Innlent

Samþykktu hækkun matarskatts

Aðalsteinn Kjartansson skrifar
Frumvörpin voru lögð fram af Bjarna Beneditkssyni, fjármála- og efnahagsráðherra.
Frumvörpin voru lögð fram af Bjarna Beneditkssyni, fjármála- og efnahagsráðherra. Vísir/Ernir
Alþingi samþykkti í dag hækkun á neðra þrepi virðisaukaskatt úr 7 í 11 prósent. Á sama tíma lækkaði efra þrepið úr 25,5 prósent í 24 prósent. Með breytingunum hækkar skattur á matvæli, bækur og menningu á meðan flestir aðrir flokkar lækka.

Breytingarnar hafa sætt nokkurri gagnrýni og studdu Framsóknarmenn hana ekki fyrr en ákveðið var að hækkun neðra þrepsins yrði upp í 11 en ekki 12 prósent eins og fyrst hafði verið lagt til. Stjórnarandstaðan hefur líka verið mjög gagnrýnin á breytingarnar.

Alþingi samþykkt einnig í dag tekjuöflunarfrumvarp stjórnvalda, eða bandorminn svokallaða. Breytingartillaga stjórnarandstöðunnar um að halda sykurskatti áfram var felld í atkvæðagreiðslu.

Nú stendur yfir þriðja og síðasta umræða fjárlaga næsta árs.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×