Fjórtán þingmenn vilja fordæma pyndingar CIA Aðalsteinn Kjartansson skrifar 12. desember 2014 11:01 Birgitta er fyrsti flutningsmaður tillögunnar. Vísir/Stefán Fjórtán þingmenn stjórnarandstöðunnar hafa lagt fram þingsályktunartillögu þar sem pyndingar leyniþjónustu Bandaríkjanna frá hryðjuverkaárásunum 11. september 2001 eru harðlega fordæmdar. Tilefnið er birting skýrslu öldungadeildar bandaríska þingsins sem lýsir hrottalegum pyndingum á mönnum sem voru fangelsaðir í kjölfar hryðjuverkaárásanna og framkvæmdar voru undir stjórn CIA.Forstjóri CIA hefur verið harðlega gagnrýndur í kjölfar skýrslunnar en hann hefur reynt að verja pyndingarnar.Vísir/AFPÍ greinargerð þingsályktunartillögunnar eru tekin dæmi um það sam fram kemur í skýrslunni. „Meðal annars er því lýst hvernig föngum var haldið vakandi, jafnvel í heila viku, stundum standandi, stundum með handleggi hlekkjaða fyrir ofan höfuð,“ segir meðal annars. „Sumum föngum var gefinn vökvi í gegnum endaþarm, án læknisfræðilegrar nauðsynjar. Var þetta framkvæmt með offorsi, sem leiddi í a.m.k. einu tilviki til skemmda á endaþarmi. Einum fanga, Majid Khan, var gefinn matur í gegnum endaþarm; hummus, pastasósu, hnetum og rúsínum var maukað saman og troðið inn um endaþarm,“ segir í greinargerðinni. Þá er einnig tekið dæmi um meðferð CIA á Gul Rahman sem var haldið vakandi í tvo sólarhringa. „Hann var látinn þola ærandi hávaða í algeru myrkri og einangrun, settur í kaldar sturtur og hlekkjaður við vegg í stellingu sem neyddi hann til að leggjast á kalt gólf,“ segir í greinargerðinni. Föt hans voru tekin og látinn vera í peysu einum fata. Hann lést úr ofkælingu.Meðferð fanga í Guantanamo var fordæmd á Alþingi árið 2007.Vísir/APFleiri dæmi eru tekin í greinargerðinni. Þingmennirnir telja afar brýnt að sú hræðilega meðferð á fólki sem lýst er í skýrslunni verði fordæmd um heim allan. Mælast þeir til að Alþingi bregðist fljótt við og fordæmi grimmdarverkin með formlegum og opinberum hætti. Verði tillagan samþykkt er það ekki í fyrsta sinn sem Alþingi fordæmir mannréttindabrot og ómannúðlega meðferð á föngum Bandaríkjamanna en það gerði þingi árið 2007 vegna meðferðar fanga í Guantanamo. Flutningsmenn tillögunnar eru Birgitta Jónsdóttir, Katrín Jakobsdóttir, Árni Páll Árnason, Óttarr Proppé, Helgi Hrafn Gunnarsson, Össur Skarphéðinsson, Ögmundur Jónasson, Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, Katrín Júlíusdóttir, Jón Þór Ólafsson, Brynhildur Pétursdóttir, Steinunn Þóra Árnadóttir, Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, Róbert Marshall. Alþingi Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Fleiri fréttir Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Sjá meira
Fjórtán þingmenn stjórnarandstöðunnar hafa lagt fram þingsályktunartillögu þar sem pyndingar leyniþjónustu Bandaríkjanna frá hryðjuverkaárásunum 11. september 2001 eru harðlega fordæmdar. Tilefnið er birting skýrslu öldungadeildar bandaríska þingsins sem lýsir hrottalegum pyndingum á mönnum sem voru fangelsaðir í kjölfar hryðjuverkaárásanna og framkvæmdar voru undir stjórn CIA.Forstjóri CIA hefur verið harðlega gagnrýndur í kjölfar skýrslunnar en hann hefur reynt að verja pyndingarnar.Vísir/AFPÍ greinargerð þingsályktunartillögunnar eru tekin dæmi um það sam fram kemur í skýrslunni. „Meðal annars er því lýst hvernig föngum var haldið vakandi, jafnvel í heila viku, stundum standandi, stundum með handleggi hlekkjaða fyrir ofan höfuð,“ segir meðal annars. „Sumum föngum var gefinn vökvi í gegnum endaþarm, án læknisfræðilegrar nauðsynjar. Var þetta framkvæmt með offorsi, sem leiddi í a.m.k. einu tilviki til skemmda á endaþarmi. Einum fanga, Majid Khan, var gefinn matur í gegnum endaþarm; hummus, pastasósu, hnetum og rúsínum var maukað saman og troðið inn um endaþarm,“ segir í greinargerðinni. Þá er einnig tekið dæmi um meðferð CIA á Gul Rahman sem var haldið vakandi í tvo sólarhringa. „Hann var látinn þola ærandi hávaða í algeru myrkri og einangrun, settur í kaldar sturtur og hlekkjaður við vegg í stellingu sem neyddi hann til að leggjast á kalt gólf,“ segir í greinargerðinni. Föt hans voru tekin og látinn vera í peysu einum fata. Hann lést úr ofkælingu.Meðferð fanga í Guantanamo var fordæmd á Alþingi árið 2007.Vísir/APFleiri dæmi eru tekin í greinargerðinni. Þingmennirnir telja afar brýnt að sú hræðilega meðferð á fólki sem lýst er í skýrslunni verði fordæmd um heim allan. Mælast þeir til að Alþingi bregðist fljótt við og fordæmi grimmdarverkin með formlegum og opinberum hætti. Verði tillagan samþykkt er það ekki í fyrsta sinn sem Alþingi fordæmir mannréttindabrot og ómannúðlega meðferð á föngum Bandaríkjamanna en það gerði þingi árið 2007 vegna meðferðar fanga í Guantanamo. Flutningsmenn tillögunnar eru Birgitta Jónsdóttir, Katrín Jakobsdóttir, Árni Páll Árnason, Óttarr Proppé, Helgi Hrafn Gunnarsson, Össur Skarphéðinsson, Ögmundur Jónasson, Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, Katrín Júlíusdóttir, Jón Þór Ólafsson, Brynhildur Pétursdóttir, Steinunn Þóra Árnadóttir, Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, Róbert Marshall.
Alþingi Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Fleiri fréttir Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Sjá meira