Heilinn í Himmler heitir Heydrich Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 24. janúar 2014 15:00 "Hver höfundur hefur sína eiginleika og maður þarf að ganga inn í stílheim og hugsanagang hans,“ segir Sigurður Pálsson skáld um þýðingarvinnuna. Fréttablaðið/GVA Sagan HHhH er fyrsta bók hins franska Laurent Binet en fyrir hana fékk hann Prix Goncourt, helstu bókmenntaverðlaun Frakka. Sigurður Pálsson skáld hefur þýtt hana. "Þetta er ansi merkileg bók. Hún bregður nýju og spennandi ljósi á ýmis atriði síðari heimsstyrjaldarinnar, meðal annars þátt Reinhards Heydrich, yfirmanns Gestapo, leyniþjónustu nasista. Hann er algerlega í miðju þessa verks,“ segir Sigurður um bókina HHhH eftir Laurent Binet sem er nýlega komin út hjá Forlaginu. Þó um fyrsta verk höfundarins sé að ræða segir Sigurður bókina afrakstur fimmtán ára vinnu hans. „Binet varð nánast heltekinn af þessu viðfangsefni og viðurkennir að hafa verið orðinn hálf óþolandi í sambúð, því hann tengir sjálfan sig, tilfinningar og viðbrögð mjög persónulega inn í söguna og í bókinni fylgjumst við með höfundi vera að skrifa það verk sem við erum að lesa.“ Annað sem er nýtt í efnistökum Binets er hversu sögulega hárnákvæmur hann er, að sögn Sigurðar. „Binet þolir ekki frásagnir og kvikmyndir með uppdiktuðum samtölum. Hefur ímugust á slíku. Bókin er algerlega byggð á sögulegum staðreyndum en birtir þó ný sjónarhorn. Maður hélt að maður vissi eitthvað um uppgang nasismans og stríðið en var ekki meðvitaður um lykilmanninn Reinhard Heydrich. Það er stórfurðulegt. Þegar hugsað er um helstu foringja nasista koma strax upp nöfn Hitlers og Himmlers, Görings og Göbbels, jú og Eichmann. En Heydrich var miklu greindari en þeir allir til samans og ekki jafn geðveikur og Hitler. Himmler var brútal fábjáni og þaðan kemur HHhH – það þýðir Heilinn í Himmler heitir Heydrich. Því Heydrich var Himmlers hægri hönd.“ Sigurður segir höfundinn fylgja mótun Reinhards Heydrich gegnum hans bernsku- og unglingsár sem útskýri ýmislegt í fari hans en þó ekki svarthol grimmdarinnar og þætti hans í uppgangi nasismans og stríðinu. „Heydrich var köngulóin í vef nasistanna. Hann var gáfaður, óheyrilega skipulagður og skilvirkur. Hann er höfundur „endanlegu lausnarinnar á gyðingavandamálinu“ eins og það var kallað, stjórnaði fundinum fræga þegar það mál var afgreitt á einum og hálfum tíma og niðurstaðan var: „Við myrðum þá alla.“ Hann er höfundur þeirrar niðurstöðu. Jafnvel Hitler fékk gæsahúð.“ Hvernig var svo að takast á við að þýða HHhH? „Það var spennandi verkefni. Stíllinn er knappur en þó með skemmtilegu svingi. Hver höfundur hefur sína eiginleika og maður þarf að ganga inn í stílheim og hugsanagang hans. Fyrstu 30 síðurnar veit ég alltaf að eru ónýtar en hef ekki áhyggjur af því vegna þess að þegar ég er búinn að þýða verkið þá byrja ég aftur og klára fyrstu 30 síðurnar. Það er ekki tilbúið fyrr.“ Menning Mest lesið Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Lífið Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Lífið Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Láttu draumana rætast með Úrval Útsýn Lífið samstarf Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Sagan HHhH er fyrsta bók hins franska Laurent Binet en fyrir hana fékk hann Prix Goncourt, helstu bókmenntaverðlaun Frakka. Sigurður Pálsson skáld hefur þýtt hana. "Þetta er ansi merkileg bók. Hún bregður nýju og spennandi ljósi á ýmis atriði síðari heimsstyrjaldarinnar, meðal annars þátt Reinhards Heydrich, yfirmanns Gestapo, leyniþjónustu nasista. Hann er algerlega í miðju þessa verks,“ segir Sigurður um bókina HHhH eftir Laurent Binet sem er nýlega komin út hjá Forlaginu. Þó um fyrsta verk höfundarins sé að ræða segir Sigurður bókina afrakstur fimmtán ára vinnu hans. „Binet varð nánast heltekinn af þessu viðfangsefni og viðurkennir að hafa verið orðinn hálf óþolandi í sambúð, því hann tengir sjálfan sig, tilfinningar og viðbrögð mjög persónulega inn í söguna og í bókinni fylgjumst við með höfundi vera að skrifa það verk sem við erum að lesa.“ Annað sem er nýtt í efnistökum Binets er hversu sögulega hárnákvæmur hann er, að sögn Sigurðar. „Binet þolir ekki frásagnir og kvikmyndir með uppdiktuðum samtölum. Hefur ímugust á slíku. Bókin er algerlega byggð á sögulegum staðreyndum en birtir þó ný sjónarhorn. Maður hélt að maður vissi eitthvað um uppgang nasismans og stríðið en var ekki meðvitaður um lykilmanninn Reinhard Heydrich. Það er stórfurðulegt. Þegar hugsað er um helstu foringja nasista koma strax upp nöfn Hitlers og Himmlers, Görings og Göbbels, jú og Eichmann. En Heydrich var miklu greindari en þeir allir til samans og ekki jafn geðveikur og Hitler. Himmler var brútal fábjáni og þaðan kemur HHhH – það þýðir Heilinn í Himmler heitir Heydrich. Því Heydrich var Himmlers hægri hönd.“ Sigurður segir höfundinn fylgja mótun Reinhards Heydrich gegnum hans bernsku- og unglingsár sem útskýri ýmislegt í fari hans en þó ekki svarthol grimmdarinnar og þætti hans í uppgangi nasismans og stríðinu. „Heydrich var köngulóin í vef nasistanna. Hann var gáfaður, óheyrilega skipulagður og skilvirkur. Hann er höfundur „endanlegu lausnarinnar á gyðingavandamálinu“ eins og það var kallað, stjórnaði fundinum fræga þegar það mál var afgreitt á einum og hálfum tíma og niðurstaðan var: „Við myrðum þá alla.“ Hann er höfundur þeirrar niðurstöðu. Jafnvel Hitler fékk gæsahúð.“ Hvernig var svo að takast á við að þýða HHhH? „Það var spennandi verkefni. Stíllinn er knappur en þó með skemmtilegu svingi. Hver höfundur hefur sína eiginleika og maður þarf að ganga inn í stílheim og hugsanagang hans. Fyrstu 30 síðurnar veit ég alltaf að eru ónýtar en hef ekki áhyggjur af því vegna þess að þegar ég er búinn að þýða verkið þá byrja ég aftur og klára fyrstu 30 síðurnar. Það er ekki tilbúið fyrr.“
Menning Mest lesið Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Lífið Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Lífið Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Láttu draumana rætast með Úrval Útsýn Lífið samstarf Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira