Þörf er á lögbundnum lágmarkslaunum! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar 10. apríl 2014 07:00 Ég er fyrsti flutningsmaður frumvarps um lögbindingu lágmarkslauna sem lagt var fram á dögunum. Steingrímur J. Sigfússon og Birgitta Jónsdóttir eru meðflutningsmenn þingmálsins. Tilgangur laganna er að innleiða og viðhalda beinni tengingu lægstu grunnlauna við landsmeðaltal neysluviðmiðs og að bein tengsl séu á milli lágmarkslauna og neyslu- og framfærslukostnaðar í landinu. Vinnumálastofnun er ætlað að hafa eftirlit með því að lögunum sé framfylgt og hefur í þeim tilgangi aðgang að launaútreikningum vinnuveitenda. Sá eiginleiki neysluviðmiðs, að sýna raunverulegan kostnað vegna útgjalda við framfærslu, er vel til þess fallinn að mæla breytingar á framfærslukostnaði í landinu. Tenging á milli neysluviðmiðs og lægstu launa á því að tryggja að launin fylgi þróun verðlags og kaupmáttar og draga úr hættunni á því að lægstu launin haldi ekki í við þróunina. Þrátt fyrir þann árangur sem verkalýðshreyfingin hefur náð á undanförnum áratug í að hífa upp lægstu launin þá eru þau því miður enn alltof lág og í raun ekki mannsæmandi í okkar þjóðfélagi sem telst vel efnum búið á heimsvísu. Tilgangur þessa frumvarps er ekki að taka fram fyrir hendur stéttarfélaga í samningum um betra kaup og bætt kjör fyrir sitt fólk, það verkefni mun áfram brenna á verkalýðsforystunni þótt lágmarkslaun verði bundin í lög. Lögum um lágmarkslaun er ekki ætlað að fara fram með óraunhæf yfirboð heldur taka mið af raunsæjum grunni til að byggja á sem er ætlað að falla að því félagslega stuðningskerfi sem við höfum í landinu, s.s. í formi vaxtabóta, húsaleigubóta, barnabóta og þrepaskipts skattkerfis. Ósjaldan heyrast háværar raddir gegn hækkunum lægstu launa frá atvinnulífinu einnig frá ríkinu og nú síðast frá Seðlabanka Íslands þegar launafólk á almenna vinnumarkaðnum gerði kröfu til sérstakrar hækkunar á lægstu laun. Láglaunafólki virðist öllum öðrum fremur ætlað að bera ábyrgð á verðbólgu/þenslu og annarri efnahagslegri óáran og því heyrist einatt hljóð úr horni ef krafist er hærri launa þeim til handa. Samanburður launa innan launþegahreyfingarinnar hefur verið ákveðinn dragbítur á verulega hækkun lægstu launa. Nauðsynlegt er að horfast í augu við það.Mikið verk að vinna Þrátt fyrir það að hlutfall Íslendinga undir lágtekjumörkum sé verulega lægra en innan ESB þá er enn mikið verk að vinna hjá aðilum vinnumarkaðarins við að ná launum upp miðað við raunframfærslu fólks, þar sem allir þættir eru teknir inn í myndina þó án nokkurra lúxusviðmiða. Vinnumarkaðurinn glímir enn við mikinn kynbundinn launamun og benda má á bág kjör t.d. erlends verkafólks, umönnunarstétta og almenns verkafólks í landinu. Verkakonur voru t.d. með lægstu laun fullvinnandi launamanna hér á landi árið 2012. Þeim fullyrðingum hefur verið haldið á lofti að lögbinding lágmarkslauna veikti verkalýðshreyfinguna og að hennar væri ekki þörf þar sem sterk verkalýðshreyfing væri til staðar. Ég tel þessa staðhæfingu vera barn síns tíma og veruleikinn er sá að í 21 ríki af 28 ríkjum ESB eru lögbundin lágmarkslaun og í Þýskalandi, sem er fjölmennasta ríki ESB, er stefnt að lögbindingu lágmarkslauna 1. janúar 2015. Vinstri menn settu þá kröfu fram og börðust fyrir henni. Í Kanada og í Bandaríkjunum eru lögbundin lágmarkslaun og enn fremur í fjölda annarra ríkja sem teljast hafa þróað efnahagskerfi og hefur útbreiðslan aukist frá síðustu aldamótum og ein skýringin á því er talin vera vaxandi undirboð á vinnumarkaði í kjölfar aukins flæðis vinnuafls á milli ríkja. Þessi þróun sýnir að þörfin fyrir lögbindingu lágmarkslauna er vissulega til staðar í nútímasamfélagi. Henni er ekki ætlað að veikja kjarabaráttuna heldur þvert á móti að bregðast við aðkallandi vandamáli og verða hvatning til þess að ná fram betri árangri til handa launafólki. Samfélagið ber ábyrgð á því fólki sem býr við lökust kjörin og því er það líka ábyrgð löggjafans ekki síður en aðila vinnumarkaðarins að fólki séu tryggð mannsæmandi kjör. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lilja Rafney Magnúsdóttir Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Úthaf efnahagsmála – fjárlög 2026 Halla Hrund Logadóttir Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei Skoðun Skoðun Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann skrifar Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aðgerðarleysi er það sem kostar ungt fólk Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Að gera eða vera? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Skattablæti sem bitnar harðast á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Málfrelsi ungu kynslóðarinnar – og ábyrgðin sem bíður okkar Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Ísland: Meistari orkuþríþrautarinnar – sem stendur Jónas Hlynur Hallgrímsson skrifar Skoðun Úthaf efnahagsmála – fjárlög 2026 Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Þegar líf liggur við Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson skrifar Skoðun Út með slæma vana, inn með gleði og frið Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson skrifar Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason skrifar Skoðun Mannréttindi í mótvindi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo skrifar Sjá meira
Ég er fyrsti flutningsmaður frumvarps um lögbindingu lágmarkslauna sem lagt var fram á dögunum. Steingrímur J. Sigfússon og Birgitta Jónsdóttir eru meðflutningsmenn þingmálsins. Tilgangur laganna er að innleiða og viðhalda beinni tengingu lægstu grunnlauna við landsmeðaltal neysluviðmiðs og að bein tengsl séu á milli lágmarkslauna og neyslu- og framfærslukostnaðar í landinu. Vinnumálastofnun er ætlað að hafa eftirlit með því að lögunum sé framfylgt og hefur í þeim tilgangi aðgang að launaútreikningum vinnuveitenda. Sá eiginleiki neysluviðmiðs, að sýna raunverulegan kostnað vegna útgjalda við framfærslu, er vel til þess fallinn að mæla breytingar á framfærslukostnaði í landinu. Tenging á milli neysluviðmiðs og lægstu launa á því að tryggja að launin fylgi þróun verðlags og kaupmáttar og draga úr hættunni á því að lægstu launin haldi ekki í við þróunina. Þrátt fyrir þann árangur sem verkalýðshreyfingin hefur náð á undanförnum áratug í að hífa upp lægstu launin þá eru þau því miður enn alltof lág og í raun ekki mannsæmandi í okkar þjóðfélagi sem telst vel efnum búið á heimsvísu. Tilgangur þessa frumvarps er ekki að taka fram fyrir hendur stéttarfélaga í samningum um betra kaup og bætt kjör fyrir sitt fólk, það verkefni mun áfram brenna á verkalýðsforystunni þótt lágmarkslaun verði bundin í lög. Lögum um lágmarkslaun er ekki ætlað að fara fram með óraunhæf yfirboð heldur taka mið af raunsæjum grunni til að byggja á sem er ætlað að falla að því félagslega stuðningskerfi sem við höfum í landinu, s.s. í formi vaxtabóta, húsaleigubóta, barnabóta og þrepaskipts skattkerfis. Ósjaldan heyrast háværar raddir gegn hækkunum lægstu launa frá atvinnulífinu einnig frá ríkinu og nú síðast frá Seðlabanka Íslands þegar launafólk á almenna vinnumarkaðnum gerði kröfu til sérstakrar hækkunar á lægstu laun. Láglaunafólki virðist öllum öðrum fremur ætlað að bera ábyrgð á verðbólgu/þenslu og annarri efnahagslegri óáran og því heyrist einatt hljóð úr horni ef krafist er hærri launa þeim til handa. Samanburður launa innan launþegahreyfingarinnar hefur verið ákveðinn dragbítur á verulega hækkun lægstu launa. Nauðsynlegt er að horfast í augu við það.Mikið verk að vinna Þrátt fyrir það að hlutfall Íslendinga undir lágtekjumörkum sé verulega lægra en innan ESB þá er enn mikið verk að vinna hjá aðilum vinnumarkaðarins við að ná launum upp miðað við raunframfærslu fólks, þar sem allir þættir eru teknir inn í myndina þó án nokkurra lúxusviðmiða. Vinnumarkaðurinn glímir enn við mikinn kynbundinn launamun og benda má á bág kjör t.d. erlends verkafólks, umönnunarstétta og almenns verkafólks í landinu. Verkakonur voru t.d. með lægstu laun fullvinnandi launamanna hér á landi árið 2012. Þeim fullyrðingum hefur verið haldið á lofti að lögbinding lágmarkslauna veikti verkalýðshreyfinguna og að hennar væri ekki þörf þar sem sterk verkalýðshreyfing væri til staðar. Ég tel þessa staðhæfingu vera barn síns tíma og veruleikinn er sá að í 21 ríki af 28 ríkjum ESB eru lögbundin lágmarkslaun og í Þýskalandi, sem er fjölmennasta ríki ESB, er stefnt að lögbindingu lágmarkslauna 1. janúar 2015. Vinstri menn settu þá kröfu fram og börðust fyrir henni. Í Kanada og í Bandaríkjunum eru lögbundin lágmarkslaun og enn fremur í fjölda annarra ríkja sem teljast hafa þróað efnahagskerfi og hefur útbreiðslan aukist frá síðustu aldamótum og ein skýringin á því er talin vera vaxandi undirboð á vinnumarkaði í kjölfar aukins flæðis vinnuafls á milli ríkja. Þessi þróun sýnir að þörfin fyrir lögbindingu lágmarkslauna er vissulega til staðar í nútímasamfélagi. Henni er ekki ætlað að veikja kjarabaráttuna heldur þvert á móti að bregðast við aðkallandi vandamáli og verða hvatning til þess að ná fram betri árangri til handa launafólki. Samfélagið ber ábyrgð á því fólki sem býr við lökust kjörin og því er það líka ábyrgð löggjafans ekki síður en aðila vinnumarkaðarins að fólki séu tryggð mannsæmandi kjör.
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar
Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar
Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar
Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar
Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar
Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun