Gæslan hótar landeiganda sem rukkar ferðamenn lögbanni Brjánn Jónasson skrifar 24. júní 2014 06:45 Ferðamenn jafnt sem heimamenn geta búist við að þurfa að greiða 600 krónur fyrir að heimsækja fjöruna á Stokksnesi. Mynd/Runólfur Hauksson Falli landeigandinn á Stokksnesi ekki frá nýtilkominni gjaldtöku af ferðamönnum sem fara um landareign hans mun Landhelgisgæsla Íslands (LHG) krefjast lögbanns á gjaldheimtuna, segir Georg Lárusson, forstjóri stofnunarinnar. Landeigandinn lokaði um helgina veginum fyrir óviðkomandi umferð, og rukkar þá sem aka um hann um 600 krónur. Landareign hans liggur sunnan við Þjóðveg 1. Á henni er Stokksnes, þar sem Atlantshafsbandalagið reisti og rak ratsjárstöð. Nú hefur LHG tekið við rekstri stöðvarinnar, og leigir því hluta landsins undir starfsemina.Georg LárussonGeorg segir landeigandann ekkert samráð hafa haft við Gæsluna um að loka veginum, sem liggur meðal annars að ratsjárstöðinni. Vegurinn liggur líka nálægt fjöru sem hefur verið vinsæll áfangastaður fyrir bæði ferðamenn og fjölskyldufólk frá Höfn í Hornafirði, sem liggur um fimm kílómetrum vestar. „Við erum algerlega á móti þessu, þetta kemur ekki til greina,“ segir Georg. „Hann er búinn að leigja okkur landið og ef hann lætur ekki af þessu strax verðum við að grípa til viðeigandi ráðstafana.“ Hann segir ekki koma til greina að heimila landeigandanum að rukka fyrir aðgang að landi sem ríkið leigi fyrir verulega upphæð. Hann segir að svæðið sem LHG leigi sé miklu stærra en sá hluti sem liggur innan girðingar í kringum ratsjárstöðina sjálfa.Eigandinn ósáttur við ríkið „Það er tvennt í þessu, gera þetta eða loka veginum,“ segir Ómar Antonsson, eigandi jarðarinnar. Hann segir að ríkið hafi ekki viljað taka þátt í viðhaldi vegarins og því sé ekkert annað að gera fyrir sig en að taka upp gjald fyrir ferðamenn. „Ég er ekki að taka gjald fyrir það sem ég ætla að gera í framtíðinni, ég er búinn að byggja upp þjónustuna,“ segir Ómar. Hann rekur kaffihúsið Viking Café, sem er um kílómetra frá fjörunni. Hann segist hafa boðið upp á salernisþjónustu síðustu fjögur ár án þess að rukka krónu fyrir. Ómar segir talningu sýna að 10 þúsund bílar fari um veginn á hverju ári. Talsverður hluti af því séu rútur. Út frá því megi áætla að um 40 þúsund manns fari um svæðið á hverju ári.Ekki í slag við fólk „Ef menn eru í voðalegri fýlu þá verða menn bara að vera það,“ segir Ómar. Hann segir þó engan í slag við fólk, það komi einfaldlega inn, greiði sitt gjald og geti svo gengið um svæðið að vild. Hann segir að hingað til hafi enginn amast við gjaldinu, ferðamenn hafi greitt með glöðu geði. Ómar segist hafa reynt að fá Landhelgisgæsluna til að taka þátt í kostnaði við viðhald vegarins, en þar á bæ hafi menn bent á Vegagerðina. Vegagerðin hafi hins vegar ekki viljað greiða neitt. Georg segir að Landhelgisgæslan geti ekki amast við því að landeigandinn setji upp hlið fyrir neðan afleggjarann að ratsjárstöðinni, og selji aðgang á þann hluta landsins sem gæslan leigi ekki. „Málið er einfalt, hann hefur ekki heimild til að selja inn á það svæði sem við leigjum,“ segir Georg. Hann segir þá staði sem ferðamenn sæki mest í innan svæðisins sem ríkið sé með á leigu, og því hafi landeigandinn ekki mikið eftir til að selja. Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Innlent Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Innlent Fleiri fréttir Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Hanna Katrín boðar sjókvíaeldi í Mjóafirði Skipuð framkvæmdastjóri Menntasjóðs námsmanna Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Sjá meira
Falli landeigandinn á Stokksnesi ekki frá nýtilkominni gjaldtöku af ferðamönnum sem fara um landareign hans mun Landhelgisgæsla Íslands (LHG) krefjast lögbanns á gjaldheimtuna, segir Georg Lárusson, forstjóri stofnunarinnar. Landeigandinn lokaði um helgina veginum fyrir óviðkomandi umferð, og rukkar þá sem aka um hann um 600 krónur. Landareign hans liggur sunnan við Þjóðveg 1. Á henni er Stokksnes, þar sem Atlantshafsbandalagið reisti og rak ratsjárstöð. Nú hefur LHG tekið við rekstri stöðvarinnar, og leigir því hluta landsins undir starfsemina.Georg LárussonGeorg segir landeigandann ekkert samráð hafa haft við Gæsluna um að loka veginum, sem liggur meðal annars að ratsjárstöðinni. Vegurinn liggur líka nálægt fjöru sem hefur verið vinsæll áfangastaður fyrir bæði ferðamenn og fjölskyldufólk frá Höfn í Hornafirði, sem liggur um fimm kílómetrum vestar. „Við erum algerlega á móti þessu, þetta kemur ekki til greina,“ segir Georg. „Hann er búinn að leigja okkur landið og ef hann lætur ekki af þessu strax verðum við að grípa til viðeigandi ráðstafana.“ Hann segir ekki koma til greina að heimila landeigandanum að rukka fyrir aðgang að landi sem ríkið leigi fyrir verulega upphæð. Hann segir að svæðið sem LHG leigi sé miklu stærra en sá hluti sem liggur innan girðingar í kringum ratsjárstöðina sjálfa.Eigandinn ósáttur við ríkið „Það er tvennt í þessu, gera þetta eða loka veginum,“ segir Ómar Antonsson, eigandi jarðarinnar. Hann segir að ríkið hafi ekki viljað taka þátt í viðhaldi vegarins og því sé ekkert annað að gera fyrir sig en að taka upp gjald fyrir ferðamenn. „Ég er ekki að taka gjald fyrir það sem ég ætla að gera í framtíðinni, ég er búinn að byggja upp þjónustuna,“ segir Ómar. Hann rekur kaffihúsið Viking Café, sem er um kílómetra frá fjörunni. Hann segist hafa boðið upp á salernisþjónustu síðustu fjögur ár án þess að rukka krónu fyrir. Ómar segir talningu sýna að 10 þúsund bílar fari um veginn á hverju ári. Talsverður hluti af því séu rútur. Út frá því megi áætla að um 40 þúsund manns fari um svæðið á hverju ári.Ekki í slag við fólk „Ef menn eru í voðalegri fýlu þá verða menn bara að vera það,“ segir Ómar. Hann segir þó engan í slag við fólk, það komi einfaldlega inn, greiði sitt gjald og geti svo gengið um svæðið að vild. Hann segir að hingað til hafi enginn amast við gjaldinu, ferðamenn hafi greitt með glöðu geði. Ómar segist hafa reynt að fá Landhelgisgæsluna til að taka þátt í kostnaði við viðhald vegarins, en þar á bæ hafi menn bent á Vegagerðina. Vegagerðin hafi hins vegar ekki viljað greiða neitt. Georg segir að Landhelgisgæslan geti ekki amast við því að landeigandinn setji upp hlið fyrir neðan afleggjarann að ratsjárstöðinni, og selji aðgang á þann hluta landsins sem gæslan leigi ekki. „Málið er einfalt, hann hefur ekki heimild til að selja inn á það svæði sem við leigjum,“ segir Georg. Hann segir þá staði sem ferðamenn sæki mest í innan svæðisins sem ríkið sé með á leigu, og því hafi landeigandinn ekki mikið eftir til að selja.
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Innlent Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Innlent Fleiri fréttir Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Hanna Katrín boðar sjókvíaeldi í Mjóafirði Skipuð framkvæmdastjóri Menntasjóðs námsmanna Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Sjá meira