Dýrari bækur – aukinn lestur? Ari Trausti Guðmundsson skrifar 15. september 2014 12:00 Sagt er að í hallærum hér áður fyrr hafi menn notað bækur fyrir brenni og skinnhandrit í skó. Ritað mál varð að víkja fyrir viljanum til að lifa af. Nú til dags vita allir sem koma nálægt bókaskrifum, útgáfu bóka, bókasöfnum og bóksölu að lestur samfellds texta og almenn bókaeign þverr hægt og bítandi. Haldin eru málþing og umræður í fjölmiðlum um ástæðurnar og auðvitað eru þær margþættar. Einn þátturinn er hátt verð bóka sem stafar að hluta til af því að útgáfukostnaður er hér jafn hár eða hærri og í milljónasamfélögum en markaður afar smár í því samhengi. Þess vegna blasir við ein leið til að ýta undir lestur bóka, hvort sem er prentaðra eða tölvutækra: Að hækka ekki verð bóka heldur lækka það. Af sjálfu leiðir að það mætti gera með því að lækka höfundarhlut í hverri seldri bók, lækka prentkostnað, eignarhlut útgefanda í hverri bók eða álagningu bóksalans og skyndibóksöluverslunarinnar á jólavertíðinni. Þessir aðilar eru þó ekki öfundsverðir með sitt, nema kannski stórmarkaðirnir sem reyndar keyra niður álagningu og heildsöluverð bóka. Augljósasta leiðin felst samt í að lækka eða afnema virðisaukaskatt á bókum. Ef til vill gæti það aukið menntun fólks, hlúð að nýsköpun, styrkt lýðræðið og hvað eina sem okkur er kynnt í eldhúsdagsumræðum á Alþingi eða í þjóðlegum og bólgnum ræðum ráðherra fyrr og síðar. Nei, í stað þessa augljósa menningarafreks er virðisaukaskattur hækkaður og þar með verð hins ritaða máls. Lækkun eða afnám hans leiddi til tekna hjá ríkinu sem auðvelt er að gera sér í hugarlund vegna aukinnar bóksölu og ótal samfélagslegra atriða og þau kæmu til móts við tekjutapið. Hvernig Færeyingum og Írum tekst að komast hjá virðisaukaskatti á bókum hlýtur að vera mikið leyndarmál. En það er enn lag. Samhliða endurskoðun á skattlagningu ritaðs máls væri ráð að hætta að tekjuskattsleggja fé sem veitt er sem viðurkenning í menningarstarfseminni. Það er aumt að sjá rithöfund taka við verðlaunum hver áramót hjá RÚV með annarri hendinni en greiða ríkinu ríflega þriðjunginn með hinni, svo dæmi séu nefnd. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Ari Trausti Guðmundsson Mest lesið „Mér sýnist Inga Sæland fá talsvert út úr þessu“ Sigurjón Arnórsson Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson Skoðun Spilavíti er og verður spilavíti Tryggvi Rúnar Brynjarsson Skoðun Þjónusturof hefst í dag Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Verjum frelsið og mannréttindin Sigurjón Njarðarson Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun Skortur á metnaði í loftslagsmálum Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Mótórhjólasamtök á Íslandi – hvers vegna öll þessi læti? Helgi Gunnlaugsson Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley Skoðun Árangur hefst hér. Með þér. Guðrún Högnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Tími til kominn að styðja öll framúrskarandi ungmenni Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað með dansinn? Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Mótórhjólasamtök á Íslandi – hvers vegna öll þessi læti? Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun „Mér sýnist Inga Sæland fá talsvert út úr þessu“ Sigurjón Arnórsson skrifar Skoðun Árangur hefst hér. Með þér. Guðrún Högnadóttir skrifar Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Þjónusturof hefst í dag Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Verjum frelsið og mannréttindin Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Spilavíti er og verður spilavíti Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Skortur á metnaði í loftslagsmálum Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson skrifar Skoðun Orðræða mótar menningu – og menningin mótar okkur öll Jóhanna Bárðardóttir skrifar Skoðun Eitt spilakort, betri spilamenning – er skaðaminnkandi Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason skrifar Skoðun Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjölbreytileiki er styrkleiki Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Um kynjafræði og pólítík Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson skrifar Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Drambið okkar Júlíus Valsson skrifar Skoðun Við vitum Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar Sjá meira
Sagt er að í hallærum hér áður fyrr hafi menn notað bækur fyrir brenni og skinnhandrit í skó. Ritað mál varð að víkja fyrir viljanum til að lifa af. Nú til dags vita allir sem koma nálægt bókaskrifum, útgáfu bóka, bókasöfnum og bóksölu að lestur samfellds texta og almenn bókaeign þverr hægt og bítandi. Haldin eru málþing og umræður í fjölmiðlum um ástæðurnar og auðvitað eru þær margþættar. Einn þátturinn er hátt verð bóka sem stafar að hluta til af því að útgáfukostnaður er hér jafn hár eða hærri og í milljónasamfélögum en markaður afar smár í því samhengi. Þess vegna blasir við ein leið til að ýta undir lestur bóka, hvort sem er prentaðra eða tölvutækra: Að hækka ekki verð bóka heldur lækka það. Af sjálfu leiðir að það mætti gera með því að lækka höfundarhlut í hverri seldri bók, lækka prentkostnað, eignarhlut útgefanda í hverri bók eða álagningu bóksalans og skyndibóksöluverslunarinnar á jólavertíðinni. Þessir aðilar eru þó ekki öfundsverðir með sitt, nema kannski stórmarkaðirnir sem reyndar keyra niður álagningu og heildsöluverð bóka. Augljósasta leiðin felst samt í að lækka eða afnema virðisaukaskatt á bókum. Ef til vill gæti það aukið menntun fólks, hlúð að nýsköpun, styrkt lýðræðið og hvað eina sem okkur er kynnt í eldhúsdagsumræðum á Alþingi eða í þjóðlegum og bólgnum ræðum ráðherra fyrr og síðar. Nei, í stað þessa augljósa menningarafreks er virðisaukaskattur hækkaður og þar með verð hins ritaða máls. Lækkun eða afnám hans leiddi til tekna hjá ríkinu sem auðvelt er að gera sér í hugarlund vegna aukinnar bóksölu og ótal samfélagslegra atriða og þau kæmu til móts við tekjutapið. Hvernig Færeyingum og Írum tekst að komast hjá virðisaukaskatti á bókum hlýtur að vera mikið leyndarmál. En það er enn lag. Samhliða endurskoðun á skattlagningu ritaðs máls væri ráð að hætta að tekjuskattsleggja fé sem veitt er sem viðurkenning í menningarstarfseminni. Það er aumt að sjá rithöfund taka við verðlaunum hver áramót hjá RÚV með annarri hendinni en greiða ríkinu ríflega þriðjunginn með hinni, svo dæmi séu nefnd.
Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley Skoðun
Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley skrifar
Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson skrifar
Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar
Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley Skoðun