Aftur eða fram Einar Benediktsson skrifar 19. mars 2014 07:00 Argentína er að sögn eina landið, sem farið hefur þróunarferilinn aftur á bak, þ.e. frá velmegun í fátækt. Á sínum tíma var Argentína ríkara þjóðfélag en Þýskaland eða Frakkland en er nú ekki hálfdrættingur þeirra. Hagstjórn Argentínu síðustu áratugina er saga síendurtekinna mistaka óábyrgrar stjórnmálaforystu. Eftir endurtekin kreppuskeið hefur tekið við óbeislaður fjáraustur hins opinbera, mikil skattlagning á útflutning og víðtæk innflutningshöft. Enn gætir áhrifa af því pólitíska þjóðernisrugli, sem kennt er við þau Juan og Evitu Perón og að allt hið illa komi frá spákaupmennsku stórvelda eða Alþjóðagjaldeyrissjóðnum. Óreiða Argentínu hefur líka grafið undan Mercosur, tollabandalagi grannríkja. Minnisstæð er heimsókn til Úrúgvæ, þá er bjartsýni ríkti um framtíð þessa efnahagssamstarfs og að Montevídeó fengi sama hlutverk og Brussel í ESB. Sé litið til Evrópusambandsins er Eistland dæmi til hins gagnstæða. Eftir að Eistar komust undan yfirráðum Sovétríkjanna 1991 greip ríkisstjórn ungra fullhuga, 35 ára að meðalaldri, af festu til aðgerða og tryggði aðild að NATO og Evrópusambandinu. Ánægju- og lærdómsríkt var að vera samtíða fyrsta sendiherra þeirra í Washington, Toomas Henrik Ilves, nú forseta Eistlands. Uppbygging þeirra byggði á einkavæðingu, frjálsum viðskiptum, ábyrgri fjármálamálastefnu með jöfnum tekjuskatti, nú 21 %. Þá var efnahagsvanda áranna 2008-2009 svarað með miklum samdráttaraðgerðum í niðurskurði ríkisútgjalda og evran varð lögeyrir í Eistlandi. Á árunum 2010-2013 var hagvöxtur að meðaltali um 4%. Eistland er í fremstu röð landa heims í tæknivæðingu og laðar til sín erlenda fjárfesta.Lexía fyrir okkur? Gæti þróun Argentínu og Eistlands hugsanlega verið lexía fyrir okkur sem erum enn önnur þjóðfélagsleg útgáfa? Væntanlega verður að draga þá ályktun, að utan ytri skilyrða sé það mannlegi þátturinn sem skilur milli þjóða í árangri. Þjóðfélagslegur þroski birtist í ábyrgu og heiðarlegu stjórnmálalífi, sem leiðir til trausts á að stefna stjórnvalda vinni að almannaheill. Því fylgir skilningur á því að stefnumörk í hagstjórn, eins og ESB leitast við að ná, séu til heilla. Og er ekki þar að finna margrædda gjá milli þjóðar og þings á Íslandi? Víst er spillingin í Suður-Ameríku mikil, en þá má líka spyrja hvort Íslendingar séu þar sögulegir sakleysingar. Það er nú að falla í gleymsku að tveir stærstu stjórnmálaflokkar landsins stunduðu í áratugi svokölluð helmingaskipti, sem þá voru tryggð með fjárfestingar- og innflutningsleyfaveitingum, skipun bankastjóra, fjáraustri sitt á hvað í sveitakjördæmin o.s.frv. Nú horfir Eistland til bjartrar framtíðar í Myntbandalagi Evrópu. Þeir lögðu á sig þann aga að mæta Maastricht-skilyrðunum til upptöku evrunnar varðandi verðbólgu, ríkisskuldir, viðskiptahalla og hagvöxt. Það er einmitt þetta verkefni sem okkur ber að leysa sem aðildarríki að ESB. Á því ríður framtíðarheill Íslands en ekki í niðurstöðum samninga um landbúnaðar- og sjávarútvegsmál ef þeir verða okkur aðgengilegir svo sem forystumenn Evrópusambandsins hafa tekið fram. Þeir bíða þolinmóðir eftir því að við tökum upp þráðinn á ný. Við blasa erfiðustu verkefni sem Íslendingar hafa þurft að glíma við. Það er að losna úr heljargreipum ónýts gjaldmiðils, sem fest hefur landið í höftum lamandi efnahagslífið og framfarir. Um afnám gjaldeyrishaftanna og uppgjör búa föllnu bankanna, hefur Már Guðmundsson seðlabankastjóri sagt: „Ég held að það sé mikilvægt að menn hafi það í huga að þetta er mjög stórt og flókið mál, þarna fáum við eitt skot og það verður að heppnast.“ Ekki vil ég trúa að að Ísland verði viðskila við Evrópusambandið þegar meirihluti þjóðarinnar vill sjá og taka afstöðu til aðildarsamnings í þjóðaratkvæði. Án þeirrar aðildar og nýs gjaldmiðils myndum við dragast ört aftur úr og fljótlega lenda í einhverju fyrra þróunarstigi vegna atgervisflótta og vöntunar fjárfestinga. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Einar Benediktsson Mest lesið Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir Skoðun Aukin tækifæri verslunarfólks til framtíðar Anna Bragadóttir, Gunnur Líf Gunnarsdóttir og Svava Þorsteinsdóttir Skoðun 80.000 manna klóakrennsli í Dýrafjörð í boði Arctic Fish Jón Kaldal Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Stjórnmálin verða að virka Bjarni Benediktsson Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Argentína er að sögn eina landið, sem farið hefur þróunarferilinn aftur á bak, þ.e. frá velmegun í fátækt. Á sínum tíma var Argentína ríkara þjóðfélag en Þýskaland eða Frakkland en er nú ekki hálfdrættingur þeirra. Hagstjórn Argentínu síðustu áratugina er saga síendurtekinna mistaka óábyrgrar stjórnmálaforystu. Eftir endurtekin kreppuskeið hefur tekið við óbeislaður fjáraustur hins opinbera, mikil skattlagning á útflutning og víðtæk innflutningshöft. Enn gætir áhrifa af því pólitíska þjóðernisrugli, sem kennt er við þau Juan og Evitu Perón og að allt hið illa komi frá spákaupmennsku stórvelda eða Alþjóðagjaldeyrissjóðnum. Óreiða Argentínu hefur líka grafið undan Mercosur, tollabandalagi grannríkja. Minnisstæð er heimsókn til Úrúgvæ, þá er bjartsýni ríkti um framtíð þessa efnahagssamstarfs og að Montevídeó fengi sama hlutverk og Brussel í ESB. Sé litið til Evrópusambandsins er Eistland dæmi til hins gagnstæða. Eftir að Eistar komust undan yfirráðum Sovétríkjanna 1991 greip ríkisstjórn ungra fullhuga, 35 ára að meðalaldri, af festu til aðgerða og tryggði aðild að NATO og Evrópusambandinu. Ánægju- og lærdómsríkt var að vera samtíða fyrsta sendiherra þeirra í Washington, Toomas Henrik Ilves, nú forseta Eistlands. Uppbygging þeirra byggði á einkavæðingu, frjálsum viðskiptum, ábyrgri fjármálamálastefnu með jöfnum tekjuskatti, nú 21 %. Þá var efnahagsvanda áranna 2008-2009 svarað með miklum samdráttaraðgerðum í niðurskurði ríkisútgjalda og evran varð lögeyrir í Eistlandi. Á árunum 2010-2013 var hagvöxtur að meðaltali um 4%. Eistland er í fremstu röð landa heims í tæknivæðingu og laðar til sín erlenda fjárfesta.Lexía fyrir okkur? Gæti þróun Argentínu og Eistlands hugsanlega verið lexía fyrir okkur sem erum enn önnur þjóðfélagsleg útgáfa? Væntanlega verður að draga þá ályktun, að utan ytri skilyrða sé það mannlegi þátturinn sem skilur milli þjóða í árangri. Þjóðfélagslegur þroski birtist í ábyrgu og heiðarlegu stjórnmálalífi, sem leiðir til trausts á að stefna stjórnvalda vinni að almannaheill. Því fylgir skilningur á því að stefnumörk í hagstjórn, eins og ESB leitast við að ná, séu til heilla. Og er ekki þar að finna margrædda gjá milli þjóðar og þings á Íslandi? Víst er spillingin í Suður-Ameríku mikil, en þá má líka spyrja hvort Íslendingar séu þar sögulegir sakleysingar. Það er nú að falla í gleymsku að tveir stærstu stjórnmálaflokkar landsins stunduðu í áratugi svokölluð helmingaskipti, sem þá voru tryggð með fjárfestingar- og innflutningsleyfaveitingum, skipun bankastjóra, fjáraustri sitt á hvað í sveitakjördæmin o.s.frv. Nú horfir Eistland til bjartrar framtíðar í Myntbandalagi Evrópu. Þeir lögðu á sig þann aga að mæta Maastricht-skilyrðunum til upptöku evrunnar varðandi verðbólgu, ríkisskuldir, viðskiptahalla og hagvöxt. Það er einmitt þetta verkefni sem okkur ber að leysa sem aðildarríki að ESB. Á því ríður framtíðarheill Íslands en ekki í niðurstöðum samninga um landbúnaðar- og sjávarútvegsmál ef þeir verða okkur aðgengilegir svo sem forystumenn Evrópusambandsins hafa tekið fram. Þeir bíða þolinmóðir eftir því að við tökum upp þráðinn á ný. Við blasa erfiðustu verkefni sem Íslendingar hafa þurft að glíma við. Það er að losna úr heljargreipum ónýts gjaldmiðils, sem fest hefur landið í höftum lamandi efnahagslífið og framfarir. Um afnám gjaldeyrishaftanna og uppgjör búa föllnu bankanna, hefur Már Guðmundsson seðlabankastjóri sagt: „Ég held að það sé mikilvægt að menn hafi það í huga að þetta er mjög stórt og flókið mál, þarna fáum við eitt skot og það verður að heppnast.“ Ekki vil ég trúa að að Ísland verði viðskila við Evrópusambandið þegar meirihluti þjóðarinnar vill sjá og taka afstöðu til aðildarsamnings í þjóðaratkvæði. Án þeirrar aðildar og nýs gjaldmiðils myndum við dragast ört aftur úr og fljótlega lenda í einhverju fyrra þróunarstigi vegna atgervisflótta og vöntunar fjárfestinga.
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Aukin tækifæri verslunarfólks til framtíðar Anna Bragadóttir, Gunnur Líf Gunnarsdóttir og Svava Þorsteinsdóttir Skoðun
Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Aukin tækifæri verslunarfólks til framtíðar Anna Bragadóttir, Gunnur Líf Gunnarsdóttir og Svava Þorsteinsdóttir Skoðun
Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun