Lítil ferðasaga Sara McMahon skrifar 24. júní 2014 08:15 Það var eitt sinn fjögurra manna fjölskylda sem ákvað að fara saman í svolítið frí, svona eins og fjölskyldur eiga til að gera. Ferðinni var heitið norður á bóginn, nánar tiltekið til Íslands. Fjölskylda hugðist treysta fjölskylduböndin með því að ferðast saman um landið og njóta náttúrufegurðarinnar. Fjölskyldunni skildist að á Íslandi væri margt að sjá og gera; Til dæmis mætti grafa þar upp nokkurt magn af geislasteini – en geislasteinar eru metnir á stórfé af erlendum steinasöfnurum. Á brottfarardeginum sjálfum stóð fjölskyldan ferðbúin fyrir utan heimili sitt. Þau höfðu pakkað hlýjum fatnaði, gönguskóm og regnfatnaði – þau höfðu heyrt að það væri allra veðra von á Íslandi. Þau höfðu líka pakkað sundfatnaði og auðvitað nokkrum hömrum, einum meitli og efnablöndum til tegundagreiningar á steinum. Og svo fóru þau í fríið! Þegar austur á firði var komið hófst litla fjölskyldan handa við að grafa upp geislasteina á friðlandinu við bæinn Teigarhorn í Berufirði. Öll lögðu þau sitt af mörkum: mamman, pabbinn og synirnir tveir. Hamarshöggin glumdu um allan Berufjörð og náðu loks eyrum landvarðarins á Teigarhorni. Landvörðurinn ákvað að kanna málið betur, líkt og landvarða er siður, en þegar hann nálgaðist hina vinnusömu fjölskyldu, fóru þau öll undan í flæmingi og reyndu að fela dagsverk sitt. „Hvað gengur hér á?“ spurði landvörðurinn hissa. „Ekki neitt,“ ansaði fjölskyldufaðirinn skömmustulegur á svip. „Vitið þið ekki að þetta er friðland?“ innti landvörðurinn þau eftir. „Nei…það vissum við ekki, svæðið er svo illa merkt. Og þótt við hefðum vitað það, þá skiptir þessi litli uppgröftur okkar öngvu máli því eins og þú sérð sjálfur er hér af nógu að taka,“ sagði ferðalangurinn örlítið öruggari með sig. Landvörðurinn viðurkenndi að merkingar á friðlandinu mættu vera betri og sá sér ekki annan leik á borði en að senda fjölskylduna burt eftir að hafa lesið þeim pistilinn. „Þetta er allt í lagi,“ sagði faðirinn við vonsvikna fjölskyldu sína. „Helgustaðanáma er hérna rétt hjá.“ Og af stað héldu þau. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sara McMahon Mest lesið Því miður, atkvæði þitt fannst ekki Oddgeir Georgsson Skoðun Fáum Elon Musk lánaðan í viku Davíð Bergmann Skoðun Óður til Grænlands Halla Hrund Logadóttir Skoðun Upp með olnbogana! Eliza Reid Skoðun Rænum frá börnum og flestum skítsama Björn Ólafsson Skoðun Kolbrún lætur verkin tala og fær mitt atkvæði Vanda Sigurgeirsdóttir Skoðun Stigið fram af festu? Jón Steinar Gunnlaugsson Skoðun Lokum.is Alma Hafsteinsdóttir Skoðun Að missa sjón þó augun virki Inga María Ólafsdóttir Skoðun Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Skoðun Skoðun Kjaramál eru annað tungumál Þorsteins Skúla Bryndís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Lyf eru EKKI lausnin við svefnvanda Anna Birna Almarsdóttir skrifar Skoðun Fáum Elon Musk lánaðan í viku Davíð Bergmann skrifar Skoðun Á-stríðan og meðferðin Grétar Halldór Gunnarsson skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir – Rektor sem skapar nemendum tækifæri Birna Þórisdóttir skrifar Skoðun Valkostir í varnarmálum Tryggvi Hjaltason skrifar Skoðun Magnús Karl er trúverðugur talsmaður vísinda á Íslandi Hannes Jónsson skrifar Skoðun Rænum frá börnum og flestum skítsama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Með opinn faðminn í 75 ár Guðni Tómasson skrifar Skoðun Kolbrún lætur verkin tala og fær mitt atkvæði Vanda Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2035: Gervigreind fyrir betra líf og styttri vinnuviku Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Lokum.is Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að komast frá mömmu og pabba Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Draumaskólinn – Skóli fyrir þig, ekki þú fyrir skólann Einar Mikael Sverrisson skrifar Skoðun Upp með olnbogana! Eliza Reid skrifar Skoðun Að missa sjón þó augun virki Inga María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Flosi – sannur fyrirliði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Því miður, atkvæði þitt fannst ekki Oddgeir Georgsson skrifar Skoðun Stigið fram af festu? Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Aðalvandamálið þegar þjónusta á íslensku er ekki í boði! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Óður til Grænlands Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Hetjusögur af óþekktum manni – Ég kýs Þorstein Skúla sem formann VR Sólveig Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Skrifræðismartröð í Hæðargarði Dóra Magnúsdóttir skrifar Skoðun Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Sérhagsmunir Viðskiptablaðsins Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Fáni okkar allra... Eva Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Átökin um áminningarskylduna – stutt upprifjun Óli Jón Jónsson skrifar Skoðun Hvernig kennum við gagnrýna hugsun? – Umræða sem þarf að halda áfram Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Föstum saman, Ramadan og langafasta Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Auðhumla í Hamraborg Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Sjá meira
Það var eitt sinn fjögurra manna fjölskylda sem ákvað að fara saman í svolítið frí, svona eins og fjölskyldur eiga til að gera. Ferðinni var heitið norður á bóginn, nánar tiltekið til Íslands. Fjölskylda hugðist treysta fjölskylduböndin með því að ferðast saman um landið og njóta náttúrufegurðarinnar. Fjölskyldunni skildist að á Íslandi væri margt að sjá og gera; Til dæmis mætti grafa þar upp nokkurt magn af geislasteini – en geislasteinar eru metnir á stórfé af erlendum steinasöfnurum. Á brottfarardeginum sjálfum stóð fjölskyldan ferðbúin fyrir utan heimili sitt. Þau höfðu pakkað hlýjum fatnaði, gönguskóm og regnfatnaði – þau höfðu heyrt að það væri allra veðra von á Íslandi. Þau höfðu líka pakkað sundfatnaði og auðvitað nokkrum hömrum, einum meitli og efnablöndum til tegundagreiningar á steinum. Og svo fóru þau í fríið! Þegar austur á firði var komið hófst litla fjölskyldan handa við að grafa upp geislasteina á friðlandinu við bæinn Teigarhorn í Berufirði. Öll lögðu þau sitt af mörkum: mamman, pabbinn og synirnir tveir. Hamarshöggin glumdu um allan Berufjörð og náðu loks eyrum landvarðarins á Teigarhorni. Landvörðurinn ákvað að kanna málið betur, líkt og landvarða er siður, en þegar hann nálgaðist hina vinnusömu fjölskyldu, fóru þau öll undan í flæmingi og reyndu að fela dagsverk sitt. „Hvað gengur hér á?“ spurði landvörðurinn hissa. „Ekki neitt,“ ansaði fjölskyldufaðirinn skömmustulegur á svip. „Vitið þið ekki að þetta er friðland?“ innti landvörðurinn þau eftir. „Nei…það vissum við ekki, svæðið er svo illa merkt. Og þótt við hefðum vitað það, þá skiptir þessi litli uppgröftur okkar öngvu máli því eins og þú sérð sjálfur er hér af nógu að taka,“ sagði ferðalangurinn örlítið öruggari með sig. Landvörðurinn viðurkenndi að merkingar á friðlandinu mættu vera betri og sá sér ekki annan leik á borði en að senda fjölskylduna burt eftir að hafa lesið þeim pistilinn. „Þetta er allt í lagi,“ sagði faðirinn við vonsvikna fjölskyldu sína. „Helgustaðanáma er hérna rétt hjá.“ Og af stað héldu þau.
Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Aðalvandamálið þegar þjónusta á íslensku er ekki í boði! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hetjusögur af óþekktum manni – Ég kýs Þorstein Skúla sem formann VR Sólveig Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Hvernig kennum við gagnrýna hugsun? – Umræða sem þarf að halda áfram Guðmundur Björnsson skrifar
Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt Skoðun