðal einskonar lággjaldaþjónustu þar sem ökumenn skutla viðskiptavinum á venjulegum, ómerktum bílum fyrir lága þóknun. Mismunandi kröfur eru gerðar til ökumanna Uber en samkvæmt upplýsingum á heimasíðu fyrirtækisins er sú krafa gerð að þeir hafi leyfi til fólksflutninga í atvinnuskyni. Tengdar fréttir Uber bannað í Taílandi Ökumenn fyrirtækisins ekki með leyfi til að stunda akstur í atvinnuskyni. 9. desember 2014 11:45 Uber vinnur að því að hefja starfsemi í Reykjavík Hafa verið bannaðir í Indlandi eftir að bílstjóri var sakaður um nauðgun. 8. desember 2014 14:06 Mest lesið Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Kaffi heldur áfram að hækka í verði Neytendur Linda tekur við sem framkvæmdastjóri fjármálasviðs Alvotech Atvinnulíf Fleiri fréttir Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Spænsk stjórnvöld hafa ákveðið að banna starfsemi Uber þar í landi. Vísir sagði frá því í dag að stjórnvöld á Taílandi hefðu tekið samskonar ákvörðun og í gær var sagt frá því að Uber mætti ekki lengur starfa í Nýju Delí á Indlandi. Bandaríska síðan The Verge greinir frá. Hollendingar bönnuðu einnig starfsemi Uber í gær. Dómari í Madríd á Spáni kvað upp úrskurð í dag um að Uber starfaði ekki eftir settum reglum þar sem ökumenn væru ekki skráðir. Samtök leigubílstjóra í borginni skutu málinu til dómstóla en Uber hefur mætt harðri gagnrýni leigubílstjóra víða þar sem fyrirtækið hefur hafið störf. Stjórnvöld á Taílandi tóku ákvörðun á sambærilegum forsendum í dag en þar var líka fundið að greiðslufyrirkomulagi fyrirtækisins, sem fram fer í gegnum app. Indverk stjórnvöld bönnuðu starfsemi Uber í kjölfar þess að bílstjóri á vegum fyrirtækisins var sakaður um að nauðga farþega. Stjórnvöld þar hafa nú lagt bann á leigubílaþjónustur sem hægt er að bóka í gegnum öpp og internetið.Vísir fjallaði í gær um að Uber væri byrjað að undirbúa starfsemi hér á landi. Uber starfar að mörgu leiti á svipaðan hátt og hefðbundnar leigubílaþjónustur. Fyrirtækið bíður hinsvegar upp á mismunandi möguleika, þar á meðal einskonar lággjaldaþjónustu þar sem ökumenn skutla viðskiptavinum á venjulegum, ómerktum bílum fyrir lága þóknun. Mismunandi kröfur eru gerðar til ökumanna Uber en samkvæmt upplýsingum á heimasíðu fyrirtækisins er sú krafa gerð að þeir hafi leyfi til fólksflutninga í atvinnuskyni.
Tengdar fréttir Uber bannað í Taílandi Ökumenn fyrirtækisins ekki með leyfi til að stunda akstur í atvinnuskyni. 9. desember 2014 11:45 Uber vinnur að því að hefja starfsemi í Reykjavík Hafa verið bannaðir í Indlandi eftir að bílstjóri var sakaður um nauðgun. 8. desember 2014 14:06 Mest lesið Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Kaffi heldur áfram að hækka í verði Neytendur Linda tekur við sem framkvæmdastjóri fjármálasviðs Alvotech Atvinnulíf Fleiri fréttir Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Uber bannað í Taílandi Ökumenn fyrirtækisins ekki með leyfi til að stunda akstur í atvinnuskyni. 9. desember 2014 11:45
Uber vinnur að því að hefja starfsemi í Reykjavík Hafa verið bannaðir í Indlandi eftir að bílstjóri var sakaður um nauðgun. 8. desember 2014 14:06