Jafningi meðal Evrópuþjóða Einar Benediktsson skrifar 28. febrúar 2014 06:00 Svo virðist að ríkistjórn Íslands hafi glímt við þá tilvistarlegu spurningu hvort Íslendingar séu Evrópuþjóð eins og þær 28 sem eru í Evrópusambandinu. Þar með erum við annaðhvort hæf eða vanhæf í samfélagi þeirra. Hið síðara varð greinilega niðurstaðan. Fyrir Evrópumenn eru slík heilabrot annaðhvort aðhlátursefni eða þeim til hryggðar. Hin sögulegu tengsl okkar frá því til forna þekkja allir og virða. Á seinni árum hefur okkur verið æ betur fagnað sem markverðri bókmenntaþjóð enda settir í heiðurssætið á stærstu bókmenntakynningu heims í Þýskalandi. Í stað Laxness, Gunnars Gunnarssonar, Kambans og Kristmanns er komin ný kynslóð íslenskra rithöfunda sem njóta mikilla vinsælda. Kvikmyndum okkar og tölvuleikjum er vel tekið af nágrönnum, að ekki sé talað um söng og tónlist frá frægð Bjarkar í Bretlandi til eins þess nýjasta, Of Monsters and Men. Þjóðfélag okkar lifir vel, einkum vegna sterkrar markaðsstöðu fyrir sjávarafurðir á frjálsum innri markaði ESB og flugfrelsi EES-samningsins. Það gerir flugfélögum okkar kleift að veita milljónum Evrópubúa góða og áreiðanlega þjónustu og kallar á þróun ferðaiðnaðar, þegar næst stærstu atvinnugreinar landsins. Af mörgu öðru má nefna tvennt í tengslum við Evrópu: Í fyrsta lagi er það svo að í röðum Evrópuþjóða hafa Íslendingar, þótt örþjóð væru, einir afrekað að varðveita forna norræna tungu og menningu. Íslendingasögurnar eru einstakt menningarafrek og skapa okkur sérstöðu í Evrópu. Heimskringla Snorra gerir Reykholt að Aþenu Norður-Evrópu og hann að jafningja Hómers. Án Íslands er Evrópusambandið þeim mun snauðara í menningarlegu tiliti. Í öðru lagi liggur það eftir Íslendinga á 20. öld að hafa verið leiðandi aðili í að semja þann nýja kafla þjóðaréttarins,sem tryggir strandríkjum fiskveiðar. Ruddar voru nýjar brautir án fordæma með einhliða útfærslu fiskveiðilögsögunnar í 4 mílur 1952, 12 mílur 1961, 50 mílur 1972 og 200 mílur 1976. Þá urðu þorskastríðin við Breta, sem voru þeim jafngagnslaus og löndunarbönn. 200 mílna lögsagan varð alþjóðaréttur á Hafréttarráðstefnu Sameinuðu þjóðanna. Við eigum þar vissulega drjúgan þátt og gleymum ekki hlutverki Hans G. Andersen sendiherra.Tímar breytinga Af hverju í ósköpunum þarf að gera því skóna, að ESB bíði eftir því einu að véla af Íslendingum nýtingu fiskstofna okkar fljótt eða síðar? Það er fráleitt en verður ekki upplýst í skvaldri á heimavettvangi því það er úrlausnarefni aðildarviðræðna. Með þeim hætti yrði úr því skorið hvort Ísland muni skipa sess sem fullgildur aðili að Evrópusambandinu, í stað sjálfskipaðrar stöðu húskarlsins sem situr í dyragættinni og þiggur það sem að er rétt, eins og EES-samningurinn leggur á okkur. Mikið átak var þegar gert af síðustu ríkistjórn að kynna okkar málstað og að íslenskt þjóðfélag, ólíkt í efnahagslegu tilliti, landhelgi og stærð, er ekki þar með dæmt úr leik í Evrópu. Og okkur var fagnandi og bróðurlega tekið í aðildarríkjum. Á nú að fara að vanvirða það, kasta á glæ og segja sjáumst kannski síðar? En það er í fleiri horn að líta í Evrópumálum en þau efnahags- og menningarlegu. NATO-heræfing var haldin hér dagana 27. janúar til 21. febrúar. Er það í fyrsta skipti að ESB-löndin Svíþjóð og Finnland koma til sameiginlegrar æfingar með NATO-löndum. Það var hluti af loftrýmisgæslu á Íslandi, sem fer fram nokkrum sinnum á ári. Að öðru leyti er Ísland eina aðildarríki Atlantshafsbandalagsins án stöðugra heimavarna. Stjórnvöld hafa réttilega lagt áherslu á samvinnu við Bandaríkin um öfluga björgunar- og leitarstoð í Keflavík. Nú er hins vegar ljóst að með brotthvarfi Bandaríkjahers frá Evrópu munu varnir færast að mestu í hendur viðkomandi ríkja, hugsanlega með breyttri starfsemi ESB. Nú eru tímar breytinga og lag til tryggja okkur það sem best býðst. Ekki bíður tíminn með aðgerðir í peningamálum til að losa landið úr hamlandi gjaldeyrishöftum vegna ónýts gjaldmiðils Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Einar Benediktsson Mest lesið Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er sköpun í skólastarfi? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor skrifar Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Konur Íslands og alþjóðakerfið í takt Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er svona merkilegt við það? Hópur starfsfólks Jafnlaunastofu skrifar Skoðun Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann skrifar Skoðun Sameinuðu þjóðirnar 80 ára: Framtíðin er okkar Eva Harðardóttir skrifar Skoðun Til hamingju með 24. október Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Einu sinni enn Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Skuggahliðar á þéttingu byggðar Þórarinn Hjaltason skrifar Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Jöfn skipting skulda og eigna í sambúð Sævar Þór Jónsson skrifar Sjá meira
Svo virðist að ríkistjórn Íslands hafi glímt við þá tilvistarlegu spurningu hvort Íslendingar séu Evrópuþjóð eins og þær 28 sem eru í Evrópusambandinu. Þar með erum við annaðhvort hæf eða vanhæf í samfélagi þeirra. Hið síðara varð greinilega niðurstaðan. Fyrir Evrópumenn eru slík heilabrot annaðhvort aðhlátursefni eða þeim til hryggðar. Hin sögulegu tengsl okkar frá því til forna þekkja allir og virða. Á seinni árum hefur okkur verið æ betur fagnað sem markverðri bókmenntaþjóð enda settir í heiðurssætið á stærstu bókmenntakynningu heims í Þýskalandi. Í stað Laxness, Gunnars Gunnarssonar, Kambans og Kristmanns er komin ný kynslóð íslenskra rithöfunda sem njóta mikilla vinsælda. Kvikmyndum okkar og tölvuleikjum er vel tekið af nágrönnum, að ekki sé talað um söng og tónlist frá frægð Bjarkar í Bretlandi til eins þess nýjasta, Of Monsters and Men. Þjóðfélag okkar lifir vel, einkum vegna sterkrar markaðsstöðu fyrir sjávarafurðir á frjálsum innri markaði ESB og flugfrelsi EES-samningsins. Það gerir flugfélögum okkar kleift að veita milljónum Evrópubúa góða og áreiðanlega þjónustu og kallar á þróun ferðaiðnaðar, þegar næst stærstu atvinnugreinar landsins. Af mörgu öðru má nefna tvennt í tengslum við Evrópu: Í fyrsta lagi er það svo að í röðum Evrópuþjóða hafa Íslendingar, þótt örþjóð væru, einir afrekað að varðveita forna norræna tungu og menningu. Íslendingasögurnar eru einstakt menningarafrek og skapa okkur sérstöðu í Evrópu. Heimskringla Snorra gerir Reykholt að Aþenu Norður-Evrópu og hann að jafningja Hómers. Án Íslands er Evrópusambandið þeim mun snauðara í menningarlegu tiliti. Í öðru lagi liggur það eftir Íslendinga á 20. öld að hafa verið leiðandi aðili í að semja þann nýja kafla þjóðaréttarins,sem tryggir strandríkjum fiskveiðar. Ruddar voru nýjar brautir án fordæma með einhliða útfærslu fiskveiðilögsögunnar í 4 mílur 1952, 12 mílur 1961, 50 mílur 1972 og 200 mílur 1976. Þá urðu þorskastríðin við Breta, sem voru þeim jafngagnslaus og löndunarbönn. 200 mílna lögsagan varð alþjóðaréttur á Hafréttarráðstefnu Sameinuðu þjóðanna. Við eigum þar vissulega drjúgan þátt og gleymum ekki hlutverki Hans G. Andersen sendiherra.Tímar breytinga Af hverju í ósköpunum þarf að gera því skóna, að ESB bíði eftir því einu að véla af Íslendingum nýtingu fiskstofna okkar fljótt eða síðar? Það er fráleitt en verður ekki upplýst í skvaldri á heimavettvangi því það er úrlausnarefni aðildarviðræðna. Með þeim hætti yrði úr því skorið hvort Ísland muni skipa sess sem fullgildur aðili að Evrópusambandinu, í stað sjálfskipaðrar stöðu húskarlsins sem situr í dyragættinni og þiggur það sem að er rétt, eins og EES-samningurinn leggur á okkur. Mikið átak var þegar gert af síðustu ríkistjórn að kynna okkar málstað og að íslenskt þjóðfélag, ólíkt í efnahagslegu tilliti, landhelgi og stærð, er ekki þar með dæmt úr leik í Evrópu. Og okkur var fagnandi og bróðurlega tekið í aðildarríkjum. Á nú að fara að vanvirða það, kasta á glæ og segja sjáumst kannski síðar? En það er í fleiri horn að líta í Evrópumálum en þau efnahags- og menningarlegu. NATO-heræfing var haldin hér dagana 27. janúar til 21. febrúar. Er það í fyrsta skipti að ESB-löndin Svíþjóð og Finnland koma til sameiginlegrar æfingar með NATO-löndum. Það var hluti af loftrýmisgæslu á Íslandi, sem fer fram nokkrum sinnum á ári. Að öðru leyti er Ísland eina aðildarríki Atlantshafsbandalagsins án stöðugra heimavarna. Stjórnvöld hafa réttilega lagt áherslu á samvinnu við Bandaríkin um öfluga björgunar- og leitarstoð í Keflavík. Nú er hins vegar ljóst að með brotthvarfi Bandaríkjahers frá Evrópu munu varnir færast að mestu í hendur viðkomandi ríkja, hugsanlega með breyttri starfsemi ESB. Nú eru tímar breytinga og lag til tryggja okkur það sem best býðst. Ekki bíður tíminn með aðgerðir í peningamálum til að losa landið úr hamlandi gjaldeyrishöftum vegna ónýts gjaldmiðils
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun
Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun
Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun