Ósáttur við túlkun á samskiptareglum við trúfélög Aðalsteinn Kjartansson skrifar 15. desember 2014 07:00 Halldór Halldórsson vill endurskoða samskiptareglur borgarinnar og trúfélaga ef túlkun þeirra er á reiki. Vísir/Pjetur Halldór Halldórsson, oddviti Sjálfstæðisflokks í borgarstjórn Reykjavíkur, segir mikilvægt að ræða samskiptareglur borgarinnar við trúfélög. Hann er ekki sáttur við þá túlkun sem fram hefur komið. Formaður mannréttindaráðs sagði um helgina að heimsókn grunnskólabarna í kirkju bryti reglur borgarinnar. Sjálfstæðismenn í borginni hafa sett málið á dagskrá á næsta borgarstjórnarfundi. Halldór segir mikilvægt að ræða málið á vettvangi borgarstjórnar, sem sé vettvangur opinn almenningi. Telur hann tilefni til að endurskoða reglurnar? „Það gæti verið ástæða til að endurskoða þessar reglur ef fólk er ekki sammála um túlkun á þessu. Nú ber að taka það skýrt fram að Sjálfstæðisflokkurinn stendur fyrir trúfrelsi en þegar frelsið er túlkað með þessum hætti, eins og formaður mannréttindaráðs gerði, þá finnst mér það vera farið að snúast um það að það eigi að skerða frelsi ansi margra.“ Halldór segir flesta íslendinga halda upp á jól og því sé ekki óeðlilegt að börnum sé kennt af hverju það er gert. „Og þessi umræða kemur upp í aðdraganda jóla og á aðventunni eins og það sé eitthvað óeðlilegt hvers vegna, fjalla um það og fræða börnin okkar, um það hvers vegna við erum að halda jól,“ segir hann. „Að börn megi ekki fara í kirkju og prestur megi ekki ræða við þau um fagnaðarerindið og kærleiksboðskapinn, það er auðvitað mjög sérstakt,“ segir Halldór. „Það er í sjálfu sér ekki skólanna að viðhalda kristinni trú eða slíkt, það er fjölskyldunnar, það er foreldranna, uppalendanna og kirkjunnar og svo bara veljum við hvort við förum þangað. Mér finnst þetta snúast mikið um frelsi, frelsishugtakið. Af hverju á að skerða frelsi þeirra sem að vilja gera þetta?“ spyr hann. Tengdar fréttir Kirkjuheimsókn brýtur í bága við samskiptareglur borgarinnar Kvartanir hafi borist frá foreldrum vegna kirkjuferða skóla í borginni. 13. desember 2014 12:42 Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Fleiri fréttir Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Sjá meira
Halldór Halldórsson, oddviti Sjálfstæðisflokks í borgarstjórn Reykjavíkur, segir mikilvægt að ræða samskiptareglur borgarinnar við trúfélög. Hann er ekki sáttur við þá túlkun sem fram hefur komið. Formaður mannréttindaráðs sagði um helgina að heimsókn grunnskólabarna í kirkju bryti reglur borgarinnar. Sjálfstæðismenn í borginni hafa sett málið á dagskrá á næsta borgarstjórnarfundi. Halldór segir mikilvægt að ræða málið á vettvangi borgarstjórnar, sem sé vettvangur opinn almenningi. Telur hann tilefni til að endurskoða reglurnar? „Það gæti verið ástæða til að endurskoða þessar reglur ef fólk er ekki sammála um túlkun á þessu. Nú ber að taka það skýrt fram að Sjálfstæðisflokkurinn stendur fyrir trúfrelsi en þegar frelsið er túlkað með þessum hætti, eins og formaður mannréttindaráðs gerði, þá finnst mér það vera farið að snúast um það að það eigi að skerða frelsi ansi margra.“ Halldór segir flesta íslendinga halda upp á jól og því sé ekki óeðlilegt að börnum sé kennt af hverju það er gert. „Og þessi umræða kemur upp í aðdraganda jóla og á aðventunni eins og það sé eitthvað óeðlilegt hvers vegna, fjalla um það og fræða börnin okkar, um það hvers vegna við erum að halda jól,“ segir hann. „Að börn megi ekki fara í kirkju og prestur megi ekki ræða við þau um fagnaðarerindið og kærleiksboðskapinn, það er auðvitað mjög sérstakt,“ segir Halldór. „Það er í sjálfu sér ekki skólanna að viðhalda kristinni trú eða slíkt, það er fjölskyldunnar, það er foreldranna, uppalendanna og kirkjunnar og svo bara veljum við hvort við förum þangað. Mér finnst þetta snúast mikið um frelsi, frelsishugtakið. Af hverju á að skerða frelsi þeirra sem að vilja gera þetta?“ spyr hann.
Tengdar fréttir Kirkjuheimsókn brýtur í bága við samskiptareglur borgarinnar Kvartanir hafi borist frá foreldrum vegna kirkjuferða skóla í borginni. 13. desember 2014 12:42 Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Fleiri fréttir Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Sjá meira
Kirkjuheimsókn brýtur í bága við samskiptareglur borgarinnar Kvartanir hafi borist frá foreldrum vegna kirkjuferða skóla í borginni. 13. desember 2014 12:42